Græna græna grasið nær nýjum hæðum Breski söngvarinn George Ezra trónir á toppi Íslenska listans á FM957 þessa vikuna með lagið Green Green Grass. Lagið er að finna á plötunni Gold Rush Kid og hefur fikrað sig í átt að fyrsta sæti listans á undanförnum vikum. 3.9.2022 16:01
„Hausinn minn er eina heimilið sem ég mun búa í alla ævi“ Leikkonan Elín Sif Hall var að stíga sín fyrstu skref í Borgarleikhúsinu í leikritinu 9 líf en hún vakti meðal annars athygli fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Lof mér að falla fyrir nokkrum árum. Hún lýsir sér sem listamanni í mótun sem elskar að kaupa notuð föt og drekka kaffi. Auk þess reynir hún að finna innblástur í öllu en sköpunargleðin nærir andlega heilsu hennar hvað mest. Elín Hall er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 3.9.2022 11:30
Léttleiki og húmor í listrænni samvinnu Listakonurnar og vinkonurnar Dóra Emilsdóttir og Kristín Gunnlaugsdóttir hafa komið víða að í hinum listræna heimi en í dag opnar sýning þar sem þær sameina krafta sína undir heitinu „doubletrouble“. Sýningin heitir Portrett129 og er í Listvali á Granda að Hólmaslóð 6. 2.9.2022 10:00
Árný Margrét frumsýnir tónlistarmyndband: Myrkur og vel valin augnablik Rísandi stjarnan Árný Margrét frumsýnir tónlistarmyndband við lagið The world is between us hér á Lífinu á Vísi. Myndbandinu er leikstýrt af Erlendi Sveinssyni en það er tekið á 16 millimetra filmu og eyddi tökuhópurinn fimm dögum fyrir vestan á Ísafirði, heimabæ Árnýjar, að skjóta það. 31.8.2022 12:00
Laufey Lín með eina vinsælustu plötu Bandaríkjanna Tónlistarkonan og djass söngkonan Laufey Lín Jónsdóttir situr í tíunda sæti yfir vinsælustu nýju plöturnar á topplista Spotify í Bandaríkjunum. Platan heitir Everything I Know About Love og kom út 26. ágúst síðastliðinn. 30.8.2022 11:37
Myndaveisla: Hátíðleg opnun á vef vegna endurgreiðslu á hljóðritunarkostnaði Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar hélt hátíðlega upp á opnun á nýjum vef Record in Iceland en hann gengur út á að kynna 25% endurgreiðslur á hljóðritunarkostnaði sem fellur til hér á landi. 29.8.2022 17:00
Fangar augnablik sem snúast um að njóta og vera þakklát „Innblásturinn kemur alls staðar frá en kannski aðallega frá löngun til að komast út í náttúruna, að lifa nær henni og finna sinn stað í öllu saman,“ segir listakonan Julia Mai Linnea Maria um einkasýninguna INRE GRÖNSKA sem hún opnaði á dögunum í Vínstúkunni. Blaðamaður tók púlsinn á Juliu og fékk að heyra nánar frá listinni og lífinu. 29.8.2022 15:01
Britney Spears lét allt flakka í nýju myndbandi Söngkonan Britney Spears birti rúmlega tuttugu mínútna myndband á Youtube í gær þar sem hún tjáði sig meðal annars um sjálfræðisbaráttu sína. Myndbandinu hefur nú verið lokað og Britney hefur eytt Twitter færslu þar sem hún auglýsti það. Einnig virðist Britney hafa lokað Instagram reikning sínum aftur, þó ekki sé vitað hve lengi það verður. 29.8.2022 12:00
Í of áberandi kjól fyrir Versali Brynja Kúla Guðmundsdóttir er óhrædd við að fara eigin leiðir í fatavali og lýsir stíl sínum sem áberandi og litríkum. Hún segir ónauðsynlegt að takmarka sig við einhvern einn stíl og að engar reglur gildi í leik tískunnar. Brynja Kúla er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 28.8.2022 07:01
Beyoncé siglir inn í fjórðu vikuna sína á toppnum Tónlistarkonan Beyoncé situr á toppi Íslenska listans fjórðu vikuna í röð með lagið Break My Soul af plötunni „RENAISSANCE act i“. Lagið hefur náð miklum vinsældum víða um heiminn, sat um tíma í fyrsta sæti bandaríska vinsældalistans Billboard Hot 100 og er komið með tæplega 150 milljón spilanir á streymisveitunni Spotify. 27.8.2022 16:00