Murdaugh fundinn sekur um að hafa myrt eiginkonu sína og son Bandaríski lögmaðurinn Alex Murdaugh var í nótt fundinn sekur um að hafa myrt eiginkonu sína og son í þeim tilgangi að draga athyglina frá margmilljóna dala efnahagsbrotum sínum. 3.3.2023 06:37
Kærð fyrir að virða ekki gangbrautarrétt í Vesturbænum Nokkuð rólegt var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Síðdegis í gær var lögregla þó kölluð út þar sem kona var kærð fyrir að hafa ekki virt gangbrautarrétt gangandi vegfaranda í vesturbæ Reykjavíkur. 3.3.2023 06:09
Draumagiggið fyrir aðfangakeðjunördið „Þetta tækifæri bauðst. Þetta samtal byrjaði fyrir einhverjum mánuðum síðan og var í raun algert draumagigg að hoppa inn í. Ég er aðfangakeðju- og innkaupanörd út í eitt og það er mjög spennandi að komast inn í stærsta smásölufyrirtæki landsins. Það kitlaði hrikalega.“ 2.3.2023 11:29
Sigþrúður nýr framkvæmdastjóri Forlagsins Sigþrúður Gunnarsdóttir hefur verið ráðin nýr framkvæmdastjóri Forlagsins. Hún tekur við stöðunni af Agni Erni Jóhannssyni sem lét af störfum á dögunum. 2.3.2023 10:36
Sex vilja verða varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits Sex umsóknir bárust um embætti varaseðlabankastjóra fjármálaeftirlits Seðlabankans en forsætisráðuneytið auglýsti embættið laust til umsóknar 7. febrúar síðastliðinn og rann umsóknarfrestur út 27. febrúar. 2.3.2023 10:05
Forstjóri Ríkiskaupa ráðinn innkaupastjóri Bónuss Björgvin Víkingsson, forstjóri Ríkiskaupa, hefur verið ráðinn innkaupastjóri og aðstoðarframkvæmdastjóri Bónus. 2.3.2023 09:33
Ráðinn yfirmaður sölu- og markaðsmála hjá Play Adrian Keating hefur verið ráðinn yfirmaður sölu- og markaðsmála (Executive Director Sales- and Marketing) hjá Play og bætist við lykilstjórendahóp félagsins. Hann starfaði síðast hjá Norse Atlantic, en hóf störf hjá Play í gær. 2.3.2023 09:13
Rússneski fáninn málaður á Litlu hafmeyjuna Enn og aftur hafa skemmdarverk verið unnin á einu helsta kennileiti dönsku höfuðborgarinnar. Rússneski fáninn var í nótt málaður á steininn þar sem Litla hafmeyjan situr við Löngulínu. 2.3.2023 08:42
Bein útsending: Meira og betra verknám Mennta- og barnamálaráðherra stendur fyrir morgunverðarfundi um stórtæka uppbyggingu starfsnáms í framhaldsskólum landsins í Nauthóli milli klukkan 8:45 og 10 í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilara að neðan. 2.3.2023 08:30
Dálítil væta og hiti að níu stigum Veðurstofan gerir ráð fyrir suðvestan kalda eða stinningskalda á norðanverðu landinu í dag, en annars hægari vindi. 2.3.2023 07:18