Rekstur hins opinbera Fundinum lokið án niðurstöðu Fundi dómsmálaráðherra og ríkislögreglustjóra vegna 190 milljóna króna greiðslna til ráðgjafa frá lögregluembættum Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur lauk í morgun án niðurstöðu. Formaður Landssambands lögreglumanna fordæmir fjárútlát ríkislögreglustjóra. Ríkislögreglustjóri hefur hafnað ítrekuðum viðtalsbeiðnum fréttastofu. Innlent 29.10.2025 12:16 Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Sagan af Bartleby skrifara eftir Herman Melville er ein sú þekktasta sem gerir að viðfangsefni sínu eitraða vinnustaðamenningu. Skoðun 29.10.2025 11:00 Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, sem verður kannski bráðum borgarstjóri, segir það skipta máli fyrir þá þjónustu sem er veitt á Akureyri og hvaða verkefni Akureyri fer með fyrir sitt nágrenni að bærinn verði borg. Verkefnin verði að vera vel skilgreind og það viðurkennt að Akureyri fari með þessi verkefni. Ef byggð eigi að vera á öllu landinu verði að tryggja öflugt atvinnulíf og þetta sé eitt skref að því. Innlent 29.10.2025 10:32 Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir fjárútlát ríkislögreglustjóra fara illa í lögreglumenn. Hann tekur undir með dómsmálaráðherra um slæma áferð á málinu. Peningum hefði betur verið varið í löggæslu og þjálfun lögreglumanna. Innlent 29.10.2025 09:17 Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Ráðgjafi sem fékk 160 milljónir króna greiddar fyrir störf sín fyrir embætti Ríkislögreglustjóra var ráðinn í tímabundið starf hjá embættinu tveimur dögum eftir að blaðamaður Ríkisútvarpsins óskaði eftir upplýsingum um starf ráðgjafans. Dómsmálaráðherra hyggst funda með ríkislögreglustjóra. Innlent 28.10.2025 20:51 Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Dómsmálaráðherra segir það blasa við að ríkislögreglustjóri hefði mátt standa betur að málum er varðar samstarf og greiðslur til stjórnandaráðgjafa sem nema tæpum 200 milljónum. Samkvæmt lögum hefði átt að ráðast í útboð og harmar embættið að það hafi ekki verið gert. Innlent 28.10.2025 19:47 Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Stjórnsýsla ríkislögreglustjóra við kaup á þjónustu ráðgjafafyrirtækisins Intra er óeðlileg og brýtur ýmsar reglur. Þetta er mat stjórnsýslufræðings sem segir augljóst að bjóða hefði átt þjónustuna út miðað við hve háar upphæðir sé um að ræða. Innlent 28.10.2025 14:03 Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Embætti ríkislögreglustjóra hefur ráðið Þórunni Óðinsdóttir, eiganda Intra ráðgjöf, tímabundið í fullt starf samkvæmt tilkynningu. Fréttirnar koma í kjölfar umfjöllunar um að fyrirtæki Þórunnar hefði fengið hátt í tvö hundruð milljónir króna á átta árum greiddar fyrir ráðgjöf sína, en ráðgjöfin fólst meðal annars í skreppitúrum í Jysk. Innlent 27.10.2025 22:46 Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Ríkið hefur síðustu níu ár greitt rúman 1,5 milljarð í bætur til þolenda ofbeldisbrota. Í fyrra greiddi ríkið um 239 milljónir í bætur til þolenda. Alls berast bótanefnd um 500 umsóknir á ári. Líkamsárásir og kynferðisbrot eru algengustu brotaflokkarnir. Innlent 26.10.2025 07:02 Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Ef breyta á lögum um áminningarskyldu ætti sú umræða heima í kjaraviðræðum opinberra starfsmanna, að mati forseta ASÍ. Hann segir að ný könnun Maskínu, sem sýnir að meginþungi opinberra starfsmanna vilji afnema áminningarskyldu, sé vopn í höndum fjármálaráðherra. Innlent 25.10.2025 15:14 Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Um 48 prósent opinberra starfsmanna eru hlynnt afnámi áminningarskyldu ríkisstarfsmanna en aðeins um 32 prósent eru andvígir afnámi hennar, samkvæmt nýrri könnun. Á sama tíma eru um 54 prósent landsmanna hlynnt því að áminningarskyldan sé afnumin en aðeins 23 prósent andvíg. Viðskipti innlent 25.10.2025 10:20 Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Starfshópur hefur lagt til við forsætisráðherra að settar verði sérstakar reglur um þá embættismenn ríkisins sem starfa í hvað mestri nálægð við pólitíska valdhafa hverju sinni. Meðal annars er lagt til að skipunartími embættismanna á borð við ráðuneytis- og skrifstofustjóra og forstöðumenn ríkisstofnana verði lengdur um tvö ár en einnig verði sett þak á það hve lengi sami einstaklingur geti gegnt sama embættinu. Þá verði mögulegt fyrir umsækjendur um slíkar stöður að óska nafnleyndar í umsóknarferlinu. Þá verði starfi aðstoðarmanna ráðherra sett þau mörk að þeir láti af störfum nokkrum mánuðum fyrir reglubundnar þingkosningar. Innlent 23.10.2025 10:23 Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Leikskólar Reykjavíkurborgar verða sumir lokaðir allan daginn á föstudag vegna kvennafrídagsins. Foreldrum barna á leikskólunum var tilkynnt í síðustu viku að þeir yrðu lokaðir seinni hluta dags. Innlent 22.10.2025 10:38 Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Tjörneshreppur hefur afþakkað 248 milljóna króna fólksfækkunarframlag Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Í fundargerð hreppsnefndar segir að svona hátt framlag sé fáránlegt og hreppurinn lifi vel án þess. Innlent 14.10.2025 11:55 „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Formaður menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar segir gagnrýni borgarfulltrúa á rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins vera ósanngjarna. Borgarfulltrúi segir illa farið með almannafé en formaður ráðsins bendir á að um þjónustu við borgarbúa sé að ræða. Innlent 13.10.2025 13:45 Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að Reykjavík hafi ekki sett sér skýra stefnu um hvernig tryggja megi sjálfbæran rekstur Fjölskyldu- og Húsdýragarðsins. Bein framlög Reykvíkinga til rekstursins hafi numið rúmum 3,6 milljörðum síðustu tíu árin að núvirði, og það geti ekki talist góð nýting fjármuna borgarbúa að reksturinn sé með svo miklum halla. Innlent 12.10.2025 14:54 Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Menningar, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið hefur kynnt til samráðs drög að frumvarpi um svokallað menningarframlag bæði innlendra og erlendra streymisveitna. Það felur í sér fimm prósenta skatt af heildartekjum hér á landi. Ríkisútvarpið er undanþegið skattheimtunni. Viðskipti innlent 9.10.2025 16:27 Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Fjármála- og efnahagsráðuneytið telur að áhrif falls Play á ríkissjóð geti numið allt að fimm milljörðum króna á næstu tveimur árum. Viðskipti innlent 8.10.2025 13:25 Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Á árunum 2015 til 2024 greiddi ríkið 437 milljónir króna í bætur til einstaklinga í kjölfar úrskurða eða dóma vegna ágreinings um starfsmannahald ríkisins í alls 105 málum. Bætur, vextir og annar kostnaður nemur 642 milljónum króna á tímabilinu. Innlent 6.10.2025 16:00 Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins greiða fasta yfirvinnu í stað tímamældrar yfirvinnu líkt og tíðkast á almenna vinnumarkaðnum að sögn Viðskiptaráðs. Hagfræðingur ráðsins segir að falla ætti með öllu frá fastri yfirvinnu í stað þess að hún aukist með árunum. Viðskipti innlent 3.10.2025 12:25 Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Níu af hverjum tíu ríkisstofnunum greiða starfsfólki svokallaða fasta yfirvinnu, það er laun fyrir ótímamælda yfirvinnu. Þá er slíkt fyrirkomulag algengast hjá ráðuneytum og stjórnsýslustofnunum. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Viðskiptaráðs sem telur tímabært að taka á fyrirkomulaginu og greiða einungis fyrir tímamælda yfirvinnu. Viðskipti innlent 3.10.2025 06:02 „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Brynjar Níelsson, héraðsdómari og fyrrverandi þingmaður, segir 90 prósent þeirra sem eiga að greiða bætur fyrir ýmis brot sem þeir fremja ekki gera það. Ríkið greiði bætur þeirra sem ekki geta það en það sé hámark og lágmark og því stundum ekki hægt að innheimta allar bæturnar. Upphæðir bóta hafa verið þær sömu í þrettán ár. Innlent 2.10.2025 08:50 Ónýtir vegir – eina ferðina enn Undanfarin tæp 20 ár hefur allt of litlu fé verið varið til viðhalds og nýframkvæmda á vegakerfi landsins. Viðhaldsskuldin sem safnast hefur upp frá hruni er metin á 250–300 milljarða króna á núvirði. Hefði eðlilegu viðhaldi og endurbótum verið sinnt eins og vera ber síðustu tvo áratugina væri upphæðin töluvert lægri. Þess í stað hafa vegirnir versnað verulega á sama tíma og útlit er fyrir að erfiðlega geti gengið að snúa þeirri þróun við. Skoðun 2.10.2025 07:32 „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Fjármálaráðherra segir tíðindi af gjaldþroti Play í morgun ekki góð. Aftur á móti fljúgi fjöldi flugfélaga til og frá Íslandi og því séu ekki öll eggin í sömu körfu hvað það varðar. Þá segir hann ríkið vel í stakk búið til að takast á við áfallið. Viðskipti innlent 29.9.2025 11:45 Uppsagnir hjá Fjársýslunni Sex starfsmönnum Fjársýslu ríkisins var sagt upp störfum í dag. Viðskipti innlent 25.9.2025 16:21 Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Kostnaður ríkisins við þriðja útboð á hlutum ríkisins í Íslandsbanka nam rétt rúmum tveimur milljörðum króna. Það nemur 2,22 prósent af heildarsöluandvirðinu. Viðskipti innlent 25.9.2025 11:13 Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Það er mér minnisstætt frá uppvaxtarárum mínum þegar foreldrar mínir fóru með mig í sunnudagaskólann í Odda á Rangárvöllum. Við krakkarnir sátum kyrr og hlýddum á prestinn predika um Guð og Jesú, þó hugurinn væri stundum heima í leikjum. Skoðun 23.9.2025 10:00 Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda er ekki hrifinn af hugmynd Sonju Ýrar Þorbergsdóttur, formanns BSRB, um að innleiða áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn í stað þess að afnema hann á opinberum markaði. Innlent 21.9.2025 17:16 Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Útgjöld hins opinbera voru um 170 milljörðum króna meiri en tekjurnar í fyrra. Bein útgjöld vegna eldgosanna við Grindavík vógu þungt en þau námu yfir 87 milljörðum króna. Afkoma hins opinbera var áfram neikvæð á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Viðskipti innlent 18.9.2025 10:59 „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Starfsmaður á Sólheimum segir kvíða og óvissu ríkja hjá starfsmönnum stofnunarinnar og að samskipti við framkvæmdastjóra séu erfið. Þá sé ekki hlustað á raddir starfsfólks sem hafi jafnvel hætt eða verið bolað úr starfi sem komi niður á þjónustu við íbúa. Innlent 17.9.2025 12:07 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 23 ›
Fundinum lokið án niðurstöðu Fundi dómsmálaráðherra og ríkislögreglustjóra vegna 190 milljóna króna greiðslna til ráðgjafa frá lögregluembættum Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur lauk í morgun án niðurstöðu. Formaður Landssambands lögreglumanna fordæmir fjárútlát ríkislögreglustjóra. Ríkislögreglustjóri hefur hafnað ítrekuðum viðtalsbeiðnum fréttastofu. Innlent 29.10.2025 12:16
Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Sagan af Bartleby skrifara eftir Herman Melville er ein sú þekktasta sem gerir að viðfangsefni sínu eitraða vinnustaðamenningu. Skoðun 29.10.2025 11:00
Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, sem verður kannski bráðum borgarstjóri, segir það skipta máli fyrir þá þjónustu sem er veitt á Akureyri og hvaða verkefni Akureyri fer með fyrir sitt nágrenni að bærinn verði borg. Verkefnin verði að vera vel skilgreind og það viðurkennt að Akureyri fari með þessi verkefni. Ef byggð eigi að vera á öllu landinu verði að tryggja öflugt atvinnulíf og þetta sé eitt skref að því. Innlent 29.10.2025 10:32
Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir fjárútlát ríkislögreglustjóra fara illa í lögreglumenn. Hann tekur undir með dómsmálaráðherra um slæma áferð á málinu. Peningum hefði betur verið varið í löggæslu og þjálfun lögreglumanna. Innlent 29.10.2025 09:17
Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Ráðgjafi sem fékk 160 milljónir króna greiddar fyrir störf sín fyrir embætti Ríkislögreglustjóra var ráðinn í tímabundið starf hjá embættinu tveimur dögum eftir að blaðamaður Ríkisútvarpsins óskaði eftir upplýsingum um starf ráðgjafans. Dómsmálaráðherra hyggst funda með ríkislögreglustjóra. Innlent 28.10.2025 20:51
Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Dómsmálaráðherra segir það blasa við að ríkislögreglustjóri hefði mátt standa betur að málum er varðar samstarf og greiðslur til stjórnandaráðgjafa sem nema tæpum 200 milljónum. Samkvæmt lögum hefði átt að ráðast í útboð og harmar embættið að það hafi ekki verið gert. Innlent 28.10.2025 19:47
Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Stjórnsýsla ríkislögreglustjóra við kaup á þjónustu ráðgjafafyrirtækisins Intra er óeðlileg og brýtur ýmsar reglur. Þetta er mat stjórnsýslufræðings sem segir augljóst að bjóða hefði átt þjónustuna út miðað við hve háar upphæðir sé um að ræða. Innlent 28.10.2025 14:03
Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Embætti ríkislögreglustjóra hefur ráðið Þórunni Óðinsdóttir, eiganda Intra ráðgjöf, tímabundið í fullt starf samkvæmt tilkynningu. Fréttirnar koma í kjölfar umfjöllunar um að fyrirtæki Þórunnar hefði fengið hátt í tvö hundruð milljónir króna á átta árum greiddar fyrir ráðgjöf sína, en ráðgjöfin fólst meðal annars í skreppitúrum í Jysk. Innlent 27.10.2025 22:46
Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Ríkið hefur síðustu níu ár greitt rúman 1,5 milljarð í bætur til þolenda ofbeldisbrota. Í fyrra greiddi ríkið um 239 milljónir í bætur til þolenda. Alls berast bótanefnd um 500 umsóknir á ári. Líkamsárásir og kynferðisbrot eru algengustu brotaflokkarnir. Innlent 26.10.2025 07:02
Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Ef breyta á lögum um áminningarskyldu ætti sú umræða heima í kjaraviðræðum opinberra starfsmanna, að mati forseta ASÍ. Hann segir að ný könnun Maskínu, sem sýnir að meginþungi opinberra starfsmanna vilji afnema áminningarskyldu, sé vopn í höndum fjármálaráðherra. Innlent 25.10.2025 15:14
Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Um 48 prósent opinberra starfsmanna eru hlynnt afnámi áminningarskyldu ríkisstarfsmanna en aðeins um 32 prósent eru andvígir afnámi hennar, samkvæmt nýrri könnun. Á sama tíma eru um 54 prósent landsmanna hlynnt því að áminningarskyldan sé afnumin en aðeins 23 prósent andvíg. Viðskipti innlent 25.10.2025 10:20
Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Starfshópur hefur lagt til við forsætisráðherra að settar verði sérstakar reglur um þá embættismenn ríkisins sem starfa í hvað mestri nálægð við pólitíska valdhafa hverju sinni. Meðal annars er lagt til að skipunartími embættismanna á borð við ráðuneytis- og skrifstofustjóra og forstöðumenn ríkisstofnana verði lengdur um tvö ár en einnig verði sett þak á það hve lengi sami einstaklingur geti gegnt sama embættinu. Þá verði mögulegt fyrir umsækjendur um slíkar stöður að óska nafnleyndar í umsóknarferlinu. Þá verði starfi aðstoðarmanna ráðherra sett þau mörk að þeir láti af störfum nokkrum mánuðum fyrir reglubundnar þingkosningar. Innlent 23.10.2025 10:23
Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Leikskólar Reykjavíkurborgar verða sumir lokaðir allan daginn á föstudag vegna kvennafrídagsins. Foreldrum barna á leikskólunum var tilkynnt í síðustu viku að þeir yrðu lokaðir seinni hluta dags. Innlent 22.10.2025 10:38
Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Tjörneshreppur hefur afþakkað 248 milljóna króna fólksfækkunarframlag Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Í fundargerð hreppsnefndar segir að svona hátt framlag sé fáránlegt og hreppurinn lifi vel án þess. Innlent 14.10.2025 11:55
„Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Formaður menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar segir gagnrýni borgarfulltrúa á rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins vera ósanngjarna. Borgarfulltrúi segir illa farið með almannafé en formaður ráðsins bendir á að um þjónustu við borgarbúa sé að ræða. Innlent 13.10.2025 13:45
Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að Reykjavík hafi ekki sett sér skýra stefnu um hvernig tryggja megi sjálfbæran rekstur Fjölskyldu- og Húsdýragarðsins. Bein framlög Reykvíkinga til rekstursins hafi numið rúmum 3,6 milljörðum síðustu tíu árin að núvirði, og það geti ekki talist góð nýting fjármuna borgarbúa að reksturinn sé með svo miklum halla. Innlent 12.10.2025 14:54
Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Menningar, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið hefur kynnt til samráðs drög að frumvarpi um svokallað menningarframlag bæði innlendra og erlendra streymisveitna. Það felur í sér fimm prósenta skatt af heildartekjum hér á landi. Ríkisútvarpið er undanþegið skattheimtunni. Viðskipti innlent 9.10.2025 16:27
Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Fjármála- og efnahagsráðuneytið telur að áhrif falls Play á ríkissjóð geti numið allt að fimm milljörðum króna á næstu tveimur árum. Viðskipti innlent 8.10.2025 13:25
Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Á árunum 2015 til 2024 greiddi ríkið 437 milljónir króna í bætur til einstaklinga í kjölfar úrskurða eða dóma vegna ágreinings um starfsmannahald ríkisins í alls 105 málum. Bætur, vextir og annar kostnaður nemur 642 milljónum króna á tímabilinu. Innlent 6.10.2025 16:00
Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins greiða fasta yfirvinnu í stað tímamældrar yfirvinnu líkt og tíðkast á almenna vinnumarkaðnum að sögn Viðskiptaráðs. Hagfræðingur ráðsins segir að falla ætti með öllu frá fastri yfirvinnu í stað þess að hún aukist með árunum. Viðskipti innlent 3.10.2025 12:25
Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Níu af hverjum tíu ríkisstofnunum greiða starfsfólki svokallaða fasta yfirvinnu, það er laun fyrir ótímamælda yfirvinnu. Þá er slíkt fyrirkomulag algengast hjá ráðuneytum og stjórnsýslustofnunum. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Viðskiptaráðs sem telur tímabært að taka á fyrirkomulaginu og greiða einungis fyrir tímamælda yfirvinnu. Viðskipti innlent 3.10.2025 06:02
„Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Brynjar Níelsson, héraðsdómari og fyrrverandi þingmaður, segir 90 prósent þeirra sem eiga að greiða bætur fyrir ýmis brot sem þeir fremja ekki gera það. Ríkið greiði bætur þeirra sem ekki geta það en það sé hámark og lágmark og því stundum ekki hægt að innheimta allar bæturnar. Upphæðir bóta hafa verið þær sömu í þrettán ár. Innlent 2.10.2025 08:50
Ónýtir vegir – eina ferðina enn Undanfarin tæp 20 ár hefur allt of litlu fé verið varið til viðhalds og nýframkvæmda á vegakerfi landsins. Viðhaldsskuldin sem safnast hefur upp frá hruni er metin á 250–300 milljarða króna á núvirði. Hefði eðlilegu viðhaldi og endurbótum verið sinnt eins og vera ber síðustu tvo áratugina væri upphæðin töluvert lægri. Þess í stað hafa vegirnir versnað verulega á sama tíma og útlit er fyrir að erfiðlega geti gengið að snúa þeirri þróun við. Skoðun 2.10.2025 07:32
„Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Fjármálaráðherra segir tíðindi af gjaldþroti Play í morgun ekki góð. Aftur á móti fljúgi fjöldi flugfélaga til og frá Íslandi og því séu ekki öll eggin í sömu körfu hvað það varðar. Þá segir hann ríkið vel í stakk búið til að takast á við áfallið. Viðskipti innlent 29.9.2025 11:45
Uppsagnir hjá Fjársýslunni Sex starfsmönnum Fjársýslu ríkisins var sagt upp störfum í dag. Viðskipti innlent 25.9.2025 16:21
Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Kostnaður ríkisins við þriðja útboð á hlutum ríkisins í Íslandsbanka nam rétt rúmum tveimur milljörðum króna. Það nemur 2,22 prósent af heildarsöluandvirðinu. Viðskipti innlent 25.9.2025 11:13
Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Það er mér minnisstætt frá uppvaxtarárum mínum þegar foreldrar mínir fóru með mig í sunnudagaskólann í Odda á Rangárvöllum. Við krakkarnir sátum kyrr og hlýddum á prestinn predika um Guð og Jesú, þó hugurinn væri stundum heima í leikjum. Skoðun 23.9.2025 10:00
Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda er ekki hrifinn af hugmynd Sonju Ýrar Þorbergsdóttur, formanns BSRB, um að innleiða áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn í stað þess að afnema hann á opinberum markaði. Innlent 21.9.2025 17:16
Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Útgjöld hins opinbera voru um 170 milljörðum króna meiri en tekjurnar í fyrra. Bein útgjöld vegna eldgosanna við Grindavík vógu þungt en þau námu yfir 87 milljörðum króna. Afkoma hins opinbera var áfram neikvæð á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Viðskipti innlent 18.9.2025 10:59
„Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Starfsmaður á Sólheimum segir kvíða og óvissu ríkja hjá starfsmönnum stofnunarinnar og að samskipti við framkvæmdastjóra séu erfið. Þá sé ekki hlustað á raddir starfsfólks sem hafi jafnvel hætt eða verið bolað úr starfi sem komi niður á þjónustu við íbúa. Innlent 17.9.2025 12:07