Gert að greiða samfanga miskabætur eftir árás með trékefli Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt fangann Þorláki Fannari Albertssyni til að greiða samfanga sínum 300 þúsund krónur í miskabætur eftir árás með trékefli inni á Litla-Hrauni á Eyrarbakka í desember 2020. 26.1.2023 12:26
Fiskikóngurinn harðorður: Skellir í lás við Höfðabakka Fiskbúð Fiskikóngsins við Höfðabakka í Reykjavík verður skellt í lás á morgun. Kristján Berg, eða Fiskikóngurinn líkt og hann er jafnan nefndur, greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Hann segir að um þung spor sé að ræða enda sé um að ræða eina elstu starfandi fiskbúð landsins. 26.1.2023 09:03
Guðrún tekur við af Friðjóni hjá KOM eftir sameiningu KOM ráðgjöf og auglýsinga- og almannatengslastofan Ampere hafa sameinast og munu fyrirtækin starfa undir merkjum KOM ráðgjafar. Guðrún Ansnes, annar eigenda Ampere, tekur við sem framkvæmdastjóri KOM af Friðjóni R. Friðjónssyni sem gegnt hefur stöðunni síðastliðin níu ár. 26.1.2023 08:10
Sagður hafa bjargað frænda sínum þegar slysið varð Bandaríski stórleikarinn Jeremy Renner er sagður hafa verið að reyna að koma í veg fyrir að snjótroðari rynni og rækist á eldri frænda sinn þegar hann varð sjálfur undir bílnum í slysi á fyrsta degi ársins. 26.1.2023 07:47
Enn ein lægðin eys úrkomu úr sér sunnan- og vestantil Nú er enn ein lægðin að ausa úrkomu úr sér um landið sunnan- og vestanvert, en úrkomulítið er fyrir norðan og austan. 26.1.2023 07:10
Endurráðin forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands Kolbrún Þ. Pálsdóttir hefur verið endurráðin forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands til næstu fimm ára, eða til 1. júlí 2028. 25.1.2023 13:14
Fyrrverandi forstjóri Swedbank sýknaður Dómstóll í Svíþjóð hefur sýknað Birgitte Bonnesen, fyrrverandi forstjóra Swedbank, af ákæru um gróf fjársvik, innherjasvik og markaðsmisnotkun í tengslum við afhjúpun um stórfellt peningaþvætti í bankanum. 25.1.2023 12:57
Draga tilnefningu tólf ára barns til Razzie-verðlauna til baka Aðstandendur Razzie-verðlaunanna hafa ákveðið að draga tilnefningu hinnar tólf ára Ryan Kiera Armstrong til verðlaunanna til baka. Aðstandendur verðlaunanna hafa sætt mikilli gagnrýni vegna ákvörðunarinnar að tilnefna stúlkuna og hafa þeir verið sakaðir um að leggja barn í einelti. Þeir hafa nú beðist afsökunar á málinu. 25.1.2023 11:53
74 ára karlmaður handtekinn vegna bréfasprengjusendinga á Spáni Lögregla á Spáni hefur handtekið 74 ára karlmann vegna gruns um að hafa sent bréfasprengjur á skrifstofu spænska forsætisráðherrans Pedro Sanchez, í sendiráð og skrifstofu aðalræðismanns Úkraínu í Madríd og Barcelona, auk herflugvallarins í Torrejón de Ardoz. 25.1.2023 09:48
Vandræði með netþjónustur Microsoft Bandaríski tæknirisinn Microsoft rannsakar nú bilun sem varð í netþjónustu fyrirtækisins í morgun. Fjölmargir hafa átt í vandræðum með að tengjast þjónustum á borð við Teams og Outlook. 25.1.2023 08:21