Vítaspyrna Ramos tryggði sigur á Norðmönnum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 23. mars 2019 21:45 Sergio Ramos vísir/getty Sergio Ramos tryggði Spánverjum sigur á lærisveinum Lars Lagerback í norska landsliðinu í fyrsta leik liðanna í undankeppni EM 2020. Spánverjar byrjuðu leikinn mun betur og tók það þá einungis um korter að nýta sér veikleika í vörn Norðmanna. Jordi Alba átti fyrirgjöf inn í teiginn sem Rodrigo Moreno setti í netið. Spænska liðið hefði hæglega geta skorað fimm, sex mörk í fyrri hálfleik en staðan var þó aðeins 1-0 þegar flautað var til leikhlés. Norðmenn fengu vítaspyrnu á 65. mínútu þegar Inigo Martinez var dæmdur brotlegur innan vítateigs. Joshua King fór á vítapunktinn og skoraði örugglega framhjá David de Gea. Spánverjar fengu svo víti stuttu seinna, fyrirliðinn Ramos tók spyrnuna og skoraði. Áfram sóttu Spánverjar mikið en náðu ekki að koma öðru marki í netið svo vítaspyrna Ramos réði úrslitum í leiknum, honum lauk með 2-1 sigri Spánar. EM 2020 í fótbolta
Sergio Ramos tryggði Spánverjum sigur á lærisveinum Lars Lagerback í norska landsliðinu í fyrsta leik liðanna í undankeppni EM 2020. Spánverjar byrjuðu leikinn mun betur og tók það þá einungis um korter að nýta sér veikleika í vörn Norðmanna. Jordi Alba átti fyrirgjöf inn í teiginn sem Rodrigo Moreno setti í netið. Spænska liðið hefði hæglega geta skorað fimm, sex mörk í fyrri hálfleik en staðan var þó aðeins 1-0 þegar flautað var til leikhlés. Norðmenn fengu vítaspyrnu á 65. mínútu þegar Inigo Martinez var dæmdur brotlegur innan vítateigs. Joshua King fór á vítapunktinn og skoraði örugglega framhjá David de Gea. Spánverjar fengu svo víti stuttu seinna, fyrirliðinn Ramos tók spyrnuna og skoraði. Áfram sóttu Spánverjar mikið en náðu ekki að koma öðru marki í netið svo vítaspyrna Ramos réði úrslitum í leiknum, honum lauk með 2-1 sigri Spánar.
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti