Hollenskur framherji til Leiknis Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. júlí 2015 15:24 Danny Schreurs þreytir væntanlega frumraun sína með Leikni gegn Stjörnunni 5. ágúst. mynd/heimasíða fortuna sittard Leiknir hefur samið við Hollendinginn Danny Schreurs um að leika með liðinu út tímabilið. Schreurs er 28 ára gamall og var síðast á mála hjá Roda JC Kerkrade í heimalandinu. „Þetta er leikmaður með fína reynslu sem getur spilað framarlega á vellinum,“ sagði Davíð Snorri Jónasson, annar þjálfara Leiknis, í samtali við Vísi nú rétt í þessu. Að sögn Davíðs er Schreurs ekki hreinræktaður framherji en hann getur leyst allar stöðurnar framarlega á vellinum. „Þetta er leikmaður sem getur hjálpað okkur í mörgum stöðum og við vorum að leita að svona leikmanni,“ sagði Davíð ennfremur. „Við fengum ábendingu um hann og erum búnir að liggja yfir myndböndum af honum. Þessi leikmaður er aðeins eldri en flestir okkar leikmanna og kemur með ákveðna reynslu inn í hópinn.“ Schreurs hefur lengst af leikið í næstefstu deild í Hollandi en hans besta tímabil, allavega hvað markaskorun varðar, var tímabilið 2010-11 þegar hann skoraði 16 mörk í 33 deildarleikjum fyrir PEC Zwolle. Hann hefur einnig leikið með Fortuna Sittard, Willem II og MVV Maastricht. Leiknir sækir ÍA heim í næsta leik sínum í Pepsi-deildinni en Schreurs verður þó ekki með í þeim leik. „Hann verður ekki með á móti Skaganum því það þarf að klára ákveðin mál. En hann verður klár í næsta leik þar á eftir gegn Stjörnunni,“ sagði Davíð um þennan nýjasta leikmann Leiknis. Breiðholtsliðið er í 11. og næstneðsta sæti Peps-deildarinnar og hefur ekki unnið sigur síðan í 5. umferð. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira
Leiknir hefur samið við Hollendinginn Danny Schreurs um að leika með liðinu út tímabilið. Schreurs er 28 ára gamall og var síðast á mála hjá Roda JC Kerkrade í heimalandinu. „Þetta er leikmaður með fína reynslu sem getur spilað framarlega á vellinum,“ sagði Davíð Snorri Jónasson, annar þjálfara Leiknis, í samtali við Vísi nú rétt í þessu. Að sögn Davíðs er Schreurs ekki hreinræktaður framherji en hann getur leyst allar stöðurnar framarlega á vellinum. „Þetta er leikmaður sem getur hjálpað okkur í mörgum stöðum og við vorum að leita að svona leikmanni,“ sagði Davíð ennfremur. „Við fengum ábendingu um hann og erum búnir að liggja yfir myndböndum af honum. Þessi leikmaður er aðeins eldri en flestir okkar leikmanna og kemur með ákveðna reynslu inn í hópinn.“ Schreurs hefur lengst af leikið í næstefstu deild í Hollandi en hans besta tímabil, allavega hvað markaskorun varðar, var tímabilið 2010-11 þegar hann skoraði 16 mörk í 33 deildarleikjum fyrir PEC Zwolle. Hann hefur einnig leikið með Fortuna Sittard, Willem II og MVV Maastricht. Leiknir sækir ÍA heim í næsta leik sínum í Pepsi-deildinni en Schreurs verður þó ekki með í þeim leik. „Hann verður ekki með á móti Skaganum því það þarf að klára ákveðin mál. En hann verður klár í næsta leik þar á eftir gegn Stjörnunni,“ sagði Davíð um þennan nýjasta leikmann Leiknis. Breiðholtsliðið er í 11. og næstneðsta sæti Peps-deildarinnar og hefur ekki unnið sigur síðan í 5. umferð.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira