Íþróttafréttamaður

Runólfur Trausti Þórhallsson

Runólfur er íþróttafréttamaður á Vísi og Stöð 2 Sport.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ást­björn missir af næstu leikjum KR

Ástbjörn Þórðarson verður frá í einhvern tíma eftir að verða fyrir meiðslum í leik KR og Vals í Bestu deild karla á dögunum. Fjölmargir leikmenn KR hafa verið frá vegna meiðsla en það ættu nokkrir að vera snúnir aftur fyrir leik liðsins gegn FH í miðri viku.

Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arn­old

Liverpool er hársbreidd frá því að vinna ensku úrvalsdeildina eftir 1-0 útisigur á Leicester City í dag. Refirnir eru fallnir eftir leik dagsins þar sem varamaðurinn Trent Alexander-Arnold reyndist hetja gestanna.

Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni öku­manna

Oscar Piastri kom, sá og sigraði í Formúlu 1 keppni helgarinnar. Að þessu sinni var keppt í Jeddah í Sádi-Arabíu. Sigurinn þýðir að þessi 24 ára Ástrali er kominn á toppinn í keppni ökumanna um heimsmeistaratitilinn.

Val­ver­de bjargaði vondri viku

Lengi getur vont versnað og þannig leit það lengi vel út fyrir Real Madríd í kvöld. Eftir að falla úr Meistaradeild Evrópu með skömm virtust Spánarmeistararnir einnig vera að missa Barcelona lengra fram úr sér, allt þangað til Federico Valverde steig upp í blálokin.

Evrópu­meistararnir fóru ham­förum

Evrópumeistarar Barcelona lögðu Chelsea sannfærandi 4-1 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Chelsea á verk að vinna ætli liðið sér að landa fernunni en það stefnir í að liðið vinni alla titlana sem í boði eru á Englandi.

Daníel Leó með mikil­vægt sigur­mark á meðan Kol­beinn skoraði í tapi

Daníel Leó Grétarsson kom Sönderjyske 3-1 yfir í mikilvægum sigri í Álaborg þegar liðin mættust í efstu deild dönsku knattspyrnunnar. Leikurinn endaði með 3-2 sigri gestanna og mark Daníels Leó því sigurmarkið. Kolbeinn Þórðarson skoraði þá fyrra mark Gautaborgar í tapi gegn BK Häcken.

„Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“

Ruben Amorim var eðlilega ekki sáttur þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir enn eitt tap Manchester United, að þessu sinni á heimavelli gegn annars slöku liði Wolves. Úlfarnir unnu 1-0 útisigur á Old Trafford og benti Portúgalinn á að ef lið hans skorar ekki mörk þá getur það ekki unnið leiki.

Trent tryggði sigurinn gegn lán­lausu liði Leicester

Trent Alexander-Arnold tryggði Liverpool 1-0 útisigur gegn Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Gestirnir eru með níu fingur á meistaratitlinum á meðan Refirnir eru endanlega fallnir niður í B-deildina þó enn séu fimm umferðir eftir.

Sjá meira