Fréttamaður

Elín Margrét Böðvarsdóttir

Elín Margrét er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Um­ferðar­slys á Fagra­dal og veginum lokað

Veginum um Fagradal hefur verið lokað vegna umferðarslyss sem þar varð síðdegis í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Austurlandi standa enn yfir aðgerðir á vettvangi og hafa sjúkrabílar sótt slasað fólk á vettvang en ekki er talið að um alvarleg meiðsl sé að ræða, þó einhver. Nokkur vetrarfærð er á svæðinu og hefur fjallvegum í nágrenninu einnig verið lokað vegna ófærðar.

Víða vetrarfærð, Fjarðar­heiði lokuð og björgunar­sveitir að­stoða fólk í föstum bílum

Veginum um Fjarðarheiði hefur verið lokað vegna ófærðar og björgunarsveitir eru farnar á vettvang til að aðstoða ökumenn sem sitja fastir í bílum á heiðinni. Óvíst er hvenær hægt verður að opna aftur fyrir umferð um heiðina en gular veðurviðvaranir eru í gildi víða sunnan- og austanlands þar til seint í kvöld. Þá hafa björgunarsveitir verið kallaðar út til að aðstoða fólk sem er fast á veginum um Kjöl. Lögreglan bendir á að nú þegar veturinn er að skella á sé tími til að huga að vetrardekkjunum og kynna sér aðstæður áður en lagt er af stað.

Haf­steinn Dan tekur við for­mennsku í refsiréttarnefnd

Hafsteinn Dan Kritjánsson hefur verið skipaður formaður refsiréttarnefndar. Nefndin hefur það hlutverk að vera dómsmálaráðuneytinu til ráðgjafar á sviði refsiréttar en Hafsteinn tekur við starfinu af doktor Svölu Ísfeld Ólafsdóttur.

„Al­var­legt á­fall á Grundar­tanga” sem beri að bregðast við hratt

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Starfsgreinasambandsins, lýsir alvarlegum áhyggjum af þeirri stöðu sem uppi er á Grundartanga en Norðurál tilkynnti um það í gær að framleiðsla hafi verið stöðvuð í stórum hluta álversins á Grundartanga vegna bilunar í rafbúnaði. Um er að ræða mikið áfall fyrir starfsemina, starfsfólkið og samfélagið allt á Akranesi og í nærsveitum að sögn Vilhjálms. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru uppi töluverðar áhyggjur meðal starfsfólks um mögulegan atvinnumissi vegna stöðunnar.

„Það getur ein­hver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“

Engin börn, sem yfir höfuð hafa aðgang að internetinu, samfélagsmiðlum eða tölvuleikjunum, eru óhult fyrir því að brotamenn reyni að tæla þau. Þetta segir framkvæmdastjóri Heimilis og skóla sem segir mikilvægt að foreldrar setji mörk, fylgist grannt með netnotkun barna sinna og helst leyfi ungum börnum sínum ekki að nota tölvuleiki á borð við Roblox þar sem hver sem er getur nær óhindrað sett sig í samband við börnin.

Lýstu yfir hættustigi vegna flug­vélar í vanda

Rauðu hættustigi var lýst yfir á Keflavíkurflugvelli í gær og voru viðbragðsaðilar í viðbragðsstöðu vegna bilunar í hreyfli flugvélar með ríflega 220 farþega innanborðs sem fékk heimild til lendingar í Keflavík. Slökkviliði barst tilkynning frá Neyðarlínunni á fimmta tímanum síðdegis í gær og voru sjúkra- og dælubílar frá Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu í viðbragðsstöðu. Boðið var afturkallað þegar vélin lenti heilu og höldnu.

Nýr land­nemi á Ís­landi ratar í heimspressuna

Fréttir af komu moskítóflugunnar til Íslands hafa nú ratað í heimspressuna. Fjölmiðlar í Bretlandi og Danmörku hafa meðal annars greint frá komu þessa nýja landnema til Íslands í dag og sett í samhengi við áhrif loftlagsbreytinga.

Ungt fólk í bílnum og annað al­var­lega slasað

Rannsókn alvarlegs umferðarslyss sem varð á hringveginum austan við Kirkjubæjarklaustur í gær stendur enn yfir og fólkið sem var í bílnum sem valt út af veginum er enn á sjúkrahúsi eftir því sem lögreglan á Suðurlandi kemst næst, og er annað þeirra talsvert mikið slasað.

Laga­leg ó­vissa og kaup­endur byrjaðir að fá nei frá bankanum

Ákvörðun fjármálastofnana um að setja afgreiðslu umsókna um verðtryggð húsnæðislán á ís er þegar farin að hafa áhrif á fasteignamarkaðinn. Dæmi eru um að kaupendur sem höfðu þegar fengið samþykkt greiðslumat vegna fasteignakaupa hafi ekki fengið umbeðin lánagögn afhent þar sem bankinn sagði nei, auk þess sem fáar fyrirspurnir eru að berast fasteignasölum og léleg mæting á opin hús.

21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico

Hinn 72 ára gamli Juraj Cintula hefur verið dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu, í maí í fyrra. Dómurinn var kveðinn upp í sérhæfðum glæpadómstól í borginni Banská Bystrica í Slóvakíu í morgun. Cintula er dæmdur fyrir hryðjuverkaárás með því að hafa skotið á forsætisráðherrann þar sem hann var staddur umvafinn stuðningsmönnum sínum að afloknum ríkisstjórnarfundi í bænum Handlová þann 15. maí í fyrra.

Sjá meira