Fréttamaður

Lovísa Arnardóttir

Lovísa er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Bíó Para­dís valið eitt af 21 svölustu kvik­mynda­húsum heims

Ameríska tímaritið og vefmiðillinn Variety hefur útnefnt Bíó Paradís sem eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum um allan heim. Í umsögn er talað um hönnun innanhús og að það sé hægt að leigja það fyrir viðburði. Þá er einnig talað um aðgengi að erlendum kvikmyndum. 

Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð for­vörn

Sigrún Daníelsdóttir verkefnastjóri geðræktar hjá Embætti landlæknis segir bresku sjónvarpsþættina Adolescense ekki henta vel til að sýna börnum eða ungmennum í forvarnarskyni. Þættirnir séu gott innlegg í samfélagslega umræðu en það réttlæti ekki að sýna þá börnum eða ungmennum. Þeir geti vakið ólík viðbrögð hjá ólíkum börnum byggt á upplifunum þeirra eða reynslu.

Margrét selur hönnunarperlu í Skerja­firði

Margrét Ásgeirsdóttir læknir og fjárfestir er að selja glæsilega eign við Skeljatanga í Reykjavík. Arkitekt hússins er Hjörleifur Stefánsson og var húsið reist árið 2008. Heildarskráning eignarinnar er 508 fermetrar samkvæmt Þjóðskrá Íslands. Fasteignamat er 289 milljónir. 

Bilun í stofnneti Ljósleiðarans

Bilun varð í kvöld í stofnneti Ljósleiðarans sem olli víðtækum bilunum á netsambandi hjá viðskiptavinum Ljósleiðarans, þar á meðal Vodafone. Í tilkynningu frá Ljósleiðaranum kemur fram að bilunin hafi haft víðtæk áhrif á netþjónustu í um tuttugu mínútur. 

Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli

Dýraverndunarsamband Íslands, þýsk-svissnesku dýraverndarsamtökin Animal Welfare Foundation (AWF) og Tierschutzbund Zürich (TSB) ætla að kæra til lögreglu brot á lögum um dýravelferð sem þau segja sjást á upptökum af blóðmerahaldi á Íslandi sem samtökin hafa safnað frá árinu 2019. 

Mót­mæli við leik Ís­lands og Ísrael

Mótmælendur hafa nú safnast saman fyrir utan Ásvelli, íþróttamiðstöð Hauka í Hafnafirði, til að mótmæla veru ísraelska handboltaliðsins í kvennahandbolta sem keppir í kvöld við íslenska landsliðið í umspili um sæti á HM kvenna í handbolta í vetur.

Fé­lag at­vinnu­rek­enda svarar Ríkis­endur­skoðun

Félag atvinnurekenda vísar alfarið á bug að félagið hafi ekki leitast við að rökstyðja mál sitt eða afla skýringa þegar félagið gagnrýndi hæfi Ríkisendurskoðunar til að fjalla um Íslandspóst ohf. Ríkisendurskoðandi sagði í yfirlýsingu í morgun að það væri alvarlegt að saka embættið um að villa um fyrir Alþingi.

Nýr fríverslunar­samningur við Úkraínu sam­þykktur

Uppfærður fríverslunarsamningur milli EFTA-ríkjanna og Úkraínu var undirritaður í Kænugarði í dag. Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, undirritaði samninginn fyrir Íslands hönd.

Sjá meira