Fréttamaður

Dóra Júlía Agnarsdóttir

Dóra Júlía er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Að gefa út bók er algjör berskjöldun“

Elsa Margrét Böðvarsdóttir gaf út sína fyrstu bók Dansað í friði í maí síðastliðnum. Elsa Margrét er viðskiptafræðingur og viðurkenndur bókari að mennt en hún ákvað loks á fimmtugsaldri að nota vinstra heilahvelið meira og hvíla það hægra og gefa sig á vald listsköpunar, sem hafði legið í dvala að mestu síðan á unglingsárum. Blaðamaður heyrði í Elsu og fékk nánari innsýn í hennar skapandi hugarheim.

Klara Elias frumflutti Þjóðhátíðarlagið 2022

Söngkonan Klara Elias er höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlagsins í ár. Lagið, sem heitir Eyjanótt, kom út fyrr í dag á allar helstu streymisveitur og var frumflutt í Brennslunni á FM957 í morgun.

„Undirmeðvitundin er stundum svo mikið með á nótunum að hún er langt á undan manni“

Tónlistarmaðurinn Benni Hemm Hemm gefur út breiðskífu miðvikudaginn 8. júní. Platan, sem ber titilinn Benni Hemm Hemm & the Melting Diamond Band III, er þriðja platan sem kemur út úr samstarfi hljómsveitarinnar við Mengi Records. Hún kemur út á stafrænu formi og á vínyl en einnig eru gefin út vídeóverk með öllum tónverkunum. Útgáfu plötunnar verður fagnað með tónleikum í Mengi samdægurs, miðvikudagskvöldið 8. júní. Blaðamaður tók púlsinn á Benna.

„Blanda af sumar fíling og því að fylgja hjartanu“

Plötusnúðurinn og tónlistarmaðurinn Doctor Victor situr í áttunda sæti íslenska listans þessa vikuna með nýjasta lagið sitt Falling. Lagið hefur verið á siglingu upp á við á undanförnum vikum. Blaðamaður tók púlsinn á Victori.

Rannsóknarsýning á samskiptum íslenskra listamanna og ungverskra listamanna á áttunda áratugnum

Listasafn Árnesinga opnar sýningu í dag klukkan 15:00 sem ber nafnið Eruð þið ánægð ef þið megið spyrja um eitthvað? Sýningin er rannsóknarsýning ungversks listfræðings, Zsóka Leposa, á samskiptum íslenskra listamanna og ungverskra listamanna á áttunda áratugnum. László Százados er aðstoðarsýningarstjóri og starfar jafnframt við Listasafn Ungverjalands í Búdapest.

Nýtt lag frá Júníusi Meyvant: „Gúrúar syndandi í villtum kenningum“

Tónlistarmaðurinn Júníus Meyvant sendi frá sér nýtt lag í dag sem ber nafnið Guru. Lagið er af væntanlegri plötu og segja má að þetta sé það fyrsta nýja frá honum í 3 ár á heimsvísu, að undanskildum þeim tveimur íslensku lögum sem komu út aðeins á Íslandi á síðasta ári.

Rauði þráðurinn er hundur að skíta

Listamaðurinn Þorvaldur Jónsson (f.1984) opnar sýninguna Hundurinn er til staðar í NORR 11 í dag klukkan 16:00. Sýningin er unnin með Listval og rauður þráður sýningarinnar er hundur að skíta. Blaðamaður hafði samband við Þorvald og fékk að forvitnast um sýninguna.

Vona að þetta setji tóninn fyrir bjart og skemmtilegt sumar

Tónlistarmaðurinn JóiPé var að senda frá sér lagið FACE, sem er fyrsti síngúll af væntanlegri plötu sem verður hans fyrsta sólóplata. Með Jóa á laginu er vinur hans Páll Orri Pálsson sem gengur undir listamannsnafninu PALLY en þetta er fyrsta útgáfa hans undir þessu nafni. Blaðamaður tók púlsinn á Jóa og fékk að heyra nánar frá laginu og lífinu.

Tengir kveikjuna að sýningunni við gamlan málningarslopp sem afi hennar átti og notaði

Listakonan og arkitektinn Steinunn Eik opnaði listasýninguna Jörð í versluninni Vest, Ármúla 17 fyrir nokkrum vikum síðan en sýningin stendur til 18. júní næstkomandi. Í kvöld klukkan 20:00 verður Steinunn Eik með listamannaspjall á sýningunni en blaðamaður tók púlsinn á henni og fékk að heyra nánar frá hennar listræna hugarheimi.

Sjá meira