„Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ „Ég trúi því að allt reddist ef maður leggur sig fram, gerir sitt besta og treystir því að það skili árangri, sama hver niðurstaðan er,“ segir Regína Lea Ólafsdóttir ungfrú Akranes og nemi. 17.10.2025 08:09
Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Förðunarmógúllinn, fyrirsætan og tískudrottningin Hailey Bieber prýðir forsíðu bandaríska tímaritsins Wall Street Journal Magazine í tilefni þess að hún vefur verið útnefnd frumkvöðull ársins 2025 í förðunarheiminum (e. Beauty Innovator of the Year). Á myndunum klæðist hún skóm frá íslenska tískumerkinu Kalda. 16.10.2025 15:37
„Draumar geta ræst“ „Það sem greinir mig frá öðrum keppendum er samspil jákvæðni, ástríðu fyrir dansi og forvitni gagnvart heiminum,“ segir Klaudia Lára Solecka ungfrú Keflavík og nemandi við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. 16.10.2025 14:01
„Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Gríðarlegur áhugi var á leikprufum fyrir fjölskyldusöngleikinn Galdrakarlinn í Oz en um 900 leikglöð börn á aldrinum 8–12 ára mættu og sýndu hæfileika sína á sviðinu. Aðeins þrettán börn voru valin í leikhópinn sem mun stíga á Stóra svið Borgarleikhússins í janúar næstkomandi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Borgarleikhúsinu. 16.10.2025 13:00
Tíu smart kósýgallar Nú er tími kósýgallans runninn upp. Haustið er að mati margra notalegasta árstíð ársins. Þegar dagarnir styttast og haustið læðist inn jafnast fátt á við að skella sér í mjúkan og smart kósýgalla. 16.10.2025 10:52
„Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ „Ég hef alltaf haft áhuga á Ungfrú Ísland, og þegar ég sá að það væri komin keppni fyrir Teen-flokkinn gat ég ekki látið þetta tækifæri framhjá mér fara,“ segir Emma Guðrún Davíðsdóttir ungfrú Kvígindisfjörður. 15.10.2025 20:00
Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir bróður sinn, Magnús Sigurbjörnsson, betri en aðra að gefa gjafir. Óhætt er að segja að hann hafi toppað sig í ár í tilefni af 35 ára afmæli Áslaugar þegar hann bauð henni á tónleika með Laufeyju Lín í Madison Square Garden í kvöld. 15.10.2025 17:02
Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Áhrifavaldurinn Móeiður Lárusdóttir deildi nýverið myndbandi á Instagram þar sem hún sýnir fylgjendum sínum, skref fyrir skref, hvernig hún útfærir hina fullkomnu kvöldförðun. 15.10.2025 15:43
„Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ „Mamma mín hefur og mun alltaf vera mín stærsta fyrirmynd. Hún hefur alltaf sett mig fram yfir allt og alla, gert allt sem í hennar valdi stendur til að gleðja mig og hjálpað mér að takast á við ýmis vandamál,“ segir Emilía Sunna Andradóttir ungfrú Garðabær. 15.10.2025 12:54
Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Ofurfyrirsætan Helen Málfríður Óttarsdóttir og Rubin Pollock, gítarleikari hljómsveitarinnar Kaleo, hafa verið að stinga saman nefjum undanfarna mánuði. 15.10.2025 10:12