Fréttamaður

Elín Margrét Böðvarsdóttir

Elín Margrét er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Húsbrot á höfuð­borgar­svæðinu: Oft sama fólkið sem brýst í­trekað inn í fleiri fjöl­býlis­hús

Það hefur verið þónokkuð um húsbrot í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu síðustu vikur og mánuði og dæmi um að lögregla hafi ítrekað þurft að hafa afskipti af sömu mönnunum sem hafi brotist inn í stigaganga og sameignir fjölbýlishúsa. Mál þeirra einstaklinga eru til rannsóknar hjá lögreglu en ekki er alltaf svo að húsráðendur leggi fram kæru þegar brotist er inn í hýbýli þeirra.

Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk

Utanríkisráðuneytið fylgist náið með stöðunni í Póllandi í kjölfar atburða næturinnar og hvetur Íslendinga í Póllandi sem kunni að þurfa á aðstoð að halda að samband við borgaraþjónustuna. Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir gott að brugðist hafi verið við með valdi þegar rússneskir drónar voru skotnir niður í pólskri lofthelgi í nótt.

Hrókeringar í þing­nefndum og Grímur segir af sér

Tilkynnt var um nokkrar breytingar á skipan þingnefnda á fundi Alþingis í gær að lokinni þingsetningu. Bæði Viðreisn og Sjálfstæðisflokkur gera breytingar á nefndasetu meðal sinna þingmanna og þá hefur Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar, sagt af sér sem annar varaformaður forsætisnefndar þingsins.

Stjórnar­and­staðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðar­dans sumarsins

Stjórnarandstaðan þarf að fá ný tæki í hendurnar til að geta sinnt sínu lýðræðislega hlutverki ef málþófsvopnið verður bitlaust með virkjun 71. greinar þingskapalaga sem heimilar takmörkun á ræðutíma. Þetta segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor. Þingið hafi verið komið í algjört öngstræti við afgreiðslu veiðigjaldafrumvarpsins í sumar en leiðtogar flokka þurfi nú að setjast niður og ræða hvað sé hægt að gera í staðinn, þannig sómi sé af þingstörfum.

Tuttugu prósent meira fjár­magn í utan­ríkis­mál á næsta ári

Ekki liggur fyrir hversu háu hlutfalli af landsframleiðslu næsta árs verður varið í öryggis- og varnarmál og styrkingu innviða sem falla mun undir ný viðmið Atlantshafsbandalagsins þar um. Markmið ríkisstjórnarinnar er að árið 2035 verði 1,5% af landsframleiðslu varið til slíkra verkefna en eins og staðan er núna er enn verið að vinna að viðmiðum fyrir hvaða útgjaldaliðir geti fallið þar undir.

Ueno snýr aftur og Haraldur fram­kvæmda­stjóri

Haraldur Þorleifsson hefur aftur tekið við framkvæmdastjórn tækni- og hönnunarfyrirtækisins Ueno. Fyrirtækið stofnaði hann sjálfur fyrir rúmum áratug en seldi síðar til samfélagsmiðlarisans sem þá hét Twitter. „Ueno er komið aftur,“ skrifar Haraldur í færslu á Facebook í dag þar sem hann greinir frá tíðindunum.

Ekki út­gangs­punktur að beita á­kvæðinu

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segist líta svo á að ákvæði 71. greinar þingskaparlaga, sem heimilar takmörkun á ræðutíma þingmanna, sé ákveðið „lýðræðisákvæði.“ Beiting stjórnarmeirihlutans á ákvæðinu við umræðu um veiðigjaldafrumvarpið olli ákveðnu uppnámi á Alþingi undir lok þingsins áður en það fór í frí í sumar. Hún útilokar ekki að ákvæðinu verði beitt í umræðu um bókun 35 en segir þó ekki gengið út frá því heldur.

Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta

Símabann í skólum, breyting á atkvæðavægi og þingsætadreifingu, og „tiltekt í útlendingamálum“ er meðal þess sem ríkisstjórnin boðar á komandi þingvetri. Ríkisstjórnin boðar 157 mál sem hún hyggst leggja fyrir Alþingi á 157. löggjafarþingi 2025-2026 sem hefst í dag.

Svona var kynning ríkis­stjórnar á þingmálum vetrarins

Leiðtogar ríkisstjórnarinnar kynna þingmálaskrá vegna komandi þingvetrar á blaðamannafundi í dag. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru ríflega 150 mál í þingmálaskránni, sum endurflutt og önnur ný af nálinni. Líkt og venja er eru það einnig mismörg mál sem hver ráðherra hyggst leggja fyrir þingið hverju sinni.

Sjá meira