Fréttamaður

Dóra Júlía Agnarsdóttir

Dóra Júlía er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sól Hansdóttir er fatahönnuður Reykjavíkurdætra: Kvenkyns erkitýpur fá að skína

Listakonan og fatahönnuðurinn Sól Hansdóttir er með mörg járn í eldinum og býr yfir mikilli sköpunargleði. Hennar nýjasta verkefni er að hanna fötin sem Reykjavíkurdætur klæðast í Söngvakeppninni en Sól er þekkt fyrir frumlega hönnun sem vekur athygli út fyrir landsteina. Blaðamaður heyrði í Sól og fékk að heyra nánar frá hennar listræna ferli.

„Ástríðan fyrir tónlistinni einhvern veginn alltaf fylgt mér“

Söngkonan Rakel Sigurðardóttir er tilnefnd sem Nýliði Ársins á Hlustendaverðlaununum í ár. Hún er nýbyrjuð að gefa út eigið efni en hefur í gegnum tíðina komið fram með fjölda tónlistarfólks og er meðal annars á laginu Ég var að spá sem er tilnefnt sem Lag Ársins á hátíðinni.

„Erum fyrst og fremst bestu vinir í heiminum“

Hljómsveitin Hylur er tilnefnd sem Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum 2022. Meðlimir sveitarinnar hafa í gegnum tíðina komið fram undir öðrum hljómsveitar nöfnum en alltaf haldið hópinn, enda bestu vinir í heiminum.

Samdi tónlist fyrir Netflix seríuna Vikings: Valhalla: „Maður verður ótrúlega meyr að heyra tónlistina sína í svona mögnuðum þáttum“

Íslenska tónlistarkonan Karlotta Skagfield er með mörg járn í eldinum þessa dagana en hún á meðal annars nokkur lög í nýju Netflix seríunni Vikings: Valhalla. Karlotta segir bransann vera virkilega krefjandi heim, sérstaklega fyrir konur og það þurfi að hafa mikið fyrir því að koma sér á framfæri. Þó sé það, blessunarlega, hægt og rólega að breytast í rétta átt. Blaðamaður tók púlsinn á þessari kraftmiklu ungu konu og fékk að heyra frá tónlistar ævintýrum hennar.

Sautján ára Íslendingur sem hefur unnið með tónlistarmönnum á borð við Kanye West

Konráð Darri Birgisson er sautján ára gamall tónlistarmaður, búsettur í Bandaríkjunum og gengur undir listamannsnafninu K1d Krono. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann náð gífurlegum árangri í tónlistarheiminum við að semja melódíur en hann á meðal annars hlut í laginu Louie Bags af plötunni Donda 2, sem hinn heimsfrægi rappari Kanye West gaf út á dögunum.

Skemmtilegir hlutir til að gera í París

Nú eru eflaust margir farnir að skipuleggja ferðalög og velta fyrir sér næsta áfangastað. Parísarborg er þekkt fyrir að vera einhvers konar miðja ástar og rómantíkur. Þangað fer fólk meðal annars til að trúlofast og vera ofur rómó. Þrátt fyrir krafta ástarinnar er alls ekki nauðsynlegt að gestir borgarinnar séu ástfangnir þegar farið er til Parísar þar sem borgin býður upp á endalaus ævintýri og lífið er bókstaflegt listasafn í París.

Sjá meira