Treyja Hólmfríðar seldist á 1,8 milljónir: Ég táraðist Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. desember 2015 18:55 Kolfinna Rán og Hólmfríður Magnúsdóttir. Mynd/Facebook 1.778.000 krónur söfnuðust í uppboði á treyju landsliðskonunnar Hólmfríðar Magnúsdóttur til styrktar Kolfinnu Ránar, þriggja ára stúlku sem greindist með krabbamein í sumar. Í haust lék Hólmfríður sinn 100. landsleik og ákvað hún eftir það að bjóða treyjuna til sölu til að styðja við Kolfinnu Rán og fjölskyldu hennar en foreldrar hennar eru fyrrum liðsfélagar Hólmfríðar úr KR, þær Olga Færseth og Pálína Guðrún Bragadóttir.Sjá einnig: Dóttir Olgu Færseth greindist með krabbamein: „Ofboðslegt kjaftshögg“ Fyrir nokkru síðan stofnaði hópur fólks sem þekkir vel til Olgu og Pálínu viðburð á Facebook þar sem framlögum var safnað til að geta lagt fram eitt stórt boð í treyjuna. Markmiðið var að safna einni milljón króna.Olga með Kolfinnu Rán, dóttur sinni.Myndir/Olga FærsethTvö þúsund manns í hópnum „Máttur Facebook er ótrúlegur,“ sagði Guðlaug Jónsdóttir, einn stofendna hópsins og fyrrum liðsfélagi Olgu og Pálínu hjá KR, í samtali við Vísi. Hún segir að haft hafi verið samband við alla þá sem tengdust þeim og að lokum hafi um tvö þúsund manns verið í hópnum. „Það lögðu allir sitt af mörkum - allt frá 250 krónum upp í 100 þúsund krónur. Fólk tók svo við sér undanfarna átta daga og talan rauk upp,“ segir hún en á lokasprettunum sameinuðust tvær aðrar safnanir við þessa. „Það komu tvö stór framlög inn á lokasprettinum. Annars vegar frá vinnufélögum Pálínu og svo í gegnum Fríðu í Noregi.“Sjá einnig: Olga hleypur fyrir krbbameinssjúka dóttur sína: „Við munum tvímælalaust komast í gegnum þetta“ Hólmfríður frétti fyrst af söfnun Guðlaugar og félaga á föstudaginn og þá fór allt á fullt. „Þetta var mjög fljótt að smita út frá sér og svo endaði þetta í þessari ótrúlegu tölu. Ég á eiginlega ekki til orð og táraðist við að sjá niðurstöðuna. Ég bjóst ekki við þessu en er svo þakklát,“ segir Hólmfríður sem var einmitt stödd uppi á sjúkrahúsi þar sem Kolfinna Rán er í meðferð.Olga og Pálína með börnin sín þrjú.Mynd/Olga FærsethGott að geta endurgoldið þeim „Hún er að ganga í gegnum erfiða tíma núna og er nú í sinni næstsíðustu lyfjagjöf. En hennar bíður svo ströng geislameðferð eftir áramót en hún er samt svo ótrúlega dugleg,“ segir Hólmfríður um Kolfinnu Rán. „Það er frábært að geta hjálpað til. Þær Olga og Pálína hafa verið til staðar fyrir mig í gegnum tíðina og það er gaman að geta endurgoldið þeim. Þetta er það besta sem ég hef gert um ævina.“ Guðlaug tekur í svipaðan streng og segir að Hólmfríður megi vera stolt. „Við erum það líka. Þetta er alveg frábært.““Lokaboð í treyjuna er 1.778.000.-. Boðið kemur frá: 160 einstaklingum og félagasamtökum; samferðafólki Olgu og Pálu,...Posted by Holmfridur Magnusdottir on Tuesday, December 1, 2015 Íslenski boltinn Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Enski boltinn Dagskráin: Fyrsti þáttur af VARsjánni með Stefáni Árna og Alberti Sport Fleiri fréttir Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Sjá meira
1.778.000 krónur söfnuðust í uppboði á treyju landsliðskonunnar Hólmfríðar Magnúsdóttur til styrktar Kolfinnu Ránar, þriggja ára stúlku sem greindist með krabbamein í sumar. Í haust lék Hólmfríður sinn 100. landsleik og ákvað hún eftir það að bjóða treyjuna til sölu til að styðja við Kolfinnu Rán og fjölskyldu hennar en foreldrar hennar eru fyrrum liðsfélagar Hólmfríðar úr KR, þær Olga Færseth og Pálína Guðrún Bragadóttir.Sjá einnig: Dóttir Olgu Færseth greindist með krabbamein: „Ofboðslegt kjaftshögg“ Fyrir nokkru síðan stofnaði hópur fólks sem þekkir vel til Olgu og Pálínu viðburð á Facebook þar sem framlögum var safnað til að geta lagt fram eitt stórt boð í treyjuna. Markmiðið var að safna einni milljón króna.Olga með Kolfinnu Rán, dóttur sinni.Myndir/Olga FærsethTvö þúsund manns í hópnum „Máttur Facebook er ótrúlegur,“ sagði Guðlaug Jónsdóttir, einn stofendna hópsins og fyrrum liðsfélagi Olgu og Pálínu hjá KR, í samtali við Vísi. Hún segir að haft hafi verið samband við alla þá sem tengdust þeim og að lokum hafi um tvö þúsund manns verið í hópnum. „Það lögðu allir sitt af mörkum - allt frá 250 krónum upp í 100 þúsund krónur. Fólk tók svo við sér undanfarna átta daga og talan rauk upp,“ segir hún en á lokasprettunum sameinuðust tvær aðrar safnanir við þessa. „Það komu tvö stór framlög inn á lokasprettinum. Annars vegar frá vinnufélögum Pálínu og svo í gegnum Fríðu í Noregi.“Sjá einnig: Olga hleypur fyrir krbbameinssjúka dóttur sína: „Við munum tvímælalaust komast í gegnum þetta“ Hólmfríður frétti fyrst af söfnun Guðlaugar og félaga á föstudaginn og þá fór allt á fullt. „Þetta var mjög fljótt að smita út frá sér og svo endaði þetta í þessari ótrúlegu tölu. Ég á eiginlega ekki til orð og táraðist við að sjá niðurstöðuna. Ég bjóst ekki við þessu en er svo þakklát,“ segir Hólmfríður sem var einmitt stödd uppi á sjúkrahúsi þar sem Kolfinna Rán er í meðferð.Olga og Pálína með börnin sín þrjú.Mynd/Olga FærsethGott að geta endurgoldið þeim „Hún er að ganga í gegnum erfiða tíma núna og er nú í sinni næstsíðustu lyfjagjöf. En hennar bíður svo ströng geislameðferð eftir áramót en hún er samt svo ótrúlega dugleg,“ segir Hólmfríður um Kolfinnu Rán. „Það er frábært að geta hjálpað til. Þær Olga og Pálína hafa verið til staðar fyrir mig í gegnum tíðina og það er gaman að geta endurgoldið þeim. Þetta er það besta sem ég hef gert um ævina.“ Guðlaug tekur í svipaðan streng og segir að Hólmfríður megi vera stolt. „Við erum það líka. Þetta er alveg frábært.““Lokaboð í treyjuna er 1.778.000.-. Boðið kemur frá: 160 einstaklingum og félagasamtökum; samferðafólki Olgu og Pálu,...Posted by Holmfridur Magnusdottir on Tuesday, December 1, 2015
Íslenski boltinn Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Enski boltinn Dagskráin: Fyrsti þáttur af VARsjánni með Stefáni Árna og Alberti Sport Fleiri fréttir Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Sjá meira