Síður um stjórnanda sem „varð á“ verði fjarlægðar úr Google-leit Persónuvernd hefur úrskurðað að Google skuli fjarlægja ákveðnar vefsíður um mann, sem gegnir stjórnunarstöðu í samfélaginu, úr leitarvél sinni. Maðurinn kvartaði til Persónuverndar sem mat það sem svo að einkalífsverndarhagsmunir mannsins og réttur hans til að gleymast væru ríkari en hagsmunir almennings að því að hafa aðgang að umræddum upplýsingum um hann. 11.1.2023 12:47
Reyndi að smygla kílói af kókaíni innvortis Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt ganverskan karlmann í sautján mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla rúmu kílói af kókaíni til landsins. 11.1.2023 12:22
Opna á fjölgun kjarnorkuvera í Svíþjóð Ríkisstjórn Svíþjóðar kynnti í morgun fyrirhugaðar breytingar á regluverki sem gætu leitt til bæði fjölgunar og stækkunar kjarnorkuvera í landinu. 11.1.2023 11:26
Staða Eflingar „afskaplega erfið“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir að sú staða sem Efling standi frammi fyrir núna sé afskaplega erfið. „Ég bara óska þeim velfarnaðar í sinni baráttu en ég held að þetta verði mjög erfið staða við að eiga. Sérstaklega í ljósi þess að það er búið að samþykkja þessa samninga með yfirgnæfandi meirihluta.“ 11.1.2023 10:43
Verður forstöðumaður lögfræðideildar Festi Sölvi Davíðsson lögmaður hefur verið ráðinn forstöðumaður lögfræðideildar Festi hf. 11.1.2023 09:00
Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Creditinfo Páll Arnar Guðmundsson hefur tekið við nýju starfi forstöðumanns gagna hjá Creditinfo á Íslandi. 11.1.2023 08:49
Nokkrir særðir eftir árás á Gare de Nord í París Nokkrir eru særðir, enginn þó alvarlega, eftir að maður vopnaður eggvopni réðst að fólki á lestarstöðinni Gare du Nord í París í morgun. 11.1.2023 08:00
Bein útsending: Skattadagurinn 2023 Skattadagur Deloitte, Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins fer fram í Silfurbergi í Hörpu í dag og stendur frá klukkan 8:30 til 10. Hægt verður að fylgjast með viðburðinum í spilara að neðan. 11.1.2023 08:00
Síðasti konungur Grikklands fallinn frá Konstantín annar, síðasti konungur Grikklands, er fallinn frá, 82 ára að aldri. 11.1.2023 07:55
Kardinálinn George Pell er látinn Hinn umdeildi ástralski kardináli, George Pell, lést í Rómarborg á Ítalíu í gærkvöldi, 81 árs að aldri. Hann var á sínum tíma sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn börnum en síðar sýknaður. 11.1.2023 07:41