Hringbraut lokað vegna bílslyss Tveir bílar skullu saman á gatnamótum Flugvallavegar og Hringbrautar á sjöunda tímanum. Tveir voru fluttir á sjúkrahús með minniháttar meiðsli. 11.4.2025 18:52
Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur leitað eftir því að nemendur í Kvikmyndaskóla Íslands fái að ljúka námi sínu frá Tækniskólanum eftir að rekstrarfélag Kvikmyndaskólans fór í gjaldþrotameðferð. Vinna á að nýrri námsbraut í kvikmyndagerð innan skólans. 11.4.2025 17:37
Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Kristrún Frostadóttir var endurkjörin formaður Samfylkingarinnar og hlaut 98,67 prósent greiddra atkvæða. Guðmundur Árni og Jón Grétar voru báðir endurkjörnir í embætti varaformanns og gjaldkera. 11.4.2025 17:23
Máttu ekki banna fréttamenn AP Bandarískur dómari hefur skipað stjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, að veita AP fréttaveitunni aðgang að viðburðum og blaðamannafundum forsetans. Þeim var meinaður aðgangur fyrir að kalla ekki Mexíkóflóa Ameríkuflóa líkt og forsetinn vill. 8.4.2025 23:46
Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Albanskur maður, sem var áður eftirlýstur fyrir líkamsárás og fleiri brot, dvaldi allslaus á flugvellinum í Keflavík í fjóra daga á meðan hann beið ákvörðunar Útlendingastofnunar. Honum hefur verið vísað úr landi en lögmaður mannsins býst við að hann þurfi að bíða á flugvellinum í einhverja daga eftir lögreglufylgd úr landi. 8.4.2025 23:09
Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Bjarni Bendiktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, ætlaði að víkja sem matvælaráðherra í starfsstjórn þar sem hann taldi sig vanhæfan til að afgreiða umsókn Hvals hf. um veiðileyfi. Hann skipti hins vegar um skoðun tveimur vikum síðar. 8.4.2025 21:49
Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Bandaríkin hafa lagt á 104 prósenta tollgjöld á innfluttar vörur frá Kína vegna mótvægisaðgerða stjórnvalda þar. Tollgjöldin taka gildi á miðnætti vestanhafs. 8.4.2025 19:51
Guðni Th. orðinn afi Guðni Th. Jóhannesson, fyrrverandi forseti Íslands, er orðinn afi. Dóttir hans og rithöfundur Rut Thorlacius Guðnadóttir og Halldór Friðrik Harðarson, verkfræðingur hjá Wise, eignuðust son í byrjun apríl. 8.4.2025 19:34
„Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Fyrrverandi umhverfisráðherra segir það um að gera að leita að olíu á Drekasvæðinu, ef einhver sækist eftir því. Enginn hafi viljað hefja leit á meðan hann sat í ráðherrastólnum. Það varði þjóðaröryggi að Íslendingar geti séð sjálfir fyrir orkunotkun sinni. 8.4.2025 18:58
Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Hagræðingahópur ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur kostaði rúmar sjö milljónir króna. Mikill meirihluti fjármagnsins fór í launakostnað fjögurra manna starfshóps. 8.4.2025 17:40