Skapar ævintýralega heima með Björk Ljósmyndarinn Viðar Logi hefur verið að gera öfluga hluti í hinum skapandi heimi síðastliðin ár en að undanförnu hefur samstarfsverkefni hans og Bjarkar Guðmundsdóttir sérstaklega vakið athygli. Blaðamaður náði tali af Viðari Loga og fékk smá innsýn í hans skapandi og listræna hugarheim. 19.10.2022 06:00
Gefa út vögguvísur fyrir fullorðna Fjölmiðla- og tónlistarkonan Vala Eiríksdóttir var að senda frá sér plötuna Værð ásamt Stefáni Erni Gunnlaugssyni. Platan sækir í gömul íslensk dægurlög sem fullorðið fólk getur tengt við æsku sína. Blaðamaður tók púlsinn á Völu. 18.10.2022 16:30
Listræn upplifun fyrir blinda, full sjáandi og öll þar á milli Á degi hvíta stafsins síðastliðinn laugardag opnaði myndlistarsýningin Skynleikar á Hafnartorgi. Sýningin er unnin í samstarfi við Blindrafélagið með það að markmiði að virkja öll skynfæri líkamans og að leyfa blindum, full sjáandi og öllum þar á milli að upplifa myndlist á jöfnum grundvelli. 18.10.2022 14:31
KÚNST: Rembrandt var fyrsta ástin Þrándur Þórarinsson skapar gjarnan ævintýralega heima með myndlist sinni og sækir meðal annars innblástur í bókmenntir, tónlist og gömlu klassísku meistarana. Hann segir listina hafa kallað á sig á barnsaldri, þá byrjaði hann að teikna og hefur ekki hætt síðan. Þrándur er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. 18.10.2022 06:30
Skemmtilegir hlutir til að gera í London Stórborgin London er þekkt fyrir mikinn fjölbreytileika þar sem ólíkir menningarheimar mætast í hringiðu af list, tísku, tónlist, góðum mat og áhugaverðu fólki. Blaðamaður kíkti í helgarferð til þeirrar menningarmiðju sem London er og skrifaði niður nokkra skemmtilega hluti sem hægt er að gera þar. 16.10.2022 16:25
Keypti sér kjól eftir nánast hverja vakt Rósa María Árnadóttir er fagurkeri og lífskúnstner sem elskar tjáningarformið sem tískan býr yfir. Hún passar sig að elta ekki allar tískubylgjur heldur fylgja sínu eigin innsæi og sínum stíl og segir áhugann á tísku líklega koma frá móður sinni, sem er mikil smekkkona. Rósa María er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 16.10.2022 09:00
Bríet í fyrsta sæti Íslenska listans Íslenska stórstjarnan Bríet situr á toppi Íslenska listans í þessari viku með ábreiðu af laginu Dýrð í dauðaþögn en lagið hefur verið á leið upp listann að undanförnu. 15.10.2022 16:01
Ætlaði sér að verða lögfræðingur en fann ástríðuna annars staðar Indíana Nanna Jóhannsdóttir stefndi á að verða lögfræðingur þegar lífið tók óvænta beygju og hún fann ástríðuna í óhefðbundinni styrktarþjálfun og pælingum um mataræði. Hún hefur nú haldið ýmis vinsæl námskeið um mataræði, hreyfingu og svefn þar sem hún leggur áherslu á það sem hún kallar ánægjulegar og raunhæfar leiðir. Indíana Nanna er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 15.10.2022 11:31
Ísland alltaf kallað hana aftur heim Listakonan Temma Bell er stödd á Íslandi um þessar mundir en í dag opnar mæðgnasýningin „HEIM“ þar sem sýnd verða verk eftir hana og móður hennar, Louisu Matthíasdóttur, í nýju sýningarrými í Listheimum. Blaðamaður hitti Temmu í kaffi og fékk að heyra nánar frá listinni, lífinu og órjúfanlegum tengslum hennar við Ísland. 15.10.2022 10:31
Lag sem leitar að tilgangi lífsins Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi við lag sem ber nafnið Nýr heimur. Lagið er titillag fjórðu seríu ÉG BÝÐ MIG FRAM, sem verður frumsýnd 11. nóvember í Tjarnarbíói. Laginu er lýst sem léttu og skemmtilegu danslagi sem þó er innihalds- og áhrifaríkt og fjallar um að finna tilgang lífsins. 14.10.2022 11:30