Fréttamaður

Dóra Júlía Agnarsdóttir

Dóra Júlía er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Flík lítur aldrei vel út á manneskju sem líður illa í henni“

Stílistinn og listræni stjórnandinn Ellen Loftsdóttir er sérfræðingur þegar það kemur að tísku og hefur unnið í heimi tískunnar í áratugi. Hún var meðal annars stílisti Systra á Eurovision í ár og hefur unnið með einhverjum stærstu tískuhúsum heimsins. Ellen klæðist gjarnan svörtu og segir innsæið sterkasta tólið við að finna sinn eigin stíl. Ellen Loftsdóttir er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tónlistarunnendur orðnir spenntir fyrir Þjóðhátíð

Söngkonan Klara Elias situr í fimmta sæti íslenska listans þessa vikuna með Þjóðhátíðarlagið Eyjanótt og hefur hækkað sig um tólf sæti frá því í síðustu viku. Nú eru tæpar fimm vikur í Þjóðhátíð og út frá hækkandi vinsældum lagsins má gera ráð fyrir því að tónlistarunnendur séu orðnir spenntir fyrir Þjóðhátíð.

„Ég leyfi mér að dreyma“

Leikkonan og lífskúnstnerinn Katla Þórudóttir Njálsdóttir hefur vakið athygli fyrir sköpunargleði sína í íslensku samfélagi, meðal annars með þátttöku sinni í Söngvakeppni Sjónvarpsins og í hlutverki sínu í sjónvarpsseríunni Vitjanir. Katla leyfir sér að dreyma, reynir alltaf að hafa eitthvað að gera og reynir að hafa húmorinn í fyrirrúmi. Katla er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

„Þannig varð nekt mjög eðlilegt viðfangsefni fyrir mér“

Listamaðurinn Mateusz Hajman stendur fyrir einkasýningunni Sirens of Poland á Café Pysju en sýningin opnar klukkan 14:00 á morgun, laugardaginn 25. júní. Hajman, sem kemur frá Póllandi, er talsvert þekktur meðal sinnar kynslóðar í heimalandinu og víðar, sérstaklega fyrir nektarljósmyndir sínar af ungum konum. Á þessari sýningu býður hann upp á fjölbreytt úrval ljósmynda með sumarþema og nekt en blaðamaður tók púlsinn á honum og fékk að heyra nánar frá hans hugarheimi.

Frumsýnir „The Flower Phallus“ á Vísi á morgun

Tónlistarkonan Salka Valsdóttir gengur undir listamannsnafninu neonme í nýju tónlistarverkefni. Á morgun sendir hún frá sér sitt fyrsta lag sem ber nafnið The Flower Phallus og mun hún frumsýna tónlistarmyndband sitt hér á Lífinu hjá Vísi klukkan 11:30.

Styrkja og efla listrænar raddir úr öllum áttum

FLÆÐI verður með listasýningu á RUSL fest í ár dagana 28. júní - 1. júlí þar sem fjölbreytt flóra listafólks kemur saman úr öllum áttum. Antonía Berg og Steinunn Ólína eru sýningarstjórar FLÆÐIS á hátíðinni en blaðamaður tók púlsinn á þeim og fékk nánari innsýn í galleríið og þann fjölbreytileika sem samtímalistafólk býr yfir.

Sjá meira