Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Flugumferð um Kastrupflugvöll í Kaupmannahöfn er hafin að nýju eftir að hún var stöðvuð fyrr í kvöld vegna óleyfilegrar umferðar dróna. Lögregla segist skorta upplýsingar um fjölda þeirra, gerð og hvaðan þeir komu. 22.9.2025 23:04
Lýsa eftir Karli Helgasyni Hinn 78 ára gamli Karl Helgason sem lögregla lýsti eftir í kvöld er fundinn heill á húfi. Hann er búsettur í Kópavogi og hefur til umráða ljósgráa Suzuki-bifreið með skráningarnúmerinu JTD56. 22.9.2025 22:04
Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Björg Magnúsdóttir, fjölmiðlakona og fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra, hefur gengið til liðs við Viðreisn. 22.9.2025 21:55
Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Sex bresk góðgerðafélög sem störfuðu með hertogaynjunni af York hafa slitið á tengsl við hana eftir að tölvupóstur var birtur þar sem hún kallaði Jeffrey Epstein „einstakan vin“. Í póstinum virtist hún biðjast velvirðingar á því að hafa gagnrýnt hann opinberlega. 22.9.2025 21:25
Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Grínistinn og þáttastjórnandinn Jimmy Kimmel mun snúa aftur á skjáinn með spjallþátt sinn Jimmy Kimmel Live! á morgun. Hlé var gert á framleiðslu þáttanna í síðustu viku eftir að ummæli Kimmels um viðbrögð hægri manna við morðinu á Charlie Kirk ollu usla. 22.9.2025 19:47
Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Tæplega sex kíló af kókaíni fundust í bifreið sem flutt var með fraktskipi til Þorlákshafnar í sumar. Þrír erlendir ríkisborgarar sitja enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins en upphaflega voru sex manns handteknir í tengslum við það í júlí. 22.9.2025 18:09
Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Utanríkisráðherra Bandaríkjanna lýsti yfir eindregnum stuðningi Bandaríkjastjórnar við forsætisráðherra Ísraels og fyrirætlanir hans um að uppræta Hamas í opinberri heimsókn í Jerúsalem í dag. Það væri sömuleiðis forgangsverkefni bandarískra stjórnvalda að frelsa ísraelska gísla og ryðja Hamas úr vegi. Hann varaði bandalagsríki við því að viðurkenna fullveldi Palestínu. 15.9.2025 22:28
Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Fyrrverandi liðsforingi í norska hernum og sérfræðingur í varnar- og öryggisfræðum segist skilja það vel að margir Íslendingar hafi lítinn áhuga á því að setja fjármagn í vopnakaup og þátttöku í stríðsrekstri. 15.9.2025 21:09
Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Eins hreyfils flugvél hlekktist á við lendingu á Blönduósflugvelli og lenti utan flugbrautar á fimmta tímanum í dag. Flugmaður og þrír farþegar voru fluttir til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi. 15.9.2025 17:26
Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Ingvar Þóroddsson, þingmaður Viðreisnar, er kominn í leyfi frá þingstörfum. Forseti Alþingis greindi frá því við setningu þingfundar í dag að bréf hafi borist frá þingmanninum þar sem tilkynnt var að hann muni ekki geta sinnt þingstörfum á næstunni. 15.9.2025 15:28