„Ótrúlega sterkur hópur sem vinnur kraftaverk á örfáum dögum“ Útskriftarnemar við myndlistar, hönnunar og arkitektúrs deild Listaháskóla Íslands standa fyrir samsýningu á Kjarvalsstöðum um þessar mundir. Sýningin ber nafnið Verandi vera, er opin öllum og stendur til næstkomandi sunnudags, 29. maí. 25.5.2022 07:00
Ultraflex sendir frá sér Rhodos: „Sömdum lagið þegar við þráðum að djamma“ Hljómsveitin Ultraflex, skipuð hinni íslensku Special-K (Katrín Helga Andrésdóttir) og norsku tónlistarkonunni Farao, var að senda frá sér nýtt partý lag sem ber nafnið Rhodos. 24.5.2022 13:31
„Myndlist er svo fjölbreytt og víðfeðm“ Listval stendur að myndlistarsýningunni Mens et Manus sem opnaði á síðastliðinn föstudaginn við hátíðlega athöfn í íslenska sendiráðinu í Kaupmannahöfn. Er sýningin sú fyrsta í röð sýninga sem Listval mun setja upp í sendiráðinu. Blaðamaður tók púlsinn á Helgu Björg Kjerúlf og Elísabetu Ölmu Svendsen, eigendum og stjórnendum Listvals. 24.5.2022 12:01
„Frábært samtal sem ég mæli með fyrir öll sem vilja skilja, breyta og bæta“ Næstkomandi miðvikudag 25. maí fer fram annar viðburður í viðburðaröðinni „Í liði með náttúrunni – náttúrumiðaðar lausnir og áhrif þeirra í víðu samhengi“ í Norræna húsinu ásamt því að vera í beinu streymi. Þessi viðburður ber nafnið Heilbrigð jörð - Heilbrigt líf og fer fram frá klukkan 16:00-18:00. Fundarstjóri er Katrín Oddsdóttir en blaðamaður tók á henni púlsinn og fékk að heyra nánar frá þessu framtaki. 23.5.2022 20:01
Fyrsti rafmagnsflugmaður Íslands: „Ótrúlega spennandi að vera partur af þessari þróun“ Eyleif Ósk er 25 ára gömul og starfar sem flugkennari og flugmaður í Svíþjóð, þar sem hún sérhæfir sig í að fljúga rafmagns flugvélum. Eftir að hafa spurst fyrir hér heima segir hún ljóst að hún sé fyrsti rafmagns flugmaður Íslands. Blaðamaður hafði samband við Eyleif og fékk að skyggnast inn í hennar spennandi heim. 23.5.2022 15:06
Segja lýðheilsumál að áhugaleikfélögin haldi velli Hlaðvarpið Samlestur - leikhúsvarp fór af stað nú á dögunum og er um að ræða skemmtiþátt sem í leiðinni veitir öllum áhugaleikfélögum verðskuldaða athygli. Þau Lilja Guðmundsdóttir og Viktor Ingi Jónsson standa fyrir framtakinu en blaðamaður tók á þeim púlsinn. 22.5.2022 11:31
Breska Eurovision stjarnan mætt á íslenska listann TikTok stjarnan Sam Ryder sló í gegn í Eurovision í ár þar sem hann keppti fyrir hönd Bretlands og hreppti annað sætið. Lagið hans Space Man skýst beint í sjötta sætið á íslenska listanum sína fyrstu viku á lista. 21.5.2022 16:01
„Mæli með því að finna leiðir til að bæði gefa af sér og reyna að gera heiminn aðeins betri á hverjum degi“ Kristján Sturla Bjarnason er mikill lífskúnstner sem sér meðal annars um tónlistarklasann Tónhyl og hefur gríðarlega ástríðu fyrir tónlist. Í starfi sínu miðlar hann þekkingu og leggur sig fram við að gefa af sér og reyna að gera heiminn aðeins betri. Kristján Sturla er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 21.5.2022 11:31
„Höfðum feimið fólk í huga þegar við vorum að semja sýninguna“ Fimmtudaginn 26. maí frumsýnir leikhópurinn Slembilukka leiksýninguna „Sjáið mig“ í Miðbæjarskólanum. Höfundarnir eru þær Bryndís Ósk Þ. Ingvarsdóttir og Laufey Haraldsdóttir en Eygló Höskuldsdóttir Viborg er tónskáld sýningarinnar ásamt því að koma fram í verkinu. Blaðamaður tók á þeim púlsinn og fékk að heyra nánar frá sýningunni. 21.5.2022 09:00
Alsæla mætir stanslausri truflun og blætismenning finnur tengingu við garðyrkju Ásmundarsalur verður með opnun á tveimur listasýningum í dag klukkan 14:00. Frítt er inn og öll eru velkomin. 21.5.2022 07:31