Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Jarðskjálfti af stærðinni 3,3 mældist í Vatnafjöllum suðaustur af Heklu rétt fyrir klukkan tvö í dag. Þetta er stærsti skjálfti sem hefur mælst þar frá því í janúar. 8.9.2025 14:49
Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Francois Bayrou, forsætisráðherra Frakklands, reyndi að sannfæra stjórnarandstöðuna um nauðsyn þess að draga úr hallarekstri og skuldasöfnun ríkisins áður en þingið greiðir atkvæði um að setja hann af í dag. Aðgerðir Bayrou í þessum efnum eru ein helsta ástæða þess að stjórnarandstaðan býr sig undir að sparka honum úr embætti. 8.9.2025 14:06
Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Saksóknarar við Alþjóðaglæpadómstólinn ætla að leggja fram gögn til að styðja ákæru á hendur úgöndskum stríðsherra vegna stríðsglæpa og glæpi gegn mannkyninu að honum fjarstöddum. Málið er sagt geta haft fordæmisgildi þar sem grunaður maður er ekki í haldi, til dæmis fyrir Vladímír Pútín og Benjamín Netanjahú. 8.9.2025 11:37
Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Lögreglumenn drápu að minnsta kosti átta manns og særðu tugi til viðbótar þegar þeir skutu á mótmælendur sem reyndu að ryðjast inn í þinghúsið í Katmandú, höfuðborg Nepals í dag. Tugir þúsunda manna mótmæla banni stjórnvalda við flestum samfélagsmiðlum. 8.9.2025 10:58
Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Björgunarsveitir af Suðurlandi leituðu að tveimur ferðamönnum sem villtust á göngu á milli Landmannalauga og Hrafntinnuskers í gærkvöldi. Mennirnir fundust heilir á húfi ekki fjarri skálanum í Landmannalaugum að ganga ellefu í gærkvöldi. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig kölluð út. 8.9.2025 10:18
Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Að minnsta kosti sex eru látnir eftir að tveir palestínskir byssumenn hófu skothríð á strætisvagnastoppistöð í norðanverðri Jerúsalem í morgun. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á verknaðinum en Hamas-samtökin hafa lýst yfir velþóknun á honum. 8.9.2025 09:00
Webb smellti af nýburamyndum Nýjar myndir öflugasta geimsjónauka í heimi sem birtar voru í dag sýna þúsundir nýfæddra stjarna í risavaxinni stjörnumyndunarþoku í þúsunda ljósára fjarlægð frá jörðinni. 5.9.2025 15:56
Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Alþjóðlegur leiðangur hefur staðfest að mikið magn ferskvatns er að finna undir hafsbotninum undan norðausturströnd Bandaríkjanna. Slíkir neðanjarðarforðar gætu hjálpað til við að mæta stóraukinni eftirspurn mannkynsins eftir vatni. 5.9.2025 14:00
Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Þrenn félagasamtök fengu saman 16,8 milljónir króna í styrki frá ríkinu á sama tíma og þau ráku mál gegn Landsneti vegna framkvæmda við háspennulínur og flutningskerfið. Níu þingmenn Sjálfstæðisflokksins óskuðu eftir skýrslu um hvort opinberir styrkir hefðu verið nýttir til að kosta málarekstur af því tagi. 5.9.2025 11:44
Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Karlmaður á sextugsaldri sem slasaði tugi manna þegar hann ók bíl sínum inn í mannfjölda þegar stuðningsmenn enska knattspyrnuliðsins Liverpool fögnuðu sigri í maí lýsti sig saklausan af ákærum þegar hann kom fyrir dómara í dag. 4.9.2025 14:51