Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Slökkviliðið fór í tvö útköll í nótt vegna bílbruna. Fyrri bruninn átti sér stað upp úr eittleytinu í Hafnarfirði og sá seinni á Lynghálsi upp úr þrjúleytinu. 29.8.2025 07:34
Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Þó foreldrar ungra barna viti það kannski fullvel er meðalmaðurinn sennilega ómeðvitaður um að langvinsælasta mynd ársins til þessa fjallar um kóreska stúlknasveit sem berst við illa djöfla. Ekki nóg með það heldur er tónlist sveitarinnar sú vinsælasta um heim allan. 28.8.2025 19:00
ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Íslenska kvikmyndaframleiðslufyrirtækið ACT4 hefur gert samstarfssamning við eitt stærsta kvikmyndaver Evrópu, hið spænska Secuoya Studios, um fjármögnun og samframleiðslu á efni sem ACT4 framleiðir. 28.8.2025 13:57
Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Fjölmiðlakonan Sigga Lund lenti í netsvindli svika-fataverslunarinnar Vefstóls Svanhildar og varar aðra við síðunni. Loka þurfti korti hennar en starfsmenn Arion banka könnuðust heldur betur við svikasíðuna. 28.8.2025 13:08
Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Saga Garðarsdóttir og Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., munu fara með aðalhlutverk í nýrri gamanþáttaröð sem íslenska framleiðslufyrirtækið Glassriver vinnur að í samstarfi við rúmenska fyrirtækið Idea Film. 28.8.2025 11:09
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Nýjasta plata Laufeyjar, A Matter of Time, kom út á föstudag og hefur þegar fengið gríðarlega góðar viðtökur hjá gagnrýnendum og tónlistarunnendum. Laufey syngur í fyrsta sinn eigið efni á íslensku á plötunni. 28.8.2025 09:46
Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Björgvin Franz Gíslason leikari var að hjóla eftir hjólastíg þegar bíll bakkaði næstum á hann. Hann náði að forða sér undan bílnum en flaug af hjólinu, skall á jörðinni og úlnliðsbrotnaði. Björgvin mun því þurfa að leika Elsu Lund í fatla í vetur. 26.8.2025 14:45
Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Patrekur Jaime hefur verið edrú í um tvö ár eftir að hafa séð sjálfan sig drukkinn í sjónvarpsþáttunum Æði. Hann styður Gleðigönguna en segir hana ekki vera vettvang fyrir sig og honum hafi liðið eins og í dýragarði í eina skiptið sem hann tók þátt í henni. 26.8.2025 13:45
Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Fyrsta stiklan fyrir aðra seríu grínþáttanna Bannað að hlæja er komin á Vísi. Í þáttunum býður Auðunn Blöndal 25 fyndnum einstaklingum í fimm ólík matarboð og kemst einn áfram í hverjum þætti í lokamatarboð. Eina reglan er: það er bannað að hlæja. 26.8.2025 11:15
Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Will Smith hefur verið sakaður um að nota gervigreind til að fjölga aðdáendum sínum í nýju myndbandi af yfirstandandi tónleikaferðalagi hans. 26.8.2025 09:28