Spila í brúðkaupum þar sem brúðhjónin hafa kynnst á Tjarnarsviðinu undir tónum hljómsveitarinnar Hljómsveitin Brimnes er þaulvön að koma fram og skemmta fólki en hún spilaði á sinni fyrstu Þjóðhátíð fyrir 19 árum síðan. Allir meðlimir sveitarinnar eru fæddir og uppaldir í Eyjum og segja ekkert í heiminum jafnast á við Þjóðhátíð. Þá er í sérstaklega miklu uppáhaldi hjá þeim að sjá fólk verða ástfangið þegar það dansar saman við þeirra tóna. 13.7.2022 11:31
Miss Universe Iceland: Stoltust af því hvaða manneskja hún er í dag Tinna Elísa tekur þátt í Miss Universe Iceland í ár og ber titilinn Miss Hafnafjörður. Tinna er alltaf til í að smakka framandi mat og segir mömmu sína vera fyrirmyndin sín í lífinu. Hún segir keppnina auka sjálfsöryggið og að hún sé búin að eignast vinkonur til lífstíðar. 13.7.2022 08:31
„Gleymdum vissulega öllu þegar við mættum á svið“ Hljómsveitin Sprite Zero Klan skaust upp á stjörnuhimininn árið 2017 með laginu Tíkin Mín. Þeir eiga að baki sér ófá öflug danslög og þar á meðal nokkur lög sem eru tileinkuð Þjóðhátíð en Sprite Zero Klan verður einmitt í dalnum í ár. 12.7.2022 11:31
„Mig hefur langað að taka þátt frá því að ég var lítil“ Erika Bjarkadóttir tekur þátt í Miss Universe Iceland í ár og ber titilinn Miss Akranes. Erika elskar lasagne sem mamma hennar býr til, hlustar mikið á hip hop og sér sig fyrir sér í ferðamálafræði í framtíðinni. Hún segir keppnisferlið hafa aukið sjálfstraustið og kennt sér að elska sjálfa sig. 12.7.2022 08:31
MUI: Stúlkurnar sem keppast um titilinn í ár Miss Universe Iceland keppnin verður haldin í sjöunda sinn þann 24. ágúst í Gamla bíó. Keppendur í ár eru sautján talsins og eru á aldrinum átján til tuttugu og átta ára. Alþjóðleg dómnefnd sér um að velja þá stúlku sem stendur uppi sem sigurvegari. 11.7.2022 15:00
Verður eiginlega alltaf stressaður áður en hann stígur á svið Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti er í hópi þess listafólks sem kemur fram á Þjóðhátíð í ár. Hann fór fyrst á hátíðina fyrir átta árum síðan og segist ætla að leggja allt í atriðið sitt í ár. 11.7.2022 12:32
Sá aldrei neitt annað fyrir sér en að verða tónlistarmaður Tónlistarmaðurinn Ásgeir, áður þekktur undir listamannsnafninu Ásgeir Trausti, fagnar því í ár að tíu ár eru liðin frá því fyrsta platan hans Dýrð í Dauðaþögn kom út. Í tilefni af þessum tímamótum ákvað hann að gefa plötuna aftur út og ásamt því mun hann halda stórtónleika í Eldborg, Hörpu þann 27. ágúst næstkomandi. Það er ýmislegt fleira á döfinni í tónlistarheimi Ásgeirs en þekkt íslenskt tónlistarfólk kemur til með að endurgera þekktustu lög hans á plötu sem enn á eftir að tilkynna hvenær kemur út. Blaðamaður hitti Ásgeir í kaffibolla og fékk að taka púlsinn á honum. 10.7.2022 11:30
„Minntu mig á að flytja út í geim ef að 2012 tískan kemur aftur“ Ísak Emanúel Glad Róbertsson er lífskúnstner og tískuspégúlant sem hefur farið í gegnum hin ýmsu tísku tímabil. Hann sækir meðal annars innblástur í gamla búbónda og nettar gellur og er mikill jakka-kall. Ísak Emanúel er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 10.7.2022 07:00
Beyoncé mætt á íslenska listann Söngkonan og ofurstjarnan Beyoncé er mætt á íslenska listann á FM957 með nýjasta lagið sitt Break my soul. Lagið situr í 13. sæti þessa vikuna og má gera ráð fyrir að það eigi eftir að fara enn hærra. 9.7.2022 18:01
Hlustar á það sem undirmeðvitundin segir Rapparinn Daniil skaust upp á stjörnuhimininn fyrir ekki svo löngu og á eitt vinsælasta rapplagið í dag, Ef þeir vilja Beef, þar sem hann rappar með Joey Christ. Daniil kann að meta hverja einustu stund lífsins og elskar pizzu en hann er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 9.7.2022 11:30