Fréttamaður

Dóra Júlía Agnarsdóttir

Dóra Júlía er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ætlar ekki að leyfa sjúkdómnum að stoppa sig

Alexandra Andreyeva Tomasdottir tekur þátt í Miss Universe Iceland í ár en með keppninni langaði hana meðal annars að komast út úr þægindarammanum. Alexöndru langar að ljúka háskólagráðu í lífeindafræði og fara erlendis í framhaldsnám og þrátt fyrir að hafa þurft að mæta ýmsum hindrunum á undanförnum árum tekst hún á við hlutina með jákvæðninni.

Sambandsslit og nostalgía

Tónlistarmaðurinn snny var að senda frá sér nýtt lag sem ber nafnið Flying In The Dark. Snny er frá Bandaríkjunum en hefur búið á Íslandi með íslensku kærustu sinni og barni síðustu ár.

„Svo ræski ég mig, set upp sólgleraugun og negli á svið“

Hljómsveitin Hipsumphaps gerði garðinn frægan með fyrsta laginu sínu Lífið sem mig langar í sem kom út árið 2019. Sveitin hefur síðan þá verið vinsæl víða um landið og spilað á ýmsum hátíðum. Blaðamaður tók púlsinn á Fannari Inga, söngvara sveitarinnar.

„Við bjuggum eitthvað til og nú kunna aðrir það“

Hljómsveitin FLOTT er skipuð fimm tónlistarkonum úr ólíkum áttum tónlistarheimsins, þeim Ragnhildi, Sylvíu, Sólrúnu Mjöll, Eyrúnu og Vigdísi. FLOTT hefur vakið athygli undanfarin misseri, voru sem dæmi með lag í Áramótaskaupinu og skrifuðu í vetur undir samning við Sony. Stelpurnar koma fram á Þjóðhátíð í ár en þetta er í fyrsta skipti sem þær sækja hátíðina.

„Ekki láta fyrirfram ákveðna samfélags staðla ráða því hverju þú klæðist“

Ragnheiður Anna Róbertsdóttir er leiðsögukona, ferðaskipuleggjandi og mikil áhugakona um tísku sem hefur að eigin sögn alltaf verið mjög glysgjörn. Hún bíður ekki eftir tilefni til að nota fínar flíkur og er dugleg að láta gera við fötin sín frekar en að kaupa alltaf nýtt. Ragnheiður Anna er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Íslenska sumarið nálgast toppinn

Tónlistarmaðurinn Gummi Tóta skipar þriðja sæti íslenska listans á FM þessa vikuna með lagið sitt Íslenska sumarið. Söngkonan Klara Elias situr staðföst í fyrsta sætinu með Þjóðhátíðarlagið Eyjanótt og bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór skipa annað sæti með lagið Dansa. Því eru efstu þrjú lög vikunnar íslensk.

Sjá meira