„Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, saknar þess ekki að vera á Alþingi. Frelsi felist í því að hreinsa dagskrána, ferðast um landið á nýkeyptum pallbíl og vinna upp tímann sem vinnan tók frá fjölskyldunni. 19.7.2025 17:31
Hnífstunga á Austurvelli Einn var handtekinn eftir hnífstunguárás á Austurvelli í dag. Lögreglu barst tilkynning um málið um klukkan 14 og flúði grunaður árásarmaður af vettvangi. Hann var síðar handtekinn í Kringlunni. 19.7.2025 15:54
Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Ísrael og Sýrland hafa komist að samkomulagi um vopnahlé eftir að Ísrael blandaði sér í átök sýrlenska stjórnarhersins við vígahópa fyrr í þessari viku. Þetta staðhæfir sérstakur erindreki Bandaríkjanna í málefnum Sýrlands. 19.7.2025 12:22
Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Fimm voru handteknir í miðbæ Akureyrar í gærkvöldi vegna gruns um frelsissviptingu og var sérsveit ríkislögreglustjóra kölluð út í tengslum við aðgerðirnar. 19.7.2025 10:52
Sjúkratryggingar réðu illa við læknana í Reykjavík Ríkisendurskoðun telur að samningur Sjúkratrygginga Íslands við sjálfstætt starfandi sérgreinalækna geti falið í sér hvata til að veita þjónustu óháð raunverulegri þörf og hagsmunum heilbrigðisþjónustunnar. 25.6.2025 10:43
Vilja ábendingar um „kettlingamyllur“ og síendurtekin got Deildarstjóri hjá Dýraþjónustu Reykjavíkur vill að kattasamþykkt Reykjavíkur verði endurskoðuð þannig að meira samræmi sé til dæmis um geldingu læða og fressa. Hún segir fólk verða að fræða sig betur um þá skuldbindingu sem fylgir gæludýrahaldi áður en það fær sér gæludýr. Eins og fyrri ár er allt að fyllast í athvörfum af hundum og köttum sem fólk vill ekki eiga. 25.6.2025 09:53
„Þetta rugl í Kastljósi í gær af hálfu forsætisráðherra er skammarlegt“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar fóru hörðum orðum um forsætisráðherra á þinginu og gagnrýndu ummæli sem hún lét falla í Kastljósi í gær. Þar sakaði hún minnihlutann um fjalla um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar í „falsfréttastíl.“ Formaður atvinnuveganefndar sakar minnihlutann um að stunda blekkingar. 24.6.2025 11:43
Gert að greiða fyrrverandi manni sínum bætur vegna dreifingar á nektarmynd Kona sem var dæmd fyrir afla sér og dreifa nektarmyndum af þáverandi eiginmanni sínum og annarri konu var í dag gert að greiða honum 486.500 krónur í miskabætur að viðbættum vöxtum. Henni var einnig gert að greiða 669.600 krónur í málskostnað til ríkissjóðs. 23.6.2025 16:50
Meira örplast í flöskum úr gleri en plasti Drykkir sem seldir eru í glerflöskum geta innihaldið margfalt meira magn af örplasti en sambærilegir drykkir í plastflöskum. Þetta sýna niðurstöður franskrar rannsóknar sem skoðaði gos, bjór, vín og vatn selt þar í landi. 23.6.2025 13:44
Biðla til foreldra: Barn einungis þrjátíu sekúndur að drukkna Alls drukknuðu 68 manns á Íslandi á árunum 2013 til 2023 og á heimsvísu drukkna að jafnaði þrjátíu einstaklingar á hverri einustu klukkustund. Þetta segja fulltrúar Rauða krossins sem hvetja fólk til að hafa augun opin í sumar og fylgjast sérstaklega vel með börnum sem geti drukknað á einungis þrjátíu sekúndum. Drukknun geti verið hljóðlát og henni þurfi hvorki að fylgja öskur né gusugangur. 23.6.2025 11:39