Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Bergþór Pálsson, óperusöngvari, dvaldi um áramótin í herberginu þar sem eitt ástsælasta óperutónskáld veraldar, Giuseppe Verdi, andaðist fyrir öld og aldarfjórðungi síðan. Það kom til fyrir hreina tilviljun. 25.1.2026 14:44
Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Berglind Ósk Guðmundsdóttir, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Heimir Örn Árnason, sitjandi oddviti flokksins á Akureyri og formaður bæjarráðs, ætla að styðja hvort annað í komandi sveitarstjórnarkosningum. Berglind mun styðja Heimi í annað sæti lista flokksins og Heimir mun styðja að Berglind fái oddvitasætið. 25.1.2026 13:31
Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu Flug tveggja véla, annars vegar franskrar eldsneytisvélar og hins vegar danskrar herþotu, vakti athygli einhverra landsmanna um miðjan dag í gær. 25.1.2026 13:03
Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Bjarni Halldór Janusson, fyrrverandi varaþingmaður Viðreisnar og aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, ætlar í framboð með Samfylkingunni í Reykjanesbæ. 25.1.2026 12:15
Segir Heiðu hafa átt betra skilið Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar sem hafnaði í fjórða sæti í prófkjöri flokksins í Reykjavík í gær, segist ætla að taka sætið þó að hann hafi ekki náð markmiði sínu, en hann sóttist eftir öðru sætinu. 25.1.2026 11:46
Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Sprengisandur er á sínum stað á Bylgjunni í dag en þar fær Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi til sín góða gesti og ræðir við þá samfélagsmálin sem brenna á þjóðinni. 25.1.2026 09:31
Þurrt og bjart víða um landið Hæðarsvæði fyrir norðan land, sem teygir sig frá Grænlandi yfir til Skandinavíu, gerir það að verkum að lægðir komast ekki hina algengu leið til norðurs. Það veldur því að lægðirnar sunnan lands þrýsta á móti hæðinni og má búast við allhvössum eða hvössum vindi allra syðst á landinu en hægari annars staðar. 25.1.2026 09:25
Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Mikið var um mál tengd umferðinni í umdæmi lögreglustöðvar þrjú, sem fer með mál í Kópavogi og Breiðholti. 25.1.2026 07:53
Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Tveir einstaklingar voru handteknir í gærkvöldi eða nótt grunuð um líkamsárásir og eignaspjöll og vistuð í fangaklefa. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en af orðalagi lögreglunnar að dæma var um einn karl og eina konu að ræða. 25.1.2026 07:43
Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Stefán Einar Stefánsson fjölmiðlamaður útilokar ekki að hann muni einn daginn skella sér í stjórnmálin og fara í framboð. Myndi hann skipta um starfsvettvang eða færa sig um set gæti valið þó einnig verið allt annað en pólitíkin. Hann myndi til að mynda hafa áhuga á að gerast rithöfundur í franskri sveit. 24.1.2026 13:38