Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Frans páfi er látinn 88 ára að aldri. Hann lést snemma í morgun, á öðrum degi páska, eftir að hafa glímt við alvarleg veikindi síðustu mánuði lífs síns. 21.4.2025 11:45
Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Föstudagurinn langi var haldinn hátíðlegur víða um heim í dag. Mismunandi hefðir tengdar deginum er að finna í öllum heimshornum til að minnast píslargöngu Krists. Meðan Íslendingar létu sér nægja að flagga í hálfa stöng sviðsettu einhverjir Filippseyingar krossfestingu. 18.4.2025 23:02
Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Háskólasamfélagið í Bandaríkjunum er skelkað vegna atlögu stjórnvalda að háskólunum í landinu og fræðimenn þegar lagðir á flótta til annarra landa. Þetta segir dósent við Columbia. Íslenskur nemi við Harvard segir framtíðaráform sín í mögulega í uppnámi en ætlar ekki að láta stjórnast af ótta vegna hótana Trump-stjórnarinnar sem beinast gegn háskólum og erlendum nemendum þeirra. 18.4.2025 19:55
Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Háskólasamfélagið í Bandaríkjunum er skelkað vegna atlögu stjórnvalda að háskólunum í landinu og fræðimenn þegar lagðir á flótta til annarra landa. Þetta dósent við Columbia-háskóla. 18.4.2025 18:23
„Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Fjármálaráð gerir margvíslegar athugasemdir í umsögn sinni um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem nú er í meðförum Alþingis. Ráðið gagnrýnir meðal annars að því sé gert ókleyft að uppfylla lögbundið hlutverk sitt vegna nýs verklags, og þá er áhyggjum lýst af því að boðaðar breytingar á örorku- og ellilífeyrisbótakerfinu geri bótaþegum hærra undir höfði en launþegum. 18.4.2025 14:57
Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Engar reglur eru um það hér á landi hversu margar fjölskyldur sæðisgjafar mega búa til. Eigandi frjósemisstofu kallar eftir breytingum og segir fréttir af evrópskum sæðisgjöfum sem eignast hafi jafnvel hundruð barna vera áhyggjuefni. 17.4.2025 18:26
Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Utanríkisráðherra segir vonbrigði að kraftlyftingakappinn Hafþór Júlíus Björnsson hafi ákveðið að taka þátt á kraftlyftingamóti í Síberíu í Rússlandi um páskana. Hafþór Júlíus er einn af sjö erlendum keppendum á mótinu sem kallast Siberian Pro og fer fram 19. og 20. apríl. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra, segir íþróttafólki frjálst að taka þátt í þeim keppnum sem það kýs, en þykir þátttakan umhugsunarverð í ljósi stríðsreksturs Rússa í Úkraínu. 17.4.2025 16:24
Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Gróft ofbeldi í nánum samböndum virðist vera að aukast, að sögn framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins. Við ræðum við framkvæmdastýru athvarfsins í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag, en komum kvenna í athvarfið fjölgaði milli ára. 17.4.2025 11:52
Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Huggulegheit heima fyrir, matarboð og heimsóknir til ömmu og afa er meðal þess sem er framundan hjá sumum um páskana. Fréttastofan fór á stúfana og forvitnaðist um hvernig fólk ætlar að nýta fríið. 16.4.2025 21:31
Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Mikil örtröð var á Keflavíkurflugvelli í morgun og fólk beið í allt að fjörutíu mínútur í röð eftir að komast í gegnum öryggisleit. Ekki er óvanalegt að raðir myndist á háannatíma líkt og um páska en Isavia biðlar til þeirra sem ætla að leggja land undir fót um páskana að mæta snemma á völlinn. 16.4.2025 11:55