Fréttir

Mál­sókn Grind­víkinga, heimóttarskapur og heim­koma í beinni

Eigendur lítilla og meðalstórra fyrirtækja í Grindavík ætla í skaðabótamál við ríkið. Við förum til Grindavíkur í kvöldfréttum Sýnar og ræðum meðal annars við eiganda gistihúss sem segir nýjustu lokanir í bænum hafi verið dropinn sem fyllti mælinn. Þá verðum við í beinni með sérfræðingi á Veðurstofunni vegna mikillar gosmengunar sem búist er við á morgun á suðvesturhorninu.

Innlent

Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins

Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að flytja rétt rúm tvö kíló af fíkniefnum til landsins. Efnið sem maðurinn flutti hingað til lands heitir kratom.

Innlent

Af­leiðingarnar velti á Flokki fólksins

Prófessor emeritus í stjórnamálafræði segir það að sumu leyti óheppilegt hve skarðan hluta Flokkur fólksins bar frá borði á síðasta löggjafarþingi. Sum af stærstu kosningaloforðum flokksins urðu ekki að lögum og þurfa því að bíða fram á haust. Fordæmalaust málþóf hafi þó sett strik í reikninginn.

Innlent

Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sex­tán ár

Bresk stjórnvöld hafa lagt fram frumvarp sem kveður á um að kosningaaldur í þingkosningum verði lækkaður í 16 ár. Verði frumvarpið samþykkt gæti Bretland orðið meðal fyrstu Evrópuríkja til að heimila 16 og 17 ára ungmennum að taka þátt í kosningum. 

Erlent

Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir fjölmörg brot sem beindust gegn eiginkonu hans, fimm börnum þeirra og líka gegn konu sem leigði hjá honum íbúð. Maðurinn flutti hingað til lands árið 2022 en fjölskyldan tveimur árum síðar. Meint brot mannsins eru bæði sögð hafa verið framin fyrir og eftir að þau fluttu til Íslands.

Innlent

Spá þoku fyrir norðan og austan

Í dag verður norðaustlæg eða breytileg átt á bilinu 3-8 m/s. Rigning eða súld verður af og til á sunnanverðu landinu. Bjart verður með köflum í öðrum landshlutum, en stöku skúrir þar.

Veður

Tíðinda­lítil nótt á gos­stöðvunum

Nóttin var fremur róleg og tíðindalítil á gosstöðvunum við Sundhnúksgíg að sögn Bjarka Kaldalóns Friis náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofunni. Það gýs enn, en dregur hægt og rólega úr.

Innlent

Sér­ís­lenskt gervi-Oxy  í mikilli dreifingu

Gervioxycontin, sem samsett er úr sex mismunandi lyfjum, hefur greinst hér á landi en það hefur hvergi fundist annars staðar í heiminum. Mikið magn lyfsins er í dreifingu og aukaverkanirnar geta verið grafalvarlegar.

Innlent

Grinda­vík opin fyrir al­menning á nýjan leik

Opnað hefur verið fyrir umferð almennings um Grindavík. Lögregla varar fólk við að dvelja nærri gosstöðvunum og brýnir til fólks að nýjar gossprungur geti opnast með litlum fyrirvara og að skyndileg framhlaup geti orðið.

Innlent

Boða tví­hliða varnarsamning við Evrópu­sam­bandið

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra tilkynntu á blaðamannafundi í dag að viðræður um tvíhliða varnar- og öryggissamning á milli Íslands og Evrópusambandsins hæfust á næstu dögum.

Innlent