Umdeild refsing skilaði Hamilton enn einum sigrinum Arnar Geir Halldórsson skrifar 9. júní 2019 20:19 Lewis Hamilton styrkti stöðu sína á toppnum í keppni ökuþóra í Formúla 1 en hann vann sigur þrátt fyrir að hafa komið annar í mark á Gilles Villenueve brautinni í Montreal í dag. Sebastian Vettel á Ferrari var nefnilega fyrstur í mark en hann fékk fimm sekúndna refsingu þegar skammt var eftir af kappakstrinum og var sú ákvörðun vægast sagt umdeild en Ferrari-menn voru æfir yfir dómnum og þá sérstaklega Vettel sjálfur. Hann gekk berserksgang um svæðið eftir kappaksturinn og lét dómarana hafa það óþvegið. Hann hugðist ekki mæta á blaðamannafund sem ætlaður er þeim sem enda í þremur efstu sætunum en lét að lokum segjast og mætti þangað. Áður en hann mætti þangað sýndi hann vanþóknun sína með því að skipta um skilti fyrir framan bíl Hamilton.Parc Ferme... #CanadianGP#F1pic.twitter.com/cJOuT5hnwP — Formula 1 (@F1) June 9, 2019"Ekki baula á Lewis"Áhorfendur í Kanada virtust á einu máli um ákvörðunina og var mikið baulað þegar Hamilton var krýndur sigurvegari. „Eina sem ég get sagt er að ég tók ekki þessa ákvörðun svo ég veit ekki af hverju þeir ættu að baula á mig,“ sagði Hamilton og Vettel tók undir orð hans. „Fólkið ætti ekki að baula á Lewis. Það á að baula á þá sem taka þessar ákvarðanir,“ sagði hundfúll Vettel.Hér fyrir neðan má sjá atvikið sem varð til þess að Vettel var refsað en líklegt má þykja að niðurstöður kappaksturins muni hafa einhverja eftirmála. Kanada kappakstrinum verður gerð frekari skil á Vísi á morgun.Race. Defining. Moment. #CanadianGP #F1 pic.twitter.com/053sau3we1— Formula 1 (@F1) June 9, 2019 Formúla Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Lewis Hamilton styrkti stöðu sína á toppnum í keppni ökuþóra í Formúla 1 en hann vann sigur þrátt fyrir að hafa komið annar í mark á Gilles Villenueve brautinni í Montreal í dag. Sebastian Vettel á Ferrari var nefnilega fyrstur í mark en hann fékk fimm sekúndna refsingu þegar skammt var eftir af kappakstrinum og var sú ákvörðun vægast sagt umdeild en Ferrari-menn voru æfir yfir dómnum og þá sérstaklega Vettel sjálfur. Hann gekk berserksgang um svæðið eftir kappaksturinn og lét dómarana hafa það óþvegið. Hann hugðist ekki mæta á blaðamannafund sem ætlaður er þeim sem enda í þremur efstu sætunum en lét að lokum segjast og mætti þangað. Áður en hann mætti þangað sýndi hann vanþóknun sína með því að skipta um skilti fyrir framan bíl Hamilton.Parc Ferme... #CanadianGP#F1pic.twitter.com/cJOuT5hnwP — Formula 1 (@F1) June 9, 2019"Ekki baula á Lewis"Áhorfendur í Kanada virtust á einu máli um ákvörðunina og var mikið baulað þegar Hamilton var krýndur sigurvegari. „Eina sem ég get sagt er að ég tók ekki þessa ákvörðun svo ég veit ekki af hverju þeir ættu að baula á mig,“ sagði Hamilton og Vettel tók undir orð hans. „Fólkið ætti ekki að baula á Lewis. Það á að baula á þá sem taka þessar ákvarðanir,“ sagði hundfúll Vettel.Hér fyrir neðan má sjá atvikið sem varð til þess að Vettel var refsað en líklegt má þykja að niðurstöður kappaksturins muni hafa einhverja eftirmála. Kanada kappakstrinum verður gerð frekari skil á Vísi á morgun.Race. Defining. Moment. #CanadianGP #F1 pic.twitter.com/053sau3we1— Formula 1 (@F1) June 9, 2019
Formúla Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira