Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Kristján Þórður Snæbjarnarson, þingmaður Samfylkingarinnar, verður með ráðningarsamband við Rafiðnaðarsamband Íslands út júní þrátt fyrir að hann hafi sagt af sér fyrr í þessum mánuði. Hann er sagður eiga að hjálpa nýjum formanni að komast inn í embættið. 25.2.2025 14:42
Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Formaður Eflingar á rétt á sex mánaða launagreiðslum við starfslok samkvæmt ráðningasamningi sínum. Sólveig Anna Jónsdóttir segir að hún þægi ekki þau laun næði hún sæti sem kjörinn fulltrúi. 25.2.2025 14:23
Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Nýjar athuganir benda til þess að líkurnar á því að smástirni sem grannt hefur verið fylgst með rekist á jörðina séu nánast engar. Um tíma voru líkurnar á árekstri metnar þær mestu sem nokkru sinni hafa mælst fyrir smástirni af þessari stærð. 25.2.2025 10:42
VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Ragnar Þór Ingólfsson fékk greiddar rúmar tíu milljónir króna frá stéttarfélaginu VR í hálfs árs biðlaun og orlof eftir að hann lét af embætti formanns til þess að taka sæti á Alþingi í desember. Hann hefur fengið greidd laun fyrir þingsetu frá því í desember. 25.2.2025 08:36
Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Fyrrverandi leiðtogi flokks Nigels Farage í Wales hefur verið ákærður fyrir að þiggja mútur fyrir að halda uppi áróðri Rússa um Úkraínu á Evrópuþinginu. Talsmaður flokksins segir manninn ekki lengur félaga í honum. 24.2.2025 13:36
Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, greindi frá því að ríkisstjórnin hefði samþykkt að auka stuðning við Úkraínu um rúma tvo milljarða króna í ávarpi á leiðtogafundi í Kænugarði í morgun. Stuðningur íslenskra stjórnvalda við varnir Úkraínu nema þá um 3,6 milljörðum króna á þessu ári. 24.2.2025 11:56
Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Friedrich Merz, væntanlegur kanslari Þýskalands, sagði að Evrópa þyrfti að öðlast sjálfstæði frá Bandaríkjunum fljótt í gær. Hann efast um að Atlantshafsbandalagið verði til í núverandi mynd mikið lengur eftir nýleg ummæli Bandaríkjaforseta. 24.2.2025 10:43
Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Stófelld uppbygging gagnavera sem erlend fyrirtæki stefna að í Finnlandi er ólíkleg til þess að skila landinu miklum efnahagslegum ávinningi og er mengandi, að mati þarlends sérfræðings. Nokkur af stærstu gagnaverunum á Íslandi eru nú í eigu erlendra aðila. 24.2.2025 09:17
Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Ekki var hægt að lenda Airbus-farþegaþotu Icelandair í þoku í Osló í morgun vegna þess að flugmenn félagsins eru enn í þjálfun á vélunum sem félagið tók nýlega í notkun. Farþegum var boðið að stíga frá borði í Stokkhólmi eða fljúga aftur heim til Íslands. 21.2.2025 14:04
Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Árleg rýrnun jökla á jörðinni utan stóru ísbreiðanna var mun hraðari síðustu tíu árin en hún var á fyrsta áratug þessarar aldar samkvæmt umfangsmikilli rannsókn. Íslenskir jöklar rýrnar örar en flestir aðrir þrátt fyrir að rýrnunin sé hægari nú en í byrjun aldar. 21.2.2025 11:47