Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Engin niðurstaða fékkst á fundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í dag. Verkfallsaðgerðir eru fyrirhugaðar á sunnudag og nýr fundur ekki verið boðaður í kjaradeilunni. 17.10.2025 20:50
Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Andrés prins hefur afsalað sér öllum titlum og heiðursmerkjum, þeirra á meðal hertogatitlinum. Yfirlýsingin kemur í kjölfar umfjöllunar um vinskap hans við látna barnaníðinginn Jeffrey Epstein og meintan kínverskan njósnara. 17.10.2025 18:15
Cillian mærir Kiljan Írski stórleikarinn Cillian Murphy fær ekki nóg af Sjálfstæðu fólki eftir Nóbelsskáldið Halldór Kiljan Laxness og lýsir skáldsögunni sem meistaraverki. 17.10.2025 18:02
Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Samtök iðnaðarins efna til opins fundar um þróun og áhrif gervigreindar í heiminum og stöðu Íslands í gervigreindarkapphlaupinu, tækifærin sem þjóðin standi frammi fyrir og áskoranir. 17.10.2025 11:31
Ace Frehley látinn af slysförum Paul Daniel Frehley, betur þekktur sem Ace Frehley, er látinn 74 ára að aldri. Frehley var einn stofnenda heimsþekktu rokkhljómsveitarinnar Kiss, söngvari hennar og aðalgítarleikari. Hann lést eftir slys í síðasta mánuði. 16.10.2025 23:04
Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Donald Trump Bandaríkjaforseti varaði Hamas við því í dag að Bandaríkin „muni ekki hafa annan kost en að fara inn og drepa þá“ ef blóðsúthellingar haldi áfram á Gasa. 16.10.2025 21:59
Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Hagar, sem reka meðal annars Bónus, Hagkaup og Olís, högnuðust um 3.721 milljónir króna á fyrri helmingi yfirstandandi rekstrarárs. Það er umtalsverð aukning frá sama tímabili í fyrra þegar hagnaður nam 2.573 milljónum króna. Forstjóri segir reksturinn ganga vel auk þess sem tekjur og afkoma á öðrum ársfjórðungi hafi reynst umfram áætlanir. 16.10.2025 18:42
Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Ríkisstjórn Donald Trumps Bandaríkjaforseta hefur heimilað leyniþjónustu landsins (CIA) að framkvæma leynilegar aðgerðir í Venesúela. Heimildin er næsta skref í herferð Bandaríkjastjórnar gegn Venesúela og Nicolás Maduro, forseta landsins. 16.10.2025 00:00
Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Minnst 20 fórust þegar eldur kviknaði í farþegarútu í norðurhluta Indlands í gær. Talið er að 35 til 50 farþegar hafi verið um borð þegar ökumaður rútunnar hóf för milli bæjanna Jaisalmer og Jodhpur í Rajasthan-fylki. 15.10.2025 22:54
Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Fangi á Litla-Hrauni réðst á samfanga sinn með hnífi í dag eftir að átök brutust út milli þeirra. Annar þeirra fékk skurð á hendi en fangaverðir slösuðust ekki. 15.10.2025 20:25