Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Ástbjörn Þórðarson verður frá í einhvern tíma eftir að verða fyrir meiðslum í leik KR og Vals í Bestu deild karla á dögunum. Fjölmargir leikmenn KR hafa verið frá vegna meiðsla en það ættu nokkrir að vera snúnir aftur fyrir leik liðsins gegn FH í miðri viku. 20.4.2025 22:32
Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Liverpool er hársbreidd frá því að vinna ensku úrvalsdeildina eftir 1-0 útisigur á Leicester City í dag. Refirnir eru fallnir eftir leik dagsins þar sem varamaðurinn Trent Alexander-Arnold reyndist hetja gestanna. 20.4.2025 21:47
Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Ítalíumeistarar Inter, sem eru jafnframt topplið Serie A – efstu deildar knattspyrnu karla þar í landi, máttu þola 1-0 tap á útivelli gegn Bologna. 20.4.2025 20:45
Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Fredericia vann 11 marka útisigur á Bjerringbro-Silkeborg í úrslitakeppni efstu deildar danska handboltans, lokatölur 25-36. 20.4.2025 20:00
Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Oscar Piastri kom, sá og sigraði í Formúlu 1 keppni helgarinnar. Að þessu sinni var keppt í Jeddah í Sádi-Arabíu. Sigurinn þýðir að þessi 24 ára Ástrali er kominn á toppinn í keppni ökumanna um heimsmeistaratitilinn. 20.4.2025 19:10
Valverde bjargaði vondri viku Lengi getur vont versnað og þannig leit það lengi vel út fyrir Real Madríd í kvöld. Eftir að falla úr Meistaradeild Evrópu með skömm virtust Spánarmeistararnir einnig vera að missa Barcelona lengra fram úr sér, allt þangað til Federico Valverde steig upp í blálokin. 20.4.2025 18:30
Evrópumeistararnir fóru hamförum Evrópumeistarar Barcelona lögðu Chelsea sannfærandi 4-1 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Chelsea á verk að vinna ætli liðið sér að landa fernunni en það stefnir í að liðið vinni alla titlana sem í boði eru á Englandi. 20.4.2025 18:04
Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi Daníel Leó Grétarsson kom Sönderjyske 3-1 yfir í mikilvægum sigri í Álaborg þegar liðin mættust í efstu deild dönsku knattspyrnunnar. Leikurinn endaði með 3-2 sigri gestanna og mark Daníels Leó því sigurmarkið. Kolbeinn Þórðarson skoraði þá fyrra mark Gautaborgar í tapi gegn BK Häcken. 20.4.2025 17:10
„Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Ruben Amorim var eðlilega ekki sáttur þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir enn eitt tap Manchester United, að þessu sinni á heimavelli gegn annars slöku liði Wolves. Úlfarnir unnu 1-0 útisigur á Old Trafford og benti Portúgalinn á að ef lið hans skorar ekki mörk þá getur það ekki unnið leiki. 20.4.2025 16:16
Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Trent Alexander-Arnold tryggði Liverpool 1-0 útisigur gegn Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Gestirnir eru með níu fingur á meistaratitlinum á meðan Refirnir eru endanlega fallnir niður í B-deildina þó enn séu fimm umferðir eftir. 20.4.2025 15:30