Vesturbyggð Opinber störf vegna fiskeldis fari á sunnanverða Vestfirði Forystumenn á Vestfjörðum þrýsta á að rannsóknar- og eftirlitsstörf vegna fiskeldis verði staðsett í fjórðungnum enda séu vestfirsk samfélög og firðir undir. Formaður bæjarráðs Vesturbyggðar segir að til þessa hafi ekkert einasta opinbert starf vegna greinarinnar komið á sunnanverða Vestfirði. Innlent 2.3.2023 21:42 Byggja nýja blokk á bestu lóð Bíldudals Tíu íbúða fjölbýlishús er í smíðum á Bíldudal, það stærsta sem þar hefur risið í nærri hálfa öld. Sveitarfélagið Vesturbyggð og fyrirtækið Arnarlax beittu sér fyrir húsbyggingunni og vonast menn til að fljótlega verði byggt annað álíka stórt, svo mikil er húsnæðisþörfin. Innlent 27.2.2023 20:40 Eldsupptökin enn óljós Vettvangur stórbruna á Tálknafirði í gær hefur verið afhentur lögreglu til rannsóknar. Engar vísbendingar eru um hver eldsupptök voru en nóg var af eldsmat inni í húsinu. Innlent 24.2.2023 11:21 Beygð en ekki brotin eftir stórbrunann á Tálknafirði Framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish segir að bruninn í húsnæði fyrirtækisins á Tálknafirði sé mikið áfall. Tjónið kunni að hlaupa á milljörðum króna. Innlent 23.2.2023 19:32 Bæjarstýran hlýtur að vera ánægð að fá hafnargjöldin Mikil umsvif hafa verið í Ísafjarðarhöfn og Dýrafirði undanfarnar vikur í kringum norskt fiskvinnsluskip, sem fengið var tímabundið til Vestfjarða til laxaslátrunar. Útflutningsverðmæti afurðanna úr þessu eina verkefni nemur þremur og hálfum til fjórum milljörðum króna. Viðskipti innlent 15.2.2023 22:42 Krapaflóð fallið á nokkrum stöðum á vestanverðu landinu Þá nokkur krapaflóð hafa fallið á vestanverðu landinu í dag. Í morgun féll flóð í Gemlufalli í Dýrafirði, annað flóð fyrir hádegi á Kleifaheiði og þó nokkur í Saurbæ í Dalasýslu. Þar hefur einnig ein skriða fallið. Innlent 13.2.2023 17:51 „Það getur verið gott veður en kílómetra lengra er það snarvitlaust“ Óvissustig Almannavarna er í gildi á Vestfjörðum og Norðurlandi vegna veðurs en spár um aftakaveður virðast ætla að ganga eftir. Gert er ráð fyrir hviðum allt að 50 metrum á sekúndu og segir sviðsstjóri Almannavarna nauðsynlegt að fólk haldi sig heima á meðan versta veðrið gengur yfir. Á Vestfjörðum er hætta á ofanflóðum en bæjarstjóri segir þau viðbúin eftir flóðin í janúar. Innlent 5.2.2023 12:32 Aukin hætta á ofanflóðum á morgun Gert er ráð fyrir hlýindum um allt land á morgun, sunnudag, og Veðurstofa Íslands varar við aukinni hættu á votum snjóflóðum. krapaflóðum og skriðuföllum. Í tilkynningu segir að ekki sé hægt að útiloka að krapaflóð falli aftur á Patreksfirði, líkt og gerðist í síðustu viku. Innlent 4.2.2023 17:49 „Mjög mikilvægt að við bregðumst við“ Bæjarstjóri Vesturbyggðar segir að illa hefði getað farið ef krapaflóð sem féll á Patreksfirði hefði fallið tveimur tímum fyrr. Íbúar væru skelkaðir enda ýfi flóðið upp gömul sár. Atvikið minni á mikilvægi ofanflóðavarna sem sárvanti á svæðinu. Innlent 26.1.2023 19:48 Upplifði flóðin fyrir fjörutíu árum síðan: „Þetta ýfir upp gömul sár“ Íbúi á Patreksfirði sem upplifið krapaflóðin fyrir fjörutíu árum síðan segir flóðið í dag hafa ýft upp gömul sár. Bæjarstjórinn segir íbúa vera skelkaða og að hlutirnir hefðu getað farið verr hefði flóðið átt sér stað tveimur klukkutímum áður. Innlent 26.1.2023 15:56 Hættustigi á Patreksfirði aflýst Búið er að aflýsa hættustigi Almannavarna á Patreksfirði vegna krapaflóðs sem féll þar í morgun. Svæðið verður áfram vaktið en búið er að aflétta lokun á svæðinu. Innlent 26.1.2023 13:27 Krapaflóð féll á Patreksfirði Krapaflóð féll á Patreksfirði á tíunda tímanum í dag. Engin hús eða manneskjur urðu fyrir flóðinu en það féll niður sama farveg og flóðið sem féll á Patreksfirði árið 1983. Innlent 26.1.2023 11:00 Skoða að selja flugstöðina á Þingeyri Isavia skoðar nú að selja flugstöðina á Þingeyri. Flugvöllurinn þar er notaður sem varaflugvöllur fyrir Ísafjarðarflugvöll en Ísafjarðarbæ hefur verið boðið að kaupa stöðina. Sveitarfélagið lýsir yfir áhyggjum sínum af flugsamgöngum til svæðisins. Innlent 23.1.2023 13:50 Bein útsending: Minnast þeirra sem létu lífið í krapaflóðunum Fjörutíu ár eru liðin frá því tvö krapaflóð féllu á Patreksfjörð svo fjögur létust og nítján hús skemmdust. Haldin er minningarathöfn um þau sem létust en athöfnin er sýnd í beinni útsendingu. Innlent 22.1.2023 13:47 Minnast þeirra sem létust í krapaflóðum á Patreksfirði fyrir fjörutíu árum Fjörutíu ár verða á morgun liðin frá því að tvö krapaflóð féllu á Patreksfjörð með þeim afleiðingum að fjögur létust og nítján hús skemmdust. Að því tilefni verður blásið til minningarathafnar um hin látnu. Innlent 21.1.2023 09:31 „Náttúran nýtur ekki vafans“ Stjórn Landverndar hvetur matvælaráðherra og umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra til að koma í veg fyrir fyrirsjáanlegt umhverfisslys við Örlygshöfn og styrkja og bæta allt regluverk fyrir fiskeldi í opnum sjávarkvíum. Þá eru ráðherrarnir hvattir til banna frekari vöxt fiskeldis þar til þekking um langtímaáhrif þess eldis sem þegar er komið af stað á Íslandi er fyrir hendi. Innlent 8.12.2022 21:19 Vill bora öll jarðgöng sem þörf er á hérlendis á næstu þrjátíu árum Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vill að á næstu þrjátíu árum verði reynt að bora öll þau jarðgöng sem þörf er á hérlendis en fjármagna þau í allt að fimmtíu ár eftir það. Innlent 1.12.2022 22:20 Gagnrýnir álag á heilbrigðisstarfsfólki: Vakinn vegna hægðatregðu og rifrildis Oddur Þórir Þórarinsson læknir gagnrýnir harðlega álag á heilbrigðisstarfsfólki, þá sérstaklega því sem sinni héraðslækningum. Hann segir það standa í verkefnum alla daga sem það eigi ekki að sinna og nái á meðan ekki að sinna fólki sem sé raunverulega veikt. Oddur telur að sífellt fleiri muni gefast upp ef starfsumhverfið breytist ekki. Innlent 29.11.2022 08:44 Arnarlax hyggst kæra 120 milljóna króna sektarákvörðun Arnarlax hyggst kæra ákvörðun Matvælastofnunar um stjórnvaldssekt á fyrirtækið. MAST lagði í dag 120 milljóna króna sekt á fyrirtækið fyrir brot gegn skyldu um að tilkynna um strok á fiski og að beita sér fyrir veiðum á strokfiski. Viðskipti innlent 25.11.2022 18:01 Ungmennaþing á Vestfjörðum í fyrsta sinn um helgina Um fjörutíu ungmenni af öllum Vestfjörðum eru nú saman komin á Laugarhóli í Bjarnarfirði þar sem fyrsta ungmennaþing Vestfjarða fer fram. Mörg málefni eru á dagskrá, eins og um skólamál, einelti, umhverfismál og alþjóðamál. Innlent 5.11.2022 15:04 Hætta rannsókn Óshlíðarmálsins Lögreglan á Vestfjörðum hefur ákveðið að hætta rannsókn á mannsláti í Óshlíð árið 1973. Niðurstaða rannsóknar réttarlæknis var sú að ekkert benti til annars en að farþegi í bíl sem hafnaði utan vegar hafi látist af afleiðingum umferðarslyss. Innlent 14.10.2022 17:45 Eldislaxar í meirihluta í Mjólká Í veiðum Fiskistofu í Mjólká í Arnarfirði veiddust 43 laxar þar sem 28 af þeim koma úr eldi. 15 laxar voru villtir og reyndist einn þeirra eiga uppruna sinn frá Skotlandi. Hóf Fiskistofa veiðar í ágúst síðastliðnum er grunur kom upp um að eldislax væri í Mjólká. Innlent 13.10.2022 23:05 Var ekki í öryggisbelti þegar hann fór útaf veginum og lést Ökumaðurinn sem lést þegar hann missti stjórn á bifreið sinni á bröttum vegi nærri Látravík var ekki í öryggisbelti þegar slysið átti sér stað. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa. Innlent 20.9.2022 06:38 Slitlagið á Dynjandisheiði lengist og bætt í við Flókalund Klæðningarflokkur Borgarverks, sem undirverktaki ÍAV, lauk núna undir kvöld við að leggja síðari umferð bundins slitlags á fjögurra kílómetra kafla Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. Þar með hafa tólf kílómetrar malbiks bæst við á einu ári á þjóðveginn milli Flókalundar og Mjólkárvirkjunar en tvö ár eru frá því Íslenskir aðalverktakar hófu þennan fyrsta áfanga endurbóta vegarins um Dynjandisheiði. Innlent 7.9.2022 19:01 Ráðherra segir vonir um nýjan Baldur um áramót Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir vonir standa til þess að Vegagerðin fái nýtt skip til landsins um áramótin í stað Breiðafjarðarferjunnar Baldurs. Á meðan beðið sé eftir nýju skipi verði tryggt að dráttarbátur verði til staðar á Breiðafirði. Innlent 6.9.2022 22:22 Samkeppniseftirlitið rannsakar samruna móðurfélaga Arnarlax og Arctic Fish Samkeppniseftirlitið telur ástæðu til að rannsaka áhrif samruna norsku fiskeldisfyrirtækjanna SalMar og NTS á samkeppni hér á landi. Samruninn gæti haft áhrif hér á landi þar sem íslensku fyrirtækin Arnarlax og Arctic Fish eru dótturfélög norsku fyrirtækjanna. Innlent 6.9.2022 06:55 „Þetta var alveg epískt sjónarspil“ Sjósund er vinsælt áhugamál hér á landi og margir sem stinga sér til sunds í sjó sér til yndisauka. Hvalaskoðun er þá sömuleiðis vinsæl, einkum hjá ferðamönnum, og hvalaskoðunarbátar gerðir út víða á landinu. Þó er afar sjaldgæft að þessu tvennu sé blandað saman. Sú var þó raunin í Arnarfirði á Vestfjörðum á laugardag, þegar tveir menn syntu um fjörðinn með stærðarinnar hnúfubökum. Lífið 5.9.2022 15:25 Þyrlan kölluð út þegar eldur kom upp í togbáti úti fyrir Patreksfirði Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Vestfjörðum voru kallaðar út í kvöld þegar eldur kom upp í vélarrúmi togbáts sem var staddur úti fyrir Patreksfirði. Innlent 22.8.2022 22:47 Syngjandi kaupfélagsstjóri á Bíldudal Staðurinn er eina verslunin á staðnum, veitingastaðurinn, kaffihúsið og barinn í bænum, auk þess að vera félagsmiðstöð bæjarbúa. Hér erum við að tala um Vegamót á Bíldudal þar sem kaupfélagsstjórinn á það til að taka upp gítarinn og spila og syngja fyrir viðskiptavini. Innlent 15.8.2022 21:16 Fjórtán ára meðhjálpari á Rauðasandi Yngsti meðhjálpari landsins, Tryggvi Sveinn Eyjólfsson er ekki nema fjórtán ára gamall en hann þjónar í Saurbæjarkirkju á Rauðasandi í Patreksfjarðarprestakalli hjá séra Kristjáni Arasyni, sóknarpresti. Hann segir starfið mjög skemmtilegt þó að það sé unnið í sjálfboðavinnu. Innlent 15.8.2022 10:05 « ‹ 2 3 4 5 6 7 8 9 10 … 12 ›
Opinber störf vegna fiskeldis fari á sunnanverða Vestfirði Forystumenn á Vestfjörðum þrýsta á að rannsóknar- og eftirlitsstörf vegna fiskeldis verði staðsett í fjórðungnum enda séu vestfirsk samfélög og firðir undir. Formaður bæjarráðs Vesturbyggðar segir að til þessa hafi ekkert einasta opinbert starf vegna greinarinnar komið á sunnanverða Vestfirði. Innlent 2.3.2023 21:42
Byggja nýja blokk á bestu lóð Bíldudals Tíu íbúða fjölbýlishús er í smíðum á Bíldudal, það stærsta sem þar hefur risið í nærri hálfa öld. Sveitarfélagið Vesturbyggð og fyrirtækið Arnarlax beittu sér fyrir húsbyggingunni og vonast menn til að fljótlega verði byggt annað álíka stórt, svo mikil er húsnæðisþörfin. Innlent 27.2.2023 20:40
Eldsupptökin enn óljós Vettvangur stórbruna á Tálknafirði í gær hefur verið afhentur lögreglu til rannsóknar. Engar vísbendingar eru um hver eldsupptök voru en nóg var af eldsmat inni í húsinu. Innlent 24.2.2023 11:21
Beygð en ekki brotin eftir stórbrunann á Tálknafirði Framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish segir að bruninn í húsnæði fyrirtækisins á Tálknafirði sé mikið áfall. Tjónið kunni að hlaupa á milljörðum króna. Innlent 23.2.2023 19:32
Bæjarstýran hlýtur að vera ánægð að fá hafnargjöldin Mikil umsvif hafa verið í Ísafjarðarhöfn og Dýrafirði undanfarnar vikur í kringum norskt fiskvinnsluskip, sem fengið var tímabundið til Vestfjarða til laxaslátrunar. Útflutningsverðmæti afurðanna úr þessu eina verkefni nemur þremur og hálfum til fjórum milljörðum króna. Viðskipti innlent 15.2.2023 22:42
Krapaflóð fallið á nokkrum stöðum á vestanverðu landinu Þá nokkur krapaflóð hafa fallið á vestanverðu landinu í dag. Í morgun féll flóð í Gemlufalli í Dýrafirði, annað flóð fyrir hádegi á Kleifaheiði og þó nokkur í Saurbæ í Dalasýslu. Þar hefur einnig ein skriða fallið. Innlent 13.2.2023 17:51
„Það getur verið gott veður en kílómetra lengra er það snarvitlaust“ Óvissustig Almannavarna er í gildi á Vestfjörðum og Norðurlandi vegna veðurs en spár um aftakaveður virðast ætla að ganga eftir. Gert er ráð fyrir hviðum allt að 50 metrum á sekúndu og segir sviðsstjóri Almannavarna nauðsynlegt að fólk haldi sig heima á meðan versta veðrið gengur yfir. Á Vestfjörðum er hætta á ofanflóðum en bæjarstjóri segir þau viðbúin eftir flóðin í janúar. Innlent 5.2.2023 12:32
Aukin hætta á ofanflóðum á morgun Gert er ráð fyrir hlýindum um allt land á morgun, sunnudag, og Veðurstofa Íslands varar við aukinni hættu á votum snjóflóðum. krapaflóðum og skriðuföllum. Í tilkynningu segir að ekki sé hægt að útiloka að krapaflóð falli aftur á Patreksfirði, líkt og gerðist í síðustu viku. Innlent 4.2.2023 17:49
„Mjög mikilvægt að við bregðumst við“ Bæjarstjóri Vesturbyggðar segir að illa hefði getað farið ef krapaflóð sem féll á Patreksfirði hefði fallið tveimur tímum fyrr. Íbúar væru skelkaðir enda ýfi flóðið upp gömul sár. Atvikið minni á mikilvægi ofanflóðavarna sem sárvanti á svæðinu. Innlent 26.1.2023 19:48
Upplifði flóðin fyrir fjörutíu árum síðan: „Þetta ýfir upp gömul sár“ Íbúi á Patreksfirði sem upplifið krapaflóðin fyrir fjörutíu árum síðan segir flóðið í dag hafa ýft upp gömul sár. Bæjarstjórinn segir íbúa vera skelkaða og að hlutirnir hefðu getað farið verr hefði flóðið átt sér stað tveimur klukkutímum áður. Innlent 26.1.2023 15:56
Hættustigi á Patreksfirði aflýst Búið er að aflýsa hættustigi Almannavarna á Patreksfirði vegna krapaflóðs sem féll þar í morgun. Svæðið verður áfram vaktið en búið er að aflétta lokun á svæðinu. Innlent 26.1.2023 13:27
Krapaflóð féll á Patreksfirði Krapaflóð féll á Patreksfirði á tíunda tímanum í dag. Engin hús eða manneskjur urðu fyrir flóðinu en það féll niður sama farveg og flóðið sem féll á Patreksfirði árið 1983. Innlent 26.1.2023 11:00
Skoða að selja flugstöðina á Þingeyri Isavia skoðar nú að selja flugstöðina á Þingeyri. Flugvöllurinn þar er notaður sem varaflugvöllur fyrir Ísafjarðarflugvöll en Ísafjarðarbæ hefur verið boðið að kaupa stöðina. Sveitarfélagið lýsir yfir áhyggjum sínum af flugsamgöngum til svæðisins. Innlent 23.1.2023 13:50
Bein útsending: Minnast þeirra sem létu lífið í krapaflóðunum Fjörutíu ár eru liðin frá því tvö krapaflóð féllu á Patreksfjörð svo fjögur létust og nítján hús skemmdust. Haldin er minningarathöfn um þau sem létust en athöfnin er sýnd í beinni útsendingu. Innlent 22.1.2023 13:47
Minnast þeirra sem létust í krapaflóðum á Patreksfirði fyrir fjörutíu árum Fjörutíu ár verða á morgun liðin frá því að tvö krapaflóð féllu á Patreksfjörð með þeim afleiðingum að fjögur létust og nítján hús skemmdust. Að því tilefni verður blásið til minningarathafnar um hin látnu. Innlent 21.1.2023 09:31
„Náttúran nýtur ekki vafans“ Stjórn Landverndar hvetur matvælaráðherra og umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra til að koma í veg fyrir fyrirsjáanlegt umhverfisslys við Örlygshöfn og styrkja og bæta allt regluverk fyrir fiskeldi í opnum sjávarkvíum. Þá eru ráðherrarnir hvattir til banna frekari vöxt fiskeldis þar til þekking um langtímaáhrif þess eldis sem þegar er komið af stað á Íslandi er fyrir hendi. Innlent 8.12.2022 21:19
Vill bora öll jarðgöng sem þörf er á hérlendis á næstu þrjátíu árum Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vill að á næstu þrjátíu árum verði reynt að bora öll þau jarðgöng sem þörf er á hérlendis en fjármagna þau í allt að fimmtíu ár eftir það. Innlent 1.12.2022 22:20
Gagnrýnir álag á heilbrigðisstarfsfólki: Vakinn vegna hægðatregðu og rifrildis Oddur Þórir Þórarinsson læknir gagnrýnir harðlega álag á heilbrigðisstarfsfólki, þá sérstaklega því sem sinni héraðslækningum. Hann segir það standa í verkefnum alla daga sem það eigi ekki að sinna og nái á meðan ekki að sinna fólki sem sé raunverulega veikt. Oddur telur að sífellt fleiri muni gefast upp ef starfsumhverfið breytist ekki. Innlent 29.11.2022 08:44
Arnarlax hyggst kæra 120 milljóna króna sektarákvörðun Arnarlax hyggst kæra ákvörðun Matvælastofnunar um stjórnvaldssekt á fyrirtækið. MAST lagði í dag 120 milljóna króna sekt á fyrirtækið fyrir brot gegn skyldu um að tilkynna um strok á fiski og að beita sér fyrir veiðum á strokfiski. Viðskipti innlent 25.11.2022 18:01
Ungmennaþing á Vestfjörðum í fyrsta sinn um helgina Um fjörutíu ungmenni af öllum Vestfjörðum eru nú saman komin á Laugarhóli í Bjarnarfirði þar sem fyrsta ungmennaþing Vestfjarða fer fram. Mörg málefni eru á dagskrá, eins og um skólamál, einelti, umhverfismál og alþjóðamál. Innlent 5.11.2022 15:04
Hætta rannsókn Óshlíðarmálsins Lögreglan á Vestfjörðum hefur ákveðið að hætta rannsókn á mannsláti í Óshlíð árið 1973. Niðurstaða rannsóknar réttarlæknis var sú að ekkert benti til annars en að farþegi í bíl sem hafnaði utan vegar hafi látist af afleiðingum umferðarslyss. Innlent 14.10.2022 17:45
Eldislaxar í meirihluta í Mjólká Í veiðum Fiskistofu í Mjólká í Arnarfirði veiddust 43 laxar þar sem 28 af þeim koma úr eldi. 15 laxar voru villtir og reyndist einn þeirra eiga uppruna sinn frá Skotlandi. Hóf Fiskistofa veiðar í ágúst síðastliðnum er grunur kom upp um að eldislax væri í Mjólká. Innlent 13.10.2022 23:05
Var ekki í öryggisbelti þegar hann fór útaf veginum og lést Ökumaðurinn sem lést þegar hann missti stjórn á bifreið sinni á bröttum vegi nærri Látravík var ekki í öryggisbelti þegar slysið átti sér stað. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa. Innlent 20.9.2022 06:38
Slitlagið á Dynjandisheiði lengist og bætt í við Flókalund Klæðningarflokkur Borgarverks, sem undirverktaki ÍAV, lauk núna undir kvöld við að leggja síðari umferð bundins slitlags á fjögurra kílómetra kafla Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. Þar með hafa tólf kílómetrar malbiks bæst við á einu ári á þjóðveginn milli Flókalundar og Mjólkárvirkjunar en tvö ár eru frá því Íslenskir aðalverktakar hófu þennan fyrsta áfanga endurbóta vegarins um Dynjandisheiði. Innlent 7.9.2022 19:01
Ráðherra segir vonir um nýjan Baldur um áramót Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir vonir standa til þess að Vegagerðin fái nýtt skip til landsins um áramótin í stað Breiðafjarðarferjunnar Baldurs. Á meðan beðið sé eftir nýju skipi verði tryggt að dráttarbátur verði til staðar á Breiðafirði. Innlent 6.9.2022 22:22
Samkeppniseftirlitið rannsakar samruna móðurfélaga Arnarlax og Arctic Fish Samkeppniseftirlitið telur ástæðu til að rannsaka áhrif samruna norsku fiskeldisfyrirtækjanna SalMar og NTS á samkeppni hér á landi. Samruninn gæti haft áhrif hér á landi þar sem íslensku fyrirtækin Arnarlax og Arctic Fish eru dótturfélög norsku fyrirtækjanna. Innlent 6.9.2022 06:55
„Þetta var alveg epískt sjónarspil“ Sjósund er vinsælt áhugamál hér á landi og margir sem stinga sér til sunds í sjó sér til yndisauka. Hvalaskoðun er þá sömuleiðis vinsæl, einkum hjá ferðamönnum, og hvalaskoðunarbátar gerðir út víða á landinu. Þó er afar sjaldgæft að þessu tvennu sé blandað saman. Sú var þó raunin í Arnarfirði á Vestfjörðum á laugardag, þegar tveir menn syntu um fjörðinn með stærðarinnar hnúfubökum. Lífið 5.9.2022 15:25
Þyrlan kölluð út þegar eldur kom upp í togbáti úti fyrir Patreksfirði Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Vestfjörðum voru kallaðar út í kvöld þegar eldur kom upp í vélarrúmi togbáts sem var staddur úti fyrir Patreksfirði. Innlent 22.8.2022 22:47
Syngjandi kaupfélagsstjóri á Bíldudal Staðurinn er eina verslunin á staðnum, veitingastaðurinn, kaffihúsið og barinn í bænum, auk þess að vera félagsmiðstöð bæjarbúa. Hér erum við að tala um Vegamót á Bíldudal þar sem kaupfélagsstjórinn á það til að taka upp gítarinn og spila og syngja fyrir viðskiptavini. Innlent 15.8.2022 21:16
Fjórtán ára meðhjálpari á Rauðasandi Yngsti meðhjálpari landsins, Tryggvi Sveinn Eyjólfsson er ekki nema fjórtán ára gamall en hann þjónar í Saurbæjarkirkju á Rauðasandi í Patreksfjarðarprestakalli hjá séra Kristjáni Arasyni, sóknarpresti. Hann segir starfið mjög skemmtilegt þó að það sé unnið í sjálfboðavinnu. Innlent 15.8.2022 10:05