Bretar hætta flugi yfir Sínaí Guðsteinn Bjarnason skrifar 6. nóvember 2015 07:00 Ættingjar í Moskvu syrgja við jarðarför eins farþeganna, sem fórst með rússnesku Airbus-vélinni í Egyptalandi um síðustu helgi. Fréttablaðið/EPA Bresk og írsk stjórnvöld hafa bannað allt flug yfir Sínaískaga í Egyptalandi. Bandaríkin hafa sömuleiðis bannað bandarískum flugvélum að fljúga þarna yfir. Með þessu er brugðist við grun um að rússneska farþegaþotan, sem hrapaði þar um helgina, hafi verið sprengd niður. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir að meiri líkur en minni séu nú til þess að sprengja hafi grandað þotunni. „Við vitum ekki fyrir víst að þetta hafi verið hryðjuverkasprengja, en það eru miklar líkur á því,“ sagði Cameron í gær. Hann sagði nauðsynlegt að bíða niðurstöðu rannsóknar á flugvélarhrapinu, sem nú er unnið að í Egyptalandi. Hann sagðist að vísu hafa mikla samúð með Egyptum, enda sé ferðaþjónustan mikilvæg í efnahagslífi Egyptalands. Hins vegar eigi hann ekki annars kost en að láta öryggi breskra ferðamanna hafa forgang. Egypsk stjórnvöld vara menn eindregið við því að hrapa að ályktunum áður en rannsókninni er lokið og segja flugbannið vera allt of harkaleg viðbrögð. Rússnesk stjórnvöld hafa einnig sagt að of snemmt sé að fullyrða nokkuð um það, hvort þarna hafi hryðjuverkamenn verið að verki. „Það er ekki hægt að útiloka neina eina kenningu, en sem stendur er engin ástæða til að segja bara eina kenningu vera áreiðanlega,“ sagði Dmitrí Peskov, talsmaður Vladimírs Pútín Rússlandsforseta við blaðamenn í Moskvu í gær. Flugvélin hrapaði á laugardaginn í Sínaíeyðimörkinni stuttu eftir flugtak frá ferðamannabænum Sharm el-Sheikh. Með henni fórust 224 manns, allir farþegar vélarinnar og áhöfnin. Öfgasamtökin Íslamska ríkið lýstu fljótlega yfir ábyrgð sinni á hrapinu, en egypsk stjórnvöld hafa ekki séð ástæðu til að taka mark á þeirri yfirlýsingu og segja liðsmenn samtakanna ekki færa um að skjóta niður farþegaflugvél með þessum hætti. Undanfarin misseri hafa fleiri svæði í heiminum þótt ótrygg til almenns flugs vegna átaka þar. Þar á meðal má nefna svæði í austanverðri Úkraínu og nokkur svæði í Afríku. Nú hefur Sínaískagi bæst við. Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Sjá meira
Bresk og írsk stjórnvöld hafa bannað allt flug yfir Sínaískaga í Egyptalandi. Bandaríkin hafa sömuleiðis bannað bandarískum flugvélum að fljúga þarna yfir. Með þessu er brugðist við grun um að rússneska farþegaþotan, sem hrapaði þar um helgina, hafi verið sprengd niður. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir að meiri líkur en minni séu nú til þess að sprengja hafi grandað þotunni. „Við vitum ekki fyrir víst að þetta hafi verið hryðjuverkasprengja, en það eru miklar líkur á því,“ sagði Cameron í gær. Hann sagði nauðsynlegt að bíða niðurstöðu rannsóknar á flugvélarhrapinu, sem nú er unnið að í Egyptalandi. Hann sagðist að vísu hafa mikla samúð með Egyptum, enda sé ferðaþjónustan mikilvæg í efnahagslífi Egyptalands. Hins vegar eigi hann ekki annars kost en að láta öryggi breskra ferðamanna hafa forgang. Egypsk stjórnvöld vara menn eindregið við því að hrapa að ályktunum áður en rannsókninni er lokið og segja flugbannið vera allt of harkaleg viðbrögð. Rússnesk stjórnvöld hafa einnig sagt að of snemmt sé að fullyrða nokkuð um það, hvort þarna hafi hryðjuverkamenn verið að verki. „Það er ekki hægt að útiloka neina eina kenningu, en sem stendur er engin ástæða til að segja bara eina kenningu vera áreiðanlega,“ sagði Dmitrí Peskov, talsmaður Vladimírs Pútín Rússlandsforseta við blaðamenn í Moskvu í gær. Flugvélin hrapaði á laugardaginn í Sínaíeyðimörkinni stuttu eftir flugtak frá ferðamannabænum Sharm el-Sheikh. Með henni fórust 224 manns, allir farþegar vélarinnar og áhöfnin. Öfgasamtökin Íslamska ríkið lýstu fljótlega yfir ábyrgð sinni á hrapinu, en egypsk stjórnvöld hafa ekki séð ástæðu til að taka mark á þeirri yfirlýsingu og segja liðsmenn samtakanna ekki færa um að skjóta niður farþegaflugvél með þessum hætti. Undanfarin misseri hafa fleiri svæði í heiminum þótt ótrygg til almenns flugs vegna átaka þar. Þar á meðal má nefna svæði í austanverðri Úkraínu og nokkur svæði í Afríku. Nú hefur Sínaískagi bæst við.
Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Sjá meira