fréttamaður

Berghildur Erla Bernharðsdóttir

Berghildur er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hætt við að vextir hækki

Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríksins telur hættu á að vextir fasteignalána muni hækka eftir niðurstöðu í vaxtamálinu svokallaða. Mikil óvissa ríki nú sem sé slæm fyrir neytendur og fjármálafyrirtæki. Hæstiréttur þurfi að setja næstu vaxtamálin í flýtimeðferð.

„Ég tel ekki til­efni til að í­huga stöðu mína“

Ríkisendurskoðandi segir að engin formleg tilkynning hafi borist til embættisins frá starfsfólki um einelti, kynbundið eða kynferðislegt áreiti eða ofbeldi.  Hann myndi taka á slíkum málum. Hann harmar að innri mál embættisins séu til umfjöllunar í fjölmiðlum og hefur ekki íhugað stöðu sína.

Ljóst að kaup­verð á í­búðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum

Gert er ráð fyrir að fyrstu fjölbýlishúsin rísi við gömlu höfnina í Reykjavík árið 2028 eða ellefu árum eftir að borgin tilkynnti um uppbygginaráform á reitnum. Framkvæmdastjóri segir að ríflega þriðjungur íbúðav verði leigu-, stúdenta eða félagsíbúðir. Ljóst sé að kaupverð á almennum markaði verði í hærri kantinum.

Verk­takar hafi greini­lega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka

Það hefur sjaldan verið eins erfitt að komast inn á fasteignamarkaðinn að mati HMS. Á sama tíma er ekki búið varanlega í allt að sextán þúsund íbúðum. Hagfræðingur telur að verktakar kjósi frekar að bíða með sölu en lækka verð. Það bendi til þess að byggingageirinn hafi nóg milli handanna.

Næstum öllum sagt upp hjá dóttur­fé­lagi Play

Öllu starfsfólki Play Europe hefur verið sagt upp nema nokkrum á Möltu sem þurfa að vera á staðnum vegna flugrekstrarleyfis í landinu. Enn er vonast til þess að leiguflug geti hafist þar á ný. Skiptastjóri þrotabús Play segir í skoðun hvort búið muni gera kröfu í dótturfélagið.

Rödd Ís­lendinga í hin­segin bar­áttu hafi aldrei verið mikil­vægari

Fyrrverandi sendifulltrúi Bandaríkjanna í málefnum hinsegin fólks segir að mikið bakslag hafi orðið í málaflokknum um allan heim eftir að Bandaríkjaforseti dró úr stuðningi. Hætta sé á að fleiri hinsegin einstaklingar muni láta lífið en áður vegna vaxandi ofsókna. Mikilvægt sé að rödd Íslands heyrist í baráttunni.

Nor­rænir bankar skoði hvort breyta þurfi skil­málum vegna dómsins

Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu segir of snemmt að segja til um hvaða áhrif nýuppkveðinn dómur í vaxtamálinu muni hafa fyrir fjármálakerfið. Hún segir nágrannalönd fylgjast grannt með málinu og banka á Norðurlöndum skoði hvort þeir þurfi að uppfæra skilmála í lánasamningum sínum í takt við regluverk. 

Bið­tíminn sé dauðans al­vara sem auki á­lag ofan í á­fallið

Formaður Krabbameinsfélagsins segir íslenska heilbrigðiskerfið illa undirbúið til að veita viðunandi þjónustu við konur sem greinast með brjóstakrabbamein. Biðtími eftir geislameðferð sé óboðlegur og þrátt fyrir fögur fyrirheit um úrbætur í framtíðinni þá nýtist það ekki þeim sem nú bíða í von og óvon eftir að komast í meðferð. 

Sjá meira