Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur

Fréttamynd

„Þetta er auð­vitað al­var­legt mál“

„Þetta er auðvitað alvarlegt mál en ég verð að segja að ég auðvitað veit ekkert meira en hinn almenni maður. Það er að segja ég var ekki viðstödd þegar þessi samskipti áttu sér stað fyrir rúmlega þrjátíu árum síðan.“

Innlent
Fréttamynd

Lokun Janusar er svikið kosninga­lof­orð um geð­heil­brigði

Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 21. desember 2024 segir að sérstök áhersla verði lögð á að auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og að áfram verði stuðst við fjölbreytt rekstrarform. Þetta loforð hefur nú verið svikið með því að stjórnvöld hyggjast skera niður endurhæfingu fyrir ungt fólk með geðræna erfiðleika.

Skoðun
Fréttamynd

Eina sem hafi breyst sé að flokkurinn sé nú í ríkis­stjórn

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir Flokk fólksins ekki hafa breytt afstöðu sinni til sölunnar á Íslandsbanka, þó svo að fjármálaráðherra hafi í vikunni mælt fyrir frumvarpi þess efnis í vikunni. Það sem hafi hins vegar breyst sé að flokkurinn sé kominn í ríkisstjórn.

Innlent
Fréttamynd

Að toga í sömu átt

Í rúman áratug hefur geðheilbrigðisþjónusta barna og þjónusta við börn með fjölþættan vanda verið föst í reiptogi á milli ríkis og sveitarfélaga.

Skoðun
Fréttamynd

„Við bara byrjum að moka“

Þjónusta við börn með fjölþættan vanda flyst frá sveitarfélögum til ríkisins samkvæmt samkomulagi stjórnvalda. Þá tekur ríkið alfarið yfir uppbyggingu hjúkrunarheimila . Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að kallað hafi verið eftir þessu í fimmtán ár. Félagsmálaráðherra vill byrja að moka.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið tekur við börnum með fjöl­þættan vanda

Ríkið hefur undirritað samkomulag ríkisins við Samband íslenskra sveitarfélaga um ábyrgðarskiptingu í málefnum barna með fjölþættan vanda og uppbyggingu hjúkrunarheimila. Breytingunum er ætlað að einfalda verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga og um leið styrkja fjárhag sveitarfélaga. Þau taka gildi um mitt þetta ár.

Innlent
Fréttamynd

„Það er að raun­gerast sem við óttuðumst“

Íbúi í Grindavík og formaður hollvinasamtaka um framtíðaruppbyggingu í bænum varð fyrir vonbrigðum með þær breytingar ríkisstjórnin mun gera á stuðningsaðgerðum við Grindvíkinga. Breytingarnar geri endurreisnarstarfið mun erfiðara og þyngra.

Innlent
Fréttamynd

Fram­tíð óperunnar á Ís­landi

Menning er undirstaða hvers samfélags og hefur djúpstæð áhrif á sjálfsmynd, tengsl og samheldni fólks. Menningin er spegill á þjóðarsál nútímans, fortíðar og í einhverjum tilfellum gluggi inn í framtíðina.

Skoðun
Fréttamynd

Heil­brigðis­ráð­herra kom sjúk­lingi til bjargar í flugi

Alma Möller heilbrigðisráðherra þurfti að rifja upp ekki svo gamla takta þegar maður veiktist um borð í flugvél á leið til landsins. Alma kom sjúklingnum til aðstoðar, ásamt öðrum lækni og hjúkrunarfræðingi, og honum var komið á sjúkrahús eftir lendingu.

Innlent
Fréttamynd

Fjár­málaráðherra leggur til ó­breytt banka­ráð hjá Lands­bankanum

Engar breytingar verða gerðar á sjö manna bankaráði Landsbankans á komandi aðalfundi en núverandi aðalmenn komu allir nýir inn í bankaráðið fyrir aðeins um einu ári eftir að þáverandi bankaráðsmönnum var öllum skipt út fyrir að hafa vanrækt upplýsingaskyldu sína, að mati Bankasýslunnar, við umdeild kaup á TM. Þrátt fyrir að vera ekki tilnefndur af fjármálaráðherra hefur Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi Alþingisþingmaður, engu að síður boðið sig fram í bankaráð Landsbankans.

Innherji
Fréttamynd

Kirsu­berjatínsla félags­málaráðherra

Inga Sæland félagsmálaráðherra birti á föstudaginn svargrein við grein minni hér á Vísi um fyrirhugaðar breytingar hennar á bótum almannatrygginga. Þar segir ráðherra gjá á milli bótagreiðslna og launa hafa dýpkað og að breytingarnar sem hún leggi til muni leiðrétta það.

Skoðun
Fréttamynd

Ríkis­stjórnin láti í sér heyra eftir mann­skæðar á­rásir

Nokkrir tugir stuðningsmanna Palestínumanna komu saman til mótmæla fyrir utan ríkisstjórnarfund við Hverfisgötu í morgun. Einn þeirra segir ríkisstjórnina þurfa að láta kröftuglega í sér heyra eftir að Ísraelsher felldi á fjórða hundrað manns í árásum á Gasaströndina í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í ver­öldinni

Foreldrar sem eiga tvítugan son með fjölþættan vanda eru sorgmædd yfir ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að loka eigi Janusi endurhæfingu eftir að vera loksins komin með úrræði sem þau telja að geti mætt þörfum sonar þeirra. Þau óttast að hans bíði ekkert annað en líf á örorku ef fer sem horfir. 

Innlent
Fréttamynd

Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“

Innviðaráðherra segir leigubílamarkaðinn hafa verið eins og „villta vestrið“ hingað til en nú standi til að gera viðamiklar breytingar. Hann hefur lagt fram frumvarp í samráðsgátt um breytingar á starfsemi leigubílstjóra sem felur meðal annars í sér að innleiða stöðvarskyldu að nýju.

Innlent
Fréttamynd

Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki ís­lensku­mælandi

Logi Már Einarsson menningarráðherra segir það kýrskýrt að íslensk tunga eigi að vera í öndvegi í opinberri stjórnsýslu sem og annars staðar en að þjóðin verði að átta sig á því að fimmtungur hennar sé ekki íslenskumælandi. Það sé því sjálfsagt að koma til móts við þennan hóp og nota ensku þegar nauðsynlegum upplýsingum skal miðlað til þeirra.

Innlent
Fréttamynd

„Með hverju eld­gosinu styttist í goslokahátíðina“

Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkur og Fannar Jónasson bæjarstjóri fóru á fund forsætisráðherra í dag. Ásrún segir lítið hafa komið á óvart af því sem rætt var á fundinum en segist þó ganga út af honum hæfilega jákvæð.

Innlent
Fréttamynd

Jarð­hiti jafnar leikinn

Við jöfnum leikinn með jarðhita. Það er stefna ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Á árunum 2025 til 2028 ætlum við að verja milljarði króna í styrki til leitar og nýtingar jarðhita á svæðum þar sem nú er notast við raforku og olíu til húshitunar.

Skoðun