Vaktin: Ragnar Þór endurkjörinn formaður Ragnar Þór Ingólfsson var í dag endurkjörinn formaður VR og ný stjörn kjörin. Úrslitin voru kynnt frambjóðendum um klukkan 13:30 í dag. Ragnar Þór hlaut 57 prósent atkvæða gegn 39,4 prósentum Elvu. Kosningaþátttaka var rétt rúmlega 30 prósent og hefur aldrei verið meiri í sögu félagsins. 15.3.2023 12:03
Heiða Kristín ráðin framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans Heiða Kristín Helgadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans. Hún hefur við starfinu í sumar en hún hefur undanfarin ár starfað sem framkvæmdastjóri Niceland Seafood auk þess að hafa komið að stofnun og rekstri hugbúnaðarfyrirtækja hérlendis og í Bandaríkjunum. 15.3.2023 11:58
Bein útsending: Kynning á skýrslu um eflingu kornræktar Ný skýrsla um eflingu kornræktar, sem unnin var af Landbúnaðarháskóla Íslands fyrir matvælaráðuneytið, verður kynnt á sérstökum kynningarfundi á Hilton Reykjavík Nordica klukkan 11. 15.3.2023 10:31
Lánar Landsneti um níu milljarða fyrir nýrri kynslóð byggðalína Evrópski fjárfestingarbankinn hefur lánað Landsneti 63,7 milljónir dollara, jafnvirði níu milljarða króna, fyrir nýrri kynslóð byggðalínu. 15.3.2023 08:57
Spá 75 punkta stýrivaxtahækkun Seðlabankans Greining Íslandsbanka spáir því að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um 75 punkta í næstu viku þannig að þeir fari úr 6,5 prósentum í 7,25 prósent. 15.3.2023 08:45
Óvissustigi vegna Covid-19 loks aflétt á Landspítala Landspítalinn var í gær færður af óvissustigi vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Runólfur Pálsson forstjóri ákvað þetta í samráði við farsóttanefnd spítalans en sjúkdómurinn Covid-19 virðist nú vera búinn að ná jafnvægi í samfélaginu. 15.3.2023 07:42
Ekkert handrit hentaði sem verðlaunasaga Íslensku barnabókaverðlaunin verða ekki veitt í ár. Dómnefnd Verðlaunasjóðs íslenskra barnabóka hefur nú lesið þau handrit sem bárust í samkeppnina í ár og er niðurstaða hennar sú að ekkert þeirra henti sem verðlaunasaga. 15.3.2023 07:30
Frost að fimmtán stigum en gæti sést í rauðar tölur á morgun Líkt og verið hefur er norðlæg átt yfir landinu og verður víða léttskýjað sunnan- og vestantil. Reikna má með éljum um landið norðaustanvert, en léttir smám saman til þar þegar líður á daginn. 15.3.2023 07:12
Sveinbjörn nýr framkvæmdastjóri hjá Fossum Sveinbjörn Sveinbjörnsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri eignastýringar Fossa fjárfestingarbanka. 14.3.2023 14:18
Lokadagurinn til að skila skattframtali Einstaklingar hafa frest til miðnættis til að skila inn skattframtali sínu til Skattsins. Ekki verður hægt að sækja um frest til að skila framtali. 14.3.2023 13:50