Myndaveisla: Opnun tónlistarforlagsins Wise Music Iceland Alþjóðlega tónlistarforlagið Wise Music Group mun opna höfuðstöðvar hér í Reykjavík undir nafninu Wise Music Iceland og því var fagnað með veislu í Ásmundarsal í fyrradag. Inga Magnes Weisshappel er rekstrarstjóri Wise Music Iceland en blaðamaður hitti hana í kaffi og fékk að heyra nánar frá. 4.11.2022 16:00
Fólkið á Airwaves: Urðu ástfangnir af Júníusi Meyvant og fá tónlistina nú beint í æð Tveir norskir tónlistarmenn sem fundu Júníus Meyvant fyrst á Spotify eru komnir á Iceland Airwaves og fá loksins að sjá hann spila í beinni. 3.11.2022 22:00
Fólkið á Airwaves: Hafa mætt á ýmsar tónlistarhátíðir síðastliðin 35 ár Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fór formlega af stað í dag og er margt um manninn í miðbæ Reykjavíkur þar sem fólk hvaðan af úr heiminum er mætt til að skemmta sér. Blaðamaður náði tali af tveimur konum sem nutu sín í danspartýi á Prikinu en þær koma báðar frá Wales. 3.11.2022 17:01
Dansað inn í veturinn með hádegispartýi á Prikinu Áhugasamir dansarar geta glaðst yfir því að viðburðurinn Lunch Beat Reykjavík snýr aftur til borgarinnar í hádeginu á morgun með viðburði á Prikinu. DJ Margeir þeytir skífum og dansararnir Olga Maggý Erlendsdóttir og Rebekka Sól Þórarinsdóttir stýra dansgleðinni. 2.11.2022 14:30
Vill breyta mjög ljótri lífsreynslu í eitthvað fallegt Tónlistarkonan neonme heitir réttu nafni Salka Valsdóttir og hefur komið víða fram í heimi tónlistarinnar sem meðlimur hljómsveitanna Reykjavíkurdætra og Cyber. Það er stór dagur í dag hjá neonme, sem var að senda frá sér tónlistarmyndband við lagið If I remember sem hún frumsýnir hér á Lífinu á Vísi. Hún mun jafnframt spila sitt fyrsta sóló gigg í kvöld. 2.11.2022 09:53
„Nú er ég meira að skrifa um persónulega hluti“ Ungstirnið Guðlaug Sóley, jafnan þekkt sem Gugusar, er ein af þeim upprennandi íslensku söngkonum sem koma fram á Iceland Airwaves hátíðinni í ár. Gugusar semur tónlistina sína alla sjálf ásamt því að pródúsera og fær innblásturinn víða. Blaðamaður hitti hana í kaffi og tók á henni púlsinn. 1.11.2022 14:00
„Hvorug glöð en bæði falleg“ Tvítugi tónlistarmaðurinn Kári Egilsson byrjaði í tónlist sjö ára gamall og hefur farið í ýmsar áttir síðan þá í ævintýralegum heimi tónlistarinnar. Hann var að senda frá sér sína fyrstu smáskífu sem heitir Something Better/Moonbeams og er hluti af væntanlegri plötu sem kemur út í janúar. 1.11.2022 09:01
Skemmtilegt þegar fólk fær að gera eitthvað meira en bara að horfa Þórdís Erla Zoega hefur átt viðburðaríkt ár þar sem hún var meðal annars valin bæjarlistarmaður Seltjarnarnesbæjar, setti upp sýningu í Kaupmannahöfn og opnaði einkasýninguna Spaced Out í Berg Contemporary. Þórdís Erla er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. 1.11.2022 06:31
Vonast eftir góðum gjöfum í tilefni af 50 ára afmæli flokksins Íslenski dansflokkurinn fagnar 50 ára afmæli sínu í apríl á næsta ári og það má með sanni segja að það sé viðburðaríkur dansvetur framundan. Blaðamaður tók púlsinn á Ernu Ómarsdóttur, listdansstjóra flokksins, og fékk smá innsýn í danslífið í dag. 31.10.2022 14:30
Ómetanlegt að hafa alltaf fengið pláss til að prófa sig áfram Tónlistarkonan Una Torfa kemur fram á Iceland Airwaves í ár en þetta er bæði í fyrsta skipti sem hún kemur fram á hátíðinni sem og fer á hátíðina yfir höfuð. Una Torfa hefur endalausan áhuga á tengslum og leggur upp úr list sem er tilfinningaþrungin og heiðarleg. 31.10.2022 12:31