Ritstjóri

Hörður Ægisson

Hörður er ritstjóri viðskiptamiðilsins Innherja á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Mæla með kaupum og segja bréf Al­vot­ech „á af­slætti í saman­burði við keppi­nauta“

Í tveimur nýjum erlendum greiningum er mælt sem fyrr með kaupum í Alvotech en væntingar eru um góða rekstrarniðurstöðu á seinni árshelmingi vegna áfangagreiðslna og sölutekna af nýjum hliðstæðum félagsins á markað. Sænski bankinn SEB gerir ráð fyrir að tekjur og rekstrarhagnaður á árinu verði við efri mörk útgefinnar afkomuspár og segir hlutabréf Alvotech núna á afslætti í samanburði við sambærileg líftæknilyfjafélög.

Ný út­lán til fyrir­tækja skruppu saman um nærri þriðjung á fyrri árs­helmingi

Talsvert hefur hægt á lántöku fyrirtækja að undanförnu samtímis viðvarandi háu raunvaxtastigi en hrein ný útlán fjármálastofnana til atvinnulífsins drógust saman um nærri sextíu milljarða á fyrstu sex mánuðum ársins. Ólíkt þróuninni í fyrra sækjast fyrirtækin núna í óverðtryggða fjármögnun á meðan þau eru að greiða upp verðtryggð lán.

Míla gerir aðra at­lögu að því að kaupa ljós­leiðarafélag í Vest­manna­eyjum

Stjórn Eyglóar, eignarhaldsfélag um ljósleiðaravæðingu í Vestmannaeyjum, hefur fallist á nýtt kauptilboð Mílu í fjarskiptainnviði fyrirtækisins en fyrr á árinu var samruni félaganna afturkallaðar vegna „mikillar mótspyrnu“ sem viðskiptin mættu í umsögnum til Samkeppniseftirlitsins, sérstaklega frá Ljósleiðaranum og Fjarskiptastofu. Ljósleiðarinn skilaði hins vegar ekki tilboði í innviði Eyglóar þegar þeir voru auglýstir til sölu fyrir skömmu.

Skatta­hækkanir á út­flutnings­greinar mun lík­lega grafa undan raun­genginu

Áform stjórnvalda um aukna skattlagningu á helstu útflutningsgreinar landsins, einkum sjávarútveginn, mun ólíklega skila tekjum í samræmi við væntingar enda munu umsvifin og samkeppnishæfni minnka á sama tíma, að sögn hlutabréfagreinanda og hagfræðings, sem furðar sig á lítilli umræðu í þjóðfélaginu um stöðu okkar mikilvægustu atvinnuvega. Þvert á yfirlýstan tilgang þá sé líklegast að skattahækkanir á útflutningsatvinnuvegina muni draga úr kaupmætti og velmegun þegar á öllu er á botninn hvolft.

Bréf ISB rjúka upp þegar farið var í endur­kaup og sjóðirnir byrjuðu að bæta við sig

Tveir af stærstu lífeyrissjóðum landsins hafa verið talsvert á kaupendahliðinni í Íslandsbanka það sem af er þessum mánuði og bætt við sig bréfum í bankanum fyrir samtals vel á annan milljarð króna. Hlutabréfaverð Íslandsbanka, sem hratt af stað nýrri endurkaupaáætlun fyrir skömmu, hefur hækkað mikið að undanförnu í umtalsverðri veltu.

Með fleiri gjald­eyris­stoðum gæti hátt raun­gengi verið „komið til að vera“

Þrátt fyrir sögulega hátt raungengi krónunnar samhliða miklum launahækkunum ætti öflug ferðaþjónusta að geta þrifist, að mati sérfræðings á gjaldeyrismarkaði, en það kallar á aðlögunarhæfni greinarinnar og smám saman muni starfsemi með litla framlegð verða ýtt út úr landi vegna launakostnaðar. Uppgjör Icelandair á öðrum fjórðungi, sem var vel undir væntingum greinenda, litaðist meðal annars af sterku gengi krónunnar og forstjóri flugfélagsins nefndi að sagan sýndi að þessi staða væri ekki sjálfbær.

Verð­tryggingar­skekkjan farin að skila bönkunum auknum vaxta­tekjum á nýjan leik

Á liðnu ári setti mikið jákvætt verðtryggingarmisvægi bankanna almennt þrýsting á vaxtamun og hreinar vaxtatekjur þeirra á sama tíma og verðbólgan var á skarpri niðurleið. Núna er staðan önnur, verðbólgan jafnvel farin að hækka, og jákvæð afkomuviðvörun Arion ásamt uppgjöri Landsbankans sýnir að auknar vaxtatekjur skýra einkum mikinn afkomubata.

Stærsti einka­fjár­festirinn bætir nokkuð við stöðu sína í Skaga

Fjárfestingafélag Bjarna Ármannssonar, sem fer með um níu prósenta hlut í Skaga, hefur á undanförnum vikum stækkað eignarhlut sinn í fjármálafyrirtækinu en stjórnendur þess horfa meðal annars núna til tækifæra þegar kemur að ytri vexti samhliða mikilli gerjun í samkeppnisumhverfinu.

Róbert selur Adal­vo til fjár­festingar­risans EQT fyrir um einn milljarð dala

Fjárfestingafélagið Aztiq, sem er í meirihlutaeigu Róberts Wessman, hefur gengið frá sölu á nánast öllum eignarhlut sínum í Adalvo til alþjóðlega fjárfestingarrisans EQT en lyfjafyrirtækið er verðmetið á um einn milljarð Bandaríkjadala í þeim viðskiptum. Róbert segir að með sölunni sé hann meðal annars að reyna „einfalda lífið“ þannig að hann geti varið öllum sínum tíma í rekstur Alvotech en jafnframt er núna unnið að því að reyna klára sölu á samheitalyfjafyrirtækinu Alvogen í Bandaríkjunum síðar á árinu.

Sjá meira