Atletico Madrid í úrslit Meistaradeildarinnar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. maí 2016 20:30 Atletico Madrid er komið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þrátt fyrir 2-1 tap gegn Bayern í kvöld í stórkostlegum leik. Fyrri leikur liðanna fór 1-0 í Madrid og Atletico fer því í úrslit á útivallarmarkinu. Andstæðingur Atletico í úrslitaleiknum verður annað hvort Real Madrid eða Man. City. Það tók Bayern 30 mínútur að brjóta Atletico niður. Þá skoraði Xabi Alonso beint úr aukaspyrnu. Lukkan var reyndar með honum í liði því boltinn fór af Jose Maria Gimenez og breytti því um stefnu. Aðeins fjórum mínútum síðar var Gimenez aftur í eldlínunni er hann braut á Javi Martinez og víti dæmt. Thomas Müller tók vítið en Jan Oblak varði frá honum. Það voru aðeins nokkrar mínútur liðnar af síðari hálfleik er Antoine Griezmann slapp í gegnum vörn Bayern eftir laglega sendingu frá Fernando Torres. Hann lagði boltann smekklega í netið. Hann virkaði þó ansi nærri því að vera rangstæður. 1-1 og það þýddi að Bayern yrði að skora tvö mörk í viðbót til þess að komast í úrslitaleikinn. Bæjarar gáfust ekki upp og rúmum stundarfjórðungi fyrir leikslok náði Robert Lewandowski að skalla boltann í netið og setja allt í háaloft. Átta mínútum fyrir leikslok var brotið á Fernando Torres og vítaspyrna dæmd. Glórulaus dómur þar sem brotið var klárlega utan vítateigs. Réttlætinu var síðan fullnægt er Manuel Neuer varði vítaspyrnu Torres. Bayern sótti grimmt undir lokin en náði ekki að skora. Fyrsta mark leiksins má sjá hér að ofan en hin mörkin hér að neðan.Griezmann jafnar. Lewandowski kemur Bayern í 2-1. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Leik lokið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Sjá meira
Atletico Madrid er komið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þrátt fyrir 2-1 tap gegn Bayern í kvöld í stórkostlegum leik. Fyrri leikur liðanna fór 1-0 í Madrid og Atletico fer því í úrslit á útivallarmarkinu. Andstæðingur Atletico í úrslitaleiknum verður annað hvort Real Madrid eða Man. City. Það tók Bayern 30 mínútur að brjóta Atletico niður. Þá skoraði Xabi Alonso beint úr aukaspyrnu. Lukkan var reyndar með honum í liði því boltinn fór af Jose Maria Gimenez og breytti því um stefnu. Aðeins fjórum mínútum síðar var Gimenez aftur í eldlínunni er hann braut á Javi Martinez og víti dæmt. Thomas Müller tók vítið en Jan Oblak varði frá honum. Það voru aðeins nokkrar mínútur liðnar af síðari hálfleik er Antoine Griezmann slapp í gegnum vörn Bayern eftir laglega sendingu frá Fernando Torres. Hann lagði boltann smekklega í netið. Hann virkaði þó ansi nærri því að vera rangstæður. 1-1 og það þýddi að Bayern yrði að skora tvö mörk í viðbót til þess að komast í úrslitaleikinn. Bæjarar gáfust ekki upp og rúmum stundarfjórðungi fyrir leikslok náði Robert Lewandowski að skalla boltann í netið og setja allt í háaloft. Átta mínútum fyrir leikslok var brotið á Fernando Torres og vítaspyrna dæmd. Glórulaus dómur þar sem brotið var klárlega utan vítateigs. Réttlætinu var síðan fullnægt er Manuel Neuer varði vítaspyrnu Torres. Bayern sótti grimmt undir lokin en náði ekki að skora. Fyrsta mark leiksins má sjá hér að ofan en hin mörkin hér að neðan.Griezmann jafnar. Lewandowski kemur Bayern í 2-1.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Leik lokið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Sjá meira