Harry Styles nær toppnum og stefnir á tónleikaferðalag Harry Styles situr á toppi íslenska listans þessa vikuna með nýjasta lagið sitt As It Was. Lagið hefur verið á stöðugri siglingu upp á við undanfarnar vikur og hefur náð gríðarlegum vinsældum víða um heiminn. 28.5.2022 16:01
„Finn alltaf mikinn mun á mér eftir gott deit kvöld með kærastanum“ Anna Fríða Gísladóttir er lífskúnstner sem hefur látið til sín taka í atvinnulífinu á undanförnum árum. Hún starfar forstöðumaður markaðsmála hjá flugfélaginu PLAY, elskar kaffi og segir sjaldan nei við góðri steik. Anna Fríða er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 28.5.2022 11:31
Sjoppulegur hversdagsleiki með litríkri upphafningu og húmor Listamaðurinn Prins Póló opnar einkasýninguna Hvernig ertu? Í Borgarbókasafninu og menningarhúsinu Gerðubergi í dag. Sýningin er opin frá klukkan 14:00-17:00 og stendur til 28. ágúst næstkomandi. 28.5.2022 09:31
Elli Egilsson gerði sérpöntun fyrir The Weeknd: „Hangir uppi í 70 milljón dollara glæsihýsinu hans“ Listamaðurinn Elli Egilsson opnar myndlistarsýninguna NEVADA í Gallerí Þulu í dag klukkan 14:00. Listaverk Ella sýna landslagið eins og það verður til í hans hugarheimi, raunverulegt en ímyndun í bland, og er náttúran honum hugleikin. Blaðamaður tók púlsinn á Ella og fékk nánari innsýn í hans listræna hugarheim. 28.5.2022 07:00
Frumsýning á tónlistarmyndbandi Reykjavíkurdætra Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á nýju tónlistarmyndbandi frá hljómsveitinni Reykjavíkurdætrum. 27.5.2022 12:00
Reykjavíkurdætur frumsýna nýtt tónlistarmyndband á Lífinu á Vísi á morgun Lífið á Vísi mun frumsýna nýtt tónlistarmyndband frá hljómsveitinni Reykjavíkurdætrum á morgun, 27. maí, klukkan 12:00. 26.5.2022 20:01
Með sameiginlega fortíð í pönki og performansi Listamennirnir og æskuvinirnir Hrafnkell Sigurðsson, Stefán Jónsson og Óskar Jónasson opna myndlistarsýningu og fagna útgáfu bókarinnar ARCTIC CREATURES í Pop Up Gallery við Hafnartorg á laugardag. 26.5.2022 13:31
„Líf mitt er meira og minna bara einn gjörningur“ Snorri Ásmundsson er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Hann er listamaður sem takmarkar sig ekki við einn listmiðil, ber marga hatta og er meðal annars gjörningalistamaður, myndlistarmaður, lífskúnstner og frambjóðandi svo eitthvað sé nefnt. 26.5.2022 07:38
Iceland Airwaves kynnir fleiri listamenn til leiks Iceland Airwaves tilkynni í dag um fleiri atriði sem munu koma fram á hátíðinni í nóvember. Íslenska deildin kemur þar sterk inn ásamt erlendu tónlistarfólki úr ólíkum áttum. 25.5.2022 13:30
Júníus Meyvant fylgir Kaleo á tónleikaferðalagi um Evrópu Tónlistarmaðurinn Júníus Meyvant mun hita upp fyrir íslensku hljómsveitina Kaleo á tónleikaferðalagi þeirra um Evrópu. Ævintýrið hefst 4. júní í Berlín og endar í Aþenu 6. júlí. Blaðamaður sló á þráðinn og tók púlsinn á Júníusi. 25.5.2022 12:31