Fréttamaður

Dóra Júlía Agnarsdóttir

Dóra Júlía er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Lög ársins 2022 að mati Loga Pedro

Frumlegheit og fjölbreytni réðu ríkjum í tónlistarheiminum árið 2022 ef marka má ýmsa álitsgjafa sem Lífið á Vísi hefur rætt við. Tónlistarmaðurinn og hönnuðurinn Logi Pedro er meðal þeirra en hér fyrir neðan deilir hann því sem honum fannst standa upp úr í tónlistinni frá árinu sem er að líða.

Matargerð og myndlist í eina sæng

Listakonurnar Antonía Bergþórsdóttir og Íris María Leifsdóttir opna sýninguna „Leiðarvísir augnablika“ á veitingastaðnum Sumac í dag. Verkin verða varanlegur hluti af veitingastaðnum og eru unnin undir áhrifum matargerðar Þráins Freys Vigfússonar, yfirkokks á Sumac og ÓX.

„Hræðileg kvöð að þurfa að gera eitthvað magnað“

„Það gefur mér mest að lesa, þaðan sæki ég gjarnan innblástur,“ segir rithöfundurinn og sviðslistakonan Ragnheiður Harpa Leifsdóttir sem var að senda frá sér ljóðabókina Urðarflétta. Blaðamaður tók púlsinn á henni og fékk að heyra nánar frá listsköpun hennar.

KÚNST: Jólasýningin í Ásmundarsal

„Það sem skiptir svo miklu máli er að kafa aðeins dýpra og skilja hvað það er sem myndlistarmaðurinn er að fást við. Af hverju er hann að fást við það og hver er sagan? Oft er sagan miklu meira en helmingurinn af verkinu,“ segir Olga Lilja Ólafsdóttir, sýningarstjóri Jólasýningarinnar 2022 í Ásmundarsal. 

Syngur íslenskt lag í erlendri Netflix seríu

Söngkonan, lagahöfundurinn og píanóleikarinn Anna Gréta flytur íslenska lagið „Hafið syngur“ í japönsku sjónvarpsseríunni First Love sem var frumsýnd á streymisveitunni Netflix í nóvember. Blaðamaður heyrði í henni og fékk að heyra nánar frá verkefninu.

Smíðuðu plexi kassa sem flaug óvart á vörubíl

Ljósmyndarinn, leikstjórinn og listakonan Anna Maggý hefur leikstýrt ýmsum myndböndum í gegnum tíðina og má þar nefna tónlistarmyndband fyrir tónlistarkonuna Eydísi Evensen við lagið Brotin. Anna Maggý er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst en þar deildi hún meðal annars vægast sagt eftirminnilegri reynslusögu.

Best klæddu Íslendingarnir árið 2022

Litagleði eða svart og hvítt? Látlaust eða áberandi? Klæðaburður er fjölbreytt listform sem getur með sanni dreift gleði til hvers og eins og öll eigum við það sameiginlegt að búa yfir persónulegum stíl, þó hann geti verið mis mikið úthugsaður. 

Sjá meira