Doctor Victor, Daníel Ágúst og Bomarz sameina krafta sína með dansvænu lagi Tónlistarmennirnir Doctor Victor, Daníel Ágúst og Bomarz fara dansandi inn í sumarið þar sem þeir voru að senda frá sér lagið Dansarinn (Club Edit). Upprunalega lagið var gefið út eftir samnefnda bók eftir Óskar Guðmundsson á vegum Storytel en ákveðið var að gera glænýja útgáfu. 24.6.2022 16:30
„Þannig varð nekt mjög eðlilegt viðfangsefni fyrir mér“ Listamaðurinn Mateusz Hajman stendur fyrir einkasýningunni Sirens of Poland á Café Pysju en sýningin opnar klukkan 14:00 á morgun, laugardaginn 25. júní. Hajman, sem kemur frá Póllandi, er talsvert þekktur meðal sinnar kynslóðar í heimalandinu og víðar, sérstaklega fyrir nektarljósmyndir sínar af ungum konum. Á þessari sýningu býður hann upp á fjölbreytt úrval ljósmynda með sumarþema og nekt en blaðamaður tók púlsinn á honum og fékk að heyra nánar frá hans hugarheimi. 24.6.2022 15:30
„Fallegt og unglegt viðhorf til ástarinnar og mistakanna sem maður getur gert þegar maður er skotinn“ Tónlistarkonan Una Schram sendi frá sér smáskífuna Mess mixtape fyrr í dag og er hún unnin í samtarfi við pródúserinn Young Nazareth og listræna stjórnandan Júlíu Grönvald. Blaðamaður tók púlsinn á Unu. 24.6.2022 13:30
Samdi lagið eftir að hafa dreymt að hún væri með risavaxið typpi sem úr yxu blóm Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi Sölku Valsdóttur, neonme, við lagið The Flower Phallus. Blaðamaður tók púlsinn á Sölku og fékk að heyra nánar frá laginu. 23.6.2022 11:29
Frumsýnir „The Flower Phallus“ á Vísi á morgun Tónlistarkonan Salka Valsdóttir gengur undir listamannsnafninu neonme í nýju tónlistarverkefni. Á morgun sendir hún frá sér sitt fyrsta lag sem ber nafnið The Flower Phallus og mun hún frumsýna tónlistarmyndband sitt hér á Lífinu hjá Vísi klukkan 11:30. 22.6.2022 20:01
Styrkja og efla listrænar raddir úr öllum áttum FLÆÐI verður með listasýningu á RUSL fest í ár dagana 28. júní - 1. júlí þar sem fjölbreytt flóra listafólks kemur saman úr öllum áttum. Antonía Berg og Steinunn Ólína eru sýningarstjórar FLÆÐIS á hátíðinni en blaðamaður tók púlsinn á þeim og fékk nánari innsýn í galleríið og þann fjölbreytileika sem samtímalistafólk býr yfir. 22.6.2022 14:30
Fjölbreytt veðrabrigði Íslands heilluðu spænskan listamann Spænski listamaðurinn Vicente Garcia Fuentes opnaði sýningu í sal Grásteins að Skólavörðustíg 4 þann 17. júní síðastliðinn. 21.6.2022 13:31
Svana Gísla framleiðir ABBA sýninguna í London: „Þetta hefur aldrei verið gert áður“ Framleiðandinn Svana Gísla hefur á undanförnum árum unnið hörðum höndum að því að láta stórsýninguna ABBA Voyage verða að veruleika. Svana og Ludvig Andersson framleiða sýninguna saman og unnu þau náið með leikstjóranum Baillie Walsh. Blaðamaður tók púlsinn á Svönu og fékk að heyra nánar frá þessu spennandi ferli. 21.6.2022 10:00
„Hef oftast hugsað um tísku sem eins konar ofurhetjubúning“ Sindri Snær Einarsson er þrítugur Reykvíkingur sem hefur alla tíð haft brennandi áhuga á tísku. Hann hefur aldrei trúað á boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði og man eiginlega alltaf í hverju hann var hverju sinni. Sindri Snær er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 19.6.2022 07:01
Lizzo í fyrsta sæti: „Kominn tími til“ Söngkonan Lizzo trónir á toppi íslenska listans um þessar mundir með nýjasta lagið sitt About Damn Time. Lagið, sem hefur náð miklum vinsældum um allan heim, hefur hækkað sig upp listann á undanförnum vikum. 18.6.2022 16:01