Draga tilnefningu tólf ára barns til Razzie-verðlauna til baka Atli Ísleifsson skrifar 25. janúar 2023 11:53 Ryan Kiera Armstrong var tilnefnd fyrir frammistöðu sína í myndinni Firestarter sem byggir á sögu Stephen King. Getty Aðstandendur Razzie-verðlaunanna hafa ákveðið að draga tilnefningu hinnar tólf ára Ryan Kiera Armstrong til verðlaunanna til baka. Aðstandendur verðlaunanna hafa sætt mikilli gagnrýni vegna ákvörðunarinnar að tilnefna stúlkuna og hafa þeir verið sakaðir um að leggja barn í einelti. Þeir hafa nú beðist afsökunar á málinu. Armstrong er í hópi fimm sem tilnefndar eru sem „versta leikkonan“ vegna frammistöðu sinnar í hryllingsmyndinni Firestarter. Um er að ræða endurgerð á kvikmynd frá árinu 1984 sem skartaði Drew Barrymore í aðalhlutverki og byggði á sögu Stephen King. Skipuleggjendur Razzie-verðlaunanna lýsa verðlaununum sem „ljóta frænda Óskarsverðlaunanna“, þar sem þeir „verðlauna“ það sem þeir telja verstu myndir ársins sem og verstu frammistöðu einstakra leikara í kvikmyndum ársins. Verðlaunin verða afhent 11. mars, degi á undan Óskarsverðlaunahátíðinni. In light of feedback (which we ve come to agree with) the @RazzieAwards will not be including Ryan Kiera Armstrong on the final voting ballot. @DevonESawa— The Razzie® Awards (@RazzieAwards) January 25, 2023 Margir gagnrýndu forsvarsmenn Razzie-verðlaunanna harðlega vegna tilnefningarinnar. „Ef þú hélt að Razzie-verðlaunin myndu ákveða að vera ekki eins illgjörn að þessu sinni þá skaltu hugsa þig aftur um, þar sem í hópi tilnefndra í ár er Ryan Kiera Armstrong fyrir Firestarter, sem er tólf ára gömul,“ segir í grein Variety. Ritstjóri menningardeildar Independent segir að tilnefningin ýti undir að réttast sé að leggja af verðlaunahátíðina. Aðrar leikkonur sem tilnefndar voru í flokknum í ár voru Bryce Dallas Howard fyrir Jurassic Park: Dominion, Diane Keaton fyrir Mack & Rita, Kaya Scodelario fyrir The King’s Daughter og Alicia Silverstone fyrir The Requin. Hin tólf ára Armstrong hefur leikið í átta kvikmyndum á ferlinum og þremur sjónvarpsþáttaröðum, meðal annars American Horror Story. Hollywood Razzie-verðlaunin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Blonde með flestar tilnefningar til Razzie-verðlaunanna Kvikmyndin Blonde, þar sem segir frá ævi leikkonunnar Marilyn Monroe, hefur hlotið flestar tilnefningar til Razzie-verðlaunanna svokölluðu. 23. janúar 2023 08:37 Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Armstrong er í hópi fimm sem tilnefndar eru sem „versta leikkonan“ vegna frammistöðu sinnar í hryllingsmyndinni Firestarter. Um er að ræða endurgerð á kvikmynd frá árinu 1984 sem skartaði Drew Barrymore í aðalhlutverki og byggði á sögu Stephen King. Skipuleggjendur Razzie-verðlaunanna lýsa verðlaununum sem „ljóta frænda Óskarsverðlaunanna“, þar sem þeir „verðlauna“ það sem þeir telja verstu myndir ársins sem og verstu frammistöðu einstakra leikara í kvikmyndum ársins. Verðlaunin verða afhent 11. mars, degi á undan Óskarsverðlaunahátíðinni. In light of feedback (which we ve come to agree with) the @RazzieAwards will not be including Ryan Kiera Armstrong on the final voting ballot. @DevonESawa— The Razzie® Awards (@RazzieAwards) January 25, 2023 Margir gagnrýndu forsvarsmenn Razzie-verðlaunanna harðlega vegna tilnefningarinnar. „Ef þú hélt að Razzie-verðlaunin myndu ákveða að vera ekki eins illgjörn að þessu sinni þá skaltu hugsa þig aftur um, þar sem í hópi tilnefndra í ár er Ryan Kiera Armstrong fyrir Firestarter, sem er tólf ára gömul,“ segir í grein Variety. Ritstjóri menningardeildar Independent segir að tilnefningin ýti undir að réttast sé að leggja af verðlaunahátíðina. Aðrar leikkonur sem tilnefndar voru í flokknum í ár voru Bryce Dallas Howard fyrir Jurassic Park: Dominion, Diane Keaton fyrir Mack & Rita, Kaya Scodelario fyrir The King’s Daughter og Alicia Silverstone fyrir The Requin. Hin tólf ára Armstrong hefur leikið í átta kvikmyndum á ferlinum og þremur sjónvarpsþáttaröðum, meðal annars American Horror Story.
Hollywood Razzie-verðlaunin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Blonde með flestar tilnefningar til Razzie-verðlaunanna Kvikmyndin Blonde, þar sem segir frá ævi leikkonunnar Marilyn Monroe, hefur hlotið flestar tilnefningar til Razzie-verðlaunanna svokölluðu. 23. janúar 2023 08:37 Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Blonde með flestar tilnefningar til Razzie-verðlaunanna Kvikmyndin Blonde, þar sem segir frá ævi leikkonunnar Marilyn Monroe, hefur hlotið flestar tilnefningar til Razzie-verðlaunanna svokölluðu. 23. janúar 2023 08:37
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning