„Horfið á Fávita með ömmu ykkar“ Söngkonan og aktivistinn Sólborg Guðbrandsdóttir er með mörg járn í eldinum þessa dagana. Ásamt því að taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár er Sólborg að fara af stað með þættina Fávitar á Stöð 2+ efnisveitunni í dag. 16.2.2022 07:00
Magnað að geta verið eitt í listinni og svo annað í lífinu Myndlistakonan Ásdís Sif Gunnarsdóttir er hvað þekktust fyrir gjörningalist og video verk en hún hefur náð miklum árangri í listheiminum á síðustu áratugum og unnið að fjöldanum öllum af verkum og sýningum. Ásdís stendur nú fyrir einkasýningunni Stefnumót við sjálfið á Nýlistasafninu og er gestur í nýjasta þætti af KÚNST sem er að finna neðar í pistlinum. 15.2.2022 10:15
„Viljum halda leyndinni eins lengi og mögulegt er“ Tónlistaratriðið Nappi var kynnt inn í liðnum „íslenskt og áhugavert“ á íslenska listanum á FM957 síðasta laugardag en mikil leynd hvílir yfir þessu verkefni. 14.2.2022 16:30
Frumsýna myndbandið við Hjartað mitt: „Sjö ára dóttir mín er innblásturinn af þessu lagi“ Lífið á Vísi kynnir frumsýningu myndbandi við lagið „Hjartað mitt“, sem er eitt þeirra laga sem tekur þátt í undankeppni Eurovision hér á landi í ár. Fjallabróðirinn Halldór Gunnar Pálsson er höfundur lagsins og Magnús Þór Sigmundsson skrifar textann en Stefanía Svavarsdóttir flytur lagið. 14.2.2022 13:00
Ágústa Ýr í myndatöku fyrir Vogue: „Litla ég væri mjög stolt“ Listakonan, leikstjórinn og fyrirsætan Ágústa Ýr Guðmundsdóttir, jafnan þekkt fyrir Instagram nafn sitt @iceicebabyspice, birtist í tölublaði tímaritsins Vogue Italia á dögunum. 13.2.2022 20:01
Júlí Heiðar situr á toppi íslenska listans Söngvarinn Júlí Heiðar skipar fyrsta sæti íslenska listans í dag með lagið Ástin Heldur Vöku. 12.2.2022 16:01
Sjálfsmildi og jákvæð líkamsímynd hjálpa við að mæta því sem þarf hverju sinni Erna Kristín er menntaður guðfræðingur sem heldur uppi Instagram aðganginum @ernuland, þar sem hún leggur áherslu á jákvæða líkamsímynd og dreifir uppbyggilegum boðskap. 12.2.2022 11:31
„Efnið er nefnilega lifandi“ Listakonan Þóra Sigurðardóttir opnar sýninguna EFNI & RÝMI klukkan 14:00 í dag í sal félagsins íslensk grafík, Hafnarhúsinu, og stendur sýningin til 6. mars næstkomandi. 12.2.2022 07:31
„Hugmynd sem nær út fyrir hið sjónræna og opnar enn stærri sýn en sést á yfirborðinu“ Listamaðurinn Helgi Þorgils Friðjónsson opnar sýningu á morgun, laugardaginn 12. febrúar, í Portfolio Gallerí á Hverfisgötu 71. 11.2.2022 07:01
Þátttaka Reykjavíkurdætra í Söngvakeppninni vekur athygli út fyrir landsteina Reykjavíkurdætur eru meðal íslenskra keppenda í undankeppni fyrir Eurovision í ár. Þátttaka þeirra hefur vakið athygli úti í hinum stóra heimi þar sem ýmis erlend tónlistar- og menningartímarit hafa fjallað um þetta. 9.2.2022 11:31