Varð bikarmeistari með glerbrot í hælnum Tómas Þór Þóraðrson skrifar 25. febrúar 2015 14:35 Tómas Þórður Hilmarsson lét taka risastórt stykki úr hælnum tveimur vikum fyrir bikarúrslitaleikinn en það var meira eftir. vísir/þórdís/aðsend „Maður lifir á þessu eitthvað út vikuna,“ segir Tómas Þórður Hilmarsson, framherji Stjörnunnar, sem varð bikarmeistari með Garðabæjarliðinu eftir ótrúlegan sigur á KR síðastliðinn laugardag. Tómas Þórður átti flotta innkomu í leikinn, en hann spilaði tólf mínútur, skoraði fimm stig, tók þrjú fráköst og varði tvö skot. Hann nýtti eina skotið sitt í teignum og eina skotið sitt fyrir utan þriggja stiga línuna. Frammistaða Tómasar er áhugaverð í ljósi þess að hann spilaði með nokkur glerbrot föst í hælnum og hafði lítið æft í aðdraganda leiksins. „Tveimur vikum fyrir leikinn var ég í afmæli hjá Jóhanni Laxdal [Leikmanni karlaliðs Stjörnunnar í fótbolta, innsk.blm] þar sem ég steig á flöskubotn,“ segir Tómas Þórður í samtali við Vísi. „Það brotnaði flaska og ég steig aftur fyrir mig og fæ glerbrot í gegnum skóinn og upp í hælinn. Ég fór beint á slysó þar sem stærsta stykkið var tekið úr mér, en ég æfði ekkert í heila viku eftir það. Þegar ég spilaði Fjölnisleikinn á mánudaginn í síðustu viku var það í fyrsta sinn í viku sem ég hreyfði mig.“Tómas Þórður (11) horfir á Justin Shouse kyssa bikarinn.vísir/þórdísÞessi tvítugi 201cm framherji sem er að skora 4,8 stig og taka 3,8 fráköst að meðaltali í leik í Dominos-deildinni var staðráðinn í að missa ekki af bikarúrslitaleiknum. „Ég keypti mér deyfikrem og bar það á mig auk þess sem ég tók verkjalyf. Ég hætti bara að væla í viku,“ segir hann léttur. Á mánudaginn eftir bikarúrslitaleikinn var hann hættur að geta stigið í hælinn og var augljóst að eitthvað meira væri að. „Ég fór aftur upp á slysó þar sem tekin var mynd og þá kom í ljós að það voru enn glerbrot í hælnum. Læknarnir opnuðu þetta aftur og tóku vonandi restina úr hælnum að þessu sinni,“ segir Tómas Þórður, en næsti leikur Stjörnunnar er á föstudaginn gegn Þór í Þorlákshöfn. „Ég veit ekki hvort ég verði klár. Læknirinn sagði mér að hlusta á hælinn. Ég mun örugglega prófa en frekar vil ég missa af einum leik en vera að drepast langt fram í úrslitakeppnina.“Glerbrotið sem tekið var úr hæl Tómasar eftir veisluna.mynd/aðsendTómas Þórður segist hafa verið verkjalaus í leiknum sjálfum: „Þegar maður er komin inn á finnur maður ekkert fyrir þessu, en kvöldið var óþægilegt. Ég get ekki stigið í hælinn í dag þannig ég er bara á tánum.“ Sigur Stjörnunnar var ótrúlegur, en hvernig upplifði Tómas Þórður spennuna og dramatíkina undir lokin? „Ég trúði ekki að Helgi Már klúðraði tveimur galopnum skotum. Ég minntist bara undanúrslitanna í fyrra þegar hann kláraði okkur með svipuðu skoti. Ég sá boltann ofan í en þegar þeta var í höfn missti maður sig alveg,“ segir Tómas Þórður Hilmarsson. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Stjarnan 83-85 | Stjarnan endurtók leikinn gegn KR Stjarnan er bikarmeistari karla í körfubolta eftir ótrúlegan sigur á KR. 21. febrúar 2015 00:01 Stjarnan bikarmeistari 2015 | Myndaveisla Stjarnan varð bikarmeistari í þriðja sinn þegar Garðbæingar lögðu KR að velli í ótrúlegum úrslitaleik í Laugardalshöllinni í dag. 21. febrúar 2015 22:15 Bikar-Shouse sá aftur um KR í úrslitaleiknum Stjarnan endurtók leikinn frá 2009 og vann firnasterkt lið KR í úrsiltum Powerade-bikars karla í körfubolta. Justin Shouse leiddi sína menn til sigurs og var kjörinn besti leikmaðurinn í úrslitaleiknum. 23. febrúar 2015 07:00 Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Sjá meira
„Maður lifir á þessu eitthvað út vikuna,“ segir Tómas Þórður Hilmarsson, framherji Stjörnunnar, sem varð bikarmeistari með Garðabæjarliðinu eftir ótrúlegan sigur á KR síðastliðinn laugardag. Tómas Þórður átti flotta innkomu í leikinn, en hann spilaði tólf mínútur, skoraði fimm stig, tók þrjú fráköst og varði tvö skot. Hann nýtti eina skotið sitt í teignum og eina skotið sitt fyrir utan þriggja stiga línuna. Frammistaða Tómasar er áhugaverð í ljósi þess að hann spilaði með nokkur glerbrot föst í hælnum og hafði lítið æft í aðdraganda leiksins. „Tveimur vikum fyrir leikinn var ég í afmæli hjá Jóhanni Laxdal [Leikmanni karlaliðs Stjörnunnar í fótbolta, innsk.blm] þar sem ég steig á flöskubotn,“ segir Tómas Þórður í samtali við Vísi. „Það brotnaði flaska og ég steig aftur fyrir mig og fæ glerbrot í gegnum skóinn og upp í hælinn. Ég fór beint á slysó þar sem stærsta stykkið var tekið úr mér, en ég æfði ekkert í heila viku eftir það. Þegar ég spilaði Fjölnisleikinn á mánudaginn í síðustu viku var það í fyrsta sinn í viku sem ég hreyfði mig.“Tómas Þórður (11) horfir á Justin Shouse kyssa bikarinn.vísir/þórdísÞessi tvítugi 201cm framherji sem er að skora 4,8 stig og taka 3,8 fráköst að meðaltali í leik í Dominos-deildinni var staðráðinn í að missa ekki af bikarúrslitaleiknum. „Ég keypti mér deyfikrem og bar það á mig auk þess sem ég tók verkjalyf. Ég hætti bara að væla í viku,“ segir hann léttur. Á mánudaginn eftir bikarúrslitaleikinn var hann hættur að geta stigið í hælinn og var augljóst að eitthvað meira væri að. „Ég fór aftur upp á slysó þar sem tekin var mynd og þá kom í ljós að það voru enn glerbrot í hælnum. Læknarnir opnuðu þetta aftur og tóku vonandi restina úr hælnum að þessu sinni,“ segir Tómas Þórður, en næsti leikur Stjörnunnar er á föstudaginn gegn Þór í Þorlákshöfn. „Ég veit ekki hvort ég verði klár. Læknirinn sagði mér að hlusta á hælinn. Ég mun örugglega prófa en frekar vil ég missa af einum leik en vera að drepast langt fram í úrslitakeppnina.“Glerbrotið sem tekið var úr hæl Tómasar eftir veisluna.mynd/aðsendTómas Þórður segist hafa verið verkjalaus í leiknum sjálfum: „Þegar maður er komin inn á finnur maður ekkert fyrir þessu, en kvöldið var óþægilegt. Ég get ekki stigið í hælinn í dag þannig ég er bara á tánum.“ Sigur Stjörnunnar var ótrúlegur, en hvernig upplifði Tómas Þórður spennuna og dramatíkina undir lokin? „Ég trúði ekki að Helgi Már klúðraði tveimur galopnum skotum. Ég minntist bara undanúrslitanna í fyrra þegar hann kláraði okkur með svipuðu skoti. Ég sá boltann ofan í en þegar þeta var í höfn missti maður sig alveg,“ segir Tómas Þórður Hilmarsson.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Stjarnan 83-85 | Stjarnan endurtók leikinn gegn KR Stjarnan er bikarmeistari karla í körfubolta eftir ótrúlegan sigur á KR. 21. febrúar 2015 00:01 Stjarnan bikarmeistari 2015 | Myndaveisla Stjarnan varð bikarmeistari í þriðja sinn þegar Garðbæingar lögðu KR að velli í ótrúlegum úrslitaleik í Laugardalshöllinni í dag. 21. febrúar 2015 22:15 Bikar-Shouse sá aftur um KR í úrslitaleiknum Stjarnan endurtók leikinn frá 2009 og vann firnasterkt lið KR í úrsiltum Powerade-bikars karla í körfubolta. Justin Shouse leiddi sína menn til sigurs og var kjörinn besti leikmaðurinn í úrslitaleiknum. 23. febrúar 2015 07:00 Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Stjarnan 83-85 | Stjarnan endurtók leikinn gegn KR Stjarnan er bikarmeistari karla í körfubolta eftir ótrúlegan sigur á KR. 21. febrúar 2015 00:01
Stjarnan bikarmeistari 2015 | Myndaveisla Stjarnan varð bikarmeistari í þriðja sinn þegar Garðbæingar lögðu KR að velli í ótrúlegum úrslitaleik í Laugardalshöllinni í dag. 21. febrúar 2015 22:15
Bikar-Shouse sá aftur um KR í úrslitaleiknum Stjarnan endurtók leikinn frá 2009 og vann firnasterkt lið KR í úrsiltum Powerade-bikars karla í körfubolta. Justin Shouse leiddi sína menn til sigurs og var kjörinn besti leikmaðurinn í úrslitaleiknum. 23. febrúar 2015 07:00