fréttamaður

Berghildur Erla Bernharðsdóttir

Berghildur er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Ég hef aldrei séð þetta svona svaka­legt“

Fangelsin eru sprungin og full af fólki sem á ekki heima þar, eins og einstaklingum sem á að vísa úr landi og fólki með alvarlegar geðraskanir að sögn formanns Félags fangavarða. Ástandið hafi aldrei verið eins slæmt. Yfirvöld þurfi að bregðast við því öryggi fanga, starfsmanna og almennings sé ógnað.

Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættu­legum“ föngum eftir af­plánun

Gert er ráð fyrir að kostnaður ríkissjóðs vegna öryggisvistanna verði tvöfalt hærri á árinu en gert hafði verið ráð fyrir. Stórauka á framlög til málaflokksins á næstu árum og bæta lagaramma. Dómsmálaráðherra ætlar að legga fram frumvarp í haust um öryggisráðstafanir fyrir sérstaklega hættulega einstaklinga eftir fangelsisvist þeirra

Gríðar­legir fjár­munir sveitar­fé­laga í öryggisvistanir

Reykjavíkurborg ver álíka upphæð í öryggisvistanir fyrir tæplega fjörtíu manns og í sértækan húsnæðisstuðning fyrir 4500 manns. Sviðsstjóri velferðarsviðs segir málflokkinn afar umfangsmikinn og löngu tímabært að breyta og bæta lagaumhverfi. Borgin sé að sinna verkefni sem henni beri ekki að sinna.

Reynst betur að kaupa fast­eign en hluta­bréf

Íbúðir hér á landi hafa hækkað meira og verð þeirra sveiflast minna en úrvalsvísitala Kauphallarinnar síðustu tíu ár. HMS telur þetta vera til marks um óeðlilega stöðu á eignamarkaði. Gert er ráð fyrir sömu þróun næstu misseri þar sem ekki er byggt nóg.

Tveir „galdra­menn“ í haldi

Þaulskipulagt erlent þjófagengi lét greipar sópa í skartgripabúð á Skólavörustíg í gær. Eigendur lýsa þjófunum eins og galdramönnum. Lögregla hefur handtekið tvo úr genginu og náð einhverju af þýfinu. Þá náðist myndband af bíræfnum vasaþjófum í Haukadal í gær.

Stefnir í annað met­ár í frávísunum

Fimmfalt fleiri tilkynningar vegna gruns um mansal hafa borist til ríkislögreglustjóra síðustu þrjú ár en árin þrjú á undan. Þá hafa frávísanir á landamærum margfaldast á sama tímabili. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum vonar að auknar aðgerðir lögreglu og tolls á landamærunum hafi varnaðaráhrif.

Á­tján ára með 13 kíló af kókaíni

Piltur á nítjánda aldursári er í gæsluvarðhaldi fyrir innflutning á þrettán kílóum af kókaíni. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir sérstakt að leggja hald á flugfreyjutösku fulla af fíkniefnum, sem ferðast var með í handfarangri. Áætlað götuvirði er um 220 milljónir króna. 

Ráð­leggur fólki að koma fyrr á völlinn

Isavia ráðleggur fólki að koma fyrr en venjulega í innritun á Keflavíkurflugvöll í þessari viku vegna páskaörtraðar á vellinum. Upplýsingafulltrúi segir að langtímabílastæði nálægt vellinum hafi verið uppöntuð yfir hátíðina strax í síðustu viku þrátt fyrir að þeim hafi verið fjölgað.

Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar

Koma hefði mátt í veg fyrir manndráp hefði hið opinbera gert viðeigandi ráðstafanir í málum veikra einstaklinga að mati formanns Afstöðu. Hann fagnar því að ríkisstjórnin ætli að bjóða upp á fleiri úrræði fyrir hópinn og byggja sérstaka öryggisstofnun. Það þurfi að gerast hratt því hátt í tuttugu manns séu tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar.

Á­nægju­legt að breið sátt liggi fyrir um upp­gjör vegna ÍL-sjóðs

Framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs segir ánægjulegt að breið sátt hafði náðst meðal kröfuhafa um tillögu nefndar ráðherra vegna uppgjörs skulda ÍL-sjóðs við lífeyrissjóðina. Lífeyrissjóðir og aðrir kröfuhafar ÍL sjóðs, áður Íbúðalánasjóðs samþykktu í dag tillögu um að gang að slitum sjóðsins og uppgjöri skuldabréfa. 

Sjá meira