Ótrúlegur endasprettur Fram | Öruggt hjá Val Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. febrúar 2015 15:18 Hulda Dagsdóttir tryggði Fram stig gegn Gróttu. vísir/vilhelm Fram og Grótta skildu jöfn, 22-22, í toppslag Olís-deildar kvenna í handbolta í Safamýrinni í dag. Gróttukonur voru með unninn leik í höndunum en sex mínútur voru eftir var staðan 18-22, gestunum frá Seltjarnarnesi í vil. En Fram átti frábæran endasprett og tryggði sér annað stigið með því að skora fjögur síðustu mörk leiksins. Hulda Dagsdóttir skoraði jöfnunarmarkið á lokamínútunni en hún gerði alls fjögur mörk í leiknum. Ragnheiður Júlíusdóttir var markahæst í liði Fram með níu mörk. Leikurinn var jafn framan af en um miðjan fyrri hálfleik tóku Gróttukonur fram úr, skoruðu sjö mörk í röð og breyttu stöðunni úr 6-5 í 6-11. Grótta leiddi með fjórum mörkum í hálfleik, 11-15, og var jafnan 2-4 mörkum yfir í seinni hálfleik, eða allt þar til á lokamínútunum. Laufey Ásta Guðmundsdóttir var markahæst í liði Gróttu með níu mörk en liðið er enn með þriggja stiga forystu á Fram á toppi deildarinnar. Framkonur eiga þó leik inni.Markaskorarar Fram: Ragnheiður Júlíusdóttir 9. Hulda Dagsdóttir 4, Elísabet Gunnarsdóttir 3, Steinunn Björnsdóttir 3, Hekla Rún Ámundadóttir 1, Elva Þóra Arnardóttir 1, Guðrún Þóra Háldánsdóttir 1.Markaskorarar Gróttu: Laufey Ásta Guðmundsdóttir 9, Karólína Bæhrenz Lárudóttir 5, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 4, Guðný Hjaltadóttir 3, Anett Köbli 1. Á sama tíma vann Valur 10 marka sigur, 28-18, á botnliði ÍR í Vodafone-höllinni. Staðan í hálfleik var 16-5, Val í vil en liðið er í 6. sæti deildarinnar með 18 stig. Kristín Guðmundsdóttir var einu sinni sem oftar markahæst í liði Vals með átta mörk. Arna Grímsdóttir kom næst með fimm mörk. Auður Margrét Pálsdóttir, Sandra Ýr Geirmundardóttir og Þorbjörg Anna Steinarsdóttir skoruðu þrjú mörk hver fyrir ÍR.Markaskorar Vals: Kristín Guðmunsdóttir 8, Arna Grímsdóttir 5, Ragnhildur Hjartardóttir 4, Aðalheiður Hreinsdóttir 3, Morgan Marie Þorkelsdóttir 3, Sigurlaug Rúnarsdóttir 2, Sólveig Lóa Höskuldsdóttir 2, Alexandra Diljá Birkisdóttir 1.Markaskorarar ÍR: Auður Margrét Pálsdóttir 3, Sandra Ýr Geirmundardóttir 3, Þorbjörg Anna Steinarsdóttir 3, Sif Maríudóttir 2, Jóhanna Björk Viktorsdóttir 2, Sigrún Ása Ásgrímsdóttir 2, Karen Tinna Demain 1, Anna Margrét Sigurðardóttir 1, Helena Jónsdóttir 1. Olís-deild kvenna Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Fleiri fréttir Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Sjá meira
Fram og Grótta skildu jöfn, 22-22, í toppslag Olís-deildar kvenna í handbolta í Safamýrinni í dag. Gróttukonur voru með unninn leik í höndunum en sex mínútur voru eftir var staðan 18-22, gestunum frá Seltjarnarnesi í vil. En Fram átti frábæran endasprett og tryggði sér annað stigið með því að skora fjögur síðustu mörk leiksins. Hulda Dagsdóttir skoraði jöfnunarmarkið á lokamínútunni en hún gerði alls fjögur mörk í leiknum. Ragnheiður Júlíusdóttir var markahæst í liði Fram með níu mörk. Leikurinn var jafn framan af en um miðjan fyrri hálfleik tóku Gróttukonur fram úr, skoruðu sjö mörk í röð og breyttu stöðunni úr 6-5 í 6-11. Grótta leiddi með fjórum mörkum í hálfleik, 11-15, og var jafnan 2-4 mörkum yfir í seinni hálfleik, eða allt þar til á lokamínútunum. Laufey Ásta Guðmundsdóttir var markahæst í liði Gróttu með níu mörk en liðið er enn með þriggja stiga forystu á Fram á toppi deildarinnar. Framkonur eiga þó leik inni.Markaskorarar Fram: Ragnheiður Júlíusdóttir 9. Hulda Dagsdóttir 4, Elísabet Gunnarsdóttir 3, Steinunn Björnsdóttir 3, Hekla Rún Ámundadóttir 1, Elva Þóra Arnardóttir 1, Guðrún Þóra Háldánsdóttir 1.Markaskorarar Gróttu: Laufey Ásta Guðmundsdóttir 9, Karólína Bæhrenz Lárudóttir 5, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 4, Guðný Hjaltadóttir 3, Anett Köbli 1. Á sama tíma vann Valur 10 marka sigur, 28-18, á botnliði ÍR í Vodafone-höllinni. Staðan í hálfleik var 16-5, Val í vil en liðið er í 6. sæti deildarinnar með 18 stig. Kristín Guðmundsdóttir var einu sinni sem oftar markahæst í liði Vals með átta mörk. Arna Grímsdóttir kom næst með fimm mörk. Auður Margrét Pálsdóttir, Sandra Ýr Geirmundardóttir og Þorbjörg Anna Steinarsdóttir skoruðu þrjú mörk hver fyrir ÍR.Markaskorar Vals: Kristín Guðmunsdóttir 8, Arna Grímsdóttir 5, Ragnhildur Hjartardóttir 4, Aðalheiður Hreinsdóttir 3, Morgan Marie Þorkelsdóttir 3, Sigurlaug Rúnarsdóttir 2, Sólveig Lóa Höskuldsdóttir 2, Alexandra Diljá Birkisdóttir 1.Markaskorarar ÍR: Auður Margrét Pálsdóttir 3, Sandra Ýr Geirmundardóttir 3, Þorbjörg Anna Steinarsdóttir 3, Sif Maríudóttir 2, Jóhanna Björk Viktorsdóttir 2, Sigrún Ása Ásgrímsdóttir 2, Karen Tinna Demain 1, Anna Margrét Sigurðardóttir 1, Helena Jónsdóttir 1.
Olís-deild kvenna Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Fleiri fréttir Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Sjá meira