Telja að Modestas sé sá sem fannst látinn Lögregla á Vesturlandi segir grun leika á að líkið sem fannst í Borgarfirði í gær sé af Modestas Antanavicius sem hvarf í upphafi árs. Réttarmeinafræðingur og kennslanefnd eigi þó eftir að skera þar endanlega úr um. 14.4.2023 13:34
Barn á Suðurlandi veiktist eftir að hafa innbyrt hlaupbangsa sem innihélt fíkniefni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar nú mál þar sem barn hafði í gáleysi innbyrt sælgæti sem innihélt ólögleg fíkniefni. Upp komst um málið fyrr í mánuðinum. 14.4.2023 11:25
Játar að hafa falsað kílómetrastöðu í 134 bílum í Procar-máli Framkvæmdastjóri, stjórnarformaður og meirihlutaeigandi bílaleigunnar Procar, Haraldur Sveinn Gunnarsson, hefur játað að hafa falsað kílómetrastöðuna í 134 bílum bílaleigunnar sem seldir voru á bílasölum á árunum 2014 til 2018. 14.4.2023 11:16
Kristín Soffía og Hlöðver Þór nýir leitarar Kristín Soffía Jónsdóttir og Hlöðver Þór Árnason hafa verið ráðin til starfa hjá Leitar Capital Partners sem svokallaðir leitarar. Undir hatti Leitar munu Kristín Soffía og Hlöðver stýra eigin leitarsjóðum, annars vegar Hringur Capital ehf. og hins vegar Seek ehf. Þeir munu kaupa fyrirtæki sem Kristín Soffía og Hlöðver sjá um að stýra. 14.4.2023 10:32
Leggja dagsektir á bónda vegna brota Matvælastofnun hefur lagt 10 þúsund króna dagsektir á bónda á Suðurlandi í þeim tilgangi að knýja á um úrbætur. 14.4.2023 10:24
Haraldur fær draum sinn uppfylltan og leikur í kvikmynd Haraldur Ingi Þorleifsson, stofnandi Ueno og starfsmaður Twitter, hefur fengið hlutverk í kvikmynd á vegum framleiðslufyrirtækisins Warner Bros. Hann mun mæta í tökur í næstu viku. 14.4.2023 08:45
Gasmengun mælist nærri upptökum Múlakvíslar í Kötlujökli Brennisteinsvetni mælist nú yfir heilsuverndarmörkum nærri upptökum Múlakvíslar í Kötlujökli. 14.4.2023 07:39
Hæg norðlæg átt og þungt norðan- og austantil Veðurstofan gerir ráð fyrir fremur hægri norðlægri eða breytilegri átt í dag, oft á bilinu fimm til tíu metrar á sekúndu en á Austfjörðum má reikna með norðvestan átta til þrettán metrum á sekúndu. 14.4.2023 07:14
Tærður geymir olli sprengingunni í Álfheimum Þrýstigeymirinn sem sprakk í bíl sem lagt var á þjónuststöð Olís við Álfheima í febrúar síðastliðnum var verulega tærður og orsakaði það skert þrýstingsþol. Ökumaðurinn bílsins kastaðist frá bílnum þegar sprengingin varð við áfyllingu metaneldsneytis, tvö önnur ökutæki skemmdust einnig og tveir hlutu áverka. 13.4.2023 14:57
Tekur við stöðu sviðsstjóra tæknisviðs HR Ólafur Eysteinn Sigurjónsson hefur verið ráðinn sviðsforseti tæknisviðs Háskólans í Reykjavík. 13.4.2023 13:43