Grímseyjarferjan hefur loks siglingar á ný í næstu viku Stefnt er að því að Grímseyjarferjan Sæfari hefji áætlunarsiglingar á milli Grímeyjar og Dalvík á miðvikudaginn, en ferjan hefur verið í slipp síðustu vikurnar. Viðhaldsvinna hefur tekið lengri tíma en áætlað var í fyrstu. 2.6.2023 07:33
Tilbreytingaleysi í veðrinu næstu daga Veðurstofan gerir ráð fyrir nokkru tilbreytingaleysi í veðrinu þessa daga og að í dag verði áframhald á vestlægu vindunum sem hafi leikið um landann. 2.6.2023 07:11
Öldungadeildin samþykkti frumvarpið um hækkun skuldaþaksins Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvarp um hækkun skuldaþaks bandaríska ríkisins í nótt. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur sagst nú munu staðfesta frumvarpið þannig að koma megi í veg fyrir greiðslufall bandaríska ríkisins. 2.6.2023 06:38
Kölluð út vegna nokkurra ofurölvi einstaklinga Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð úr vegna nokkurra ofurölvi einstaklinga í miðborg Reykjavíkur í nótt. Tveir þeirra höfðu verið sérstaklega til vandræða. 2.6.2023 06:14
Bein útsending: Samsköpun um betri framtíð í þjónustu við fatlað fólk Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið stendur fyrir norrænni ráðstefnunni í Hörpu í dag þar sem fjallað verður um þær áskoranir sem fatlað fólk stendur frammi fyrir þegar horft er til framtíðar. 1.6.2023 09:36
Sextíu kornabörn látist við hræðilegar aðstæður Að minnsta kosti sextíu nýburar, kornabörn og ung börn hafa látist við hræðilegar aðstæður á munaðarleysingjahæli í súdönsku höfuðborginni Kartúm á undanförnum sex vikum. 1.6.2023 08:41
Ellefu ára stúlka í hópi látinna í eldflaugaárás á Kænugarð Ellefu ára stúlka, 34 ára móðir hennar og önnur 33 ára kona létust í eldflaugaárásum Rússa í Kænugarð snemma í morgun. Auk þess særðust tólf manns í árásunum. 1.6.2023 07:37
Áframhaldandi vestlæg átt og dálítil væta Hæð suður af landinu verður þar áfram næstu daga sem mun hafa í för með sér áframhaldandi vestlæga átt. Skýjað verður að mestu vestantil með dálítilli vætu af og til en reikna má með smá sól í gegnum skýin öðru hverju. 1.6.2023 06:53
Samþykktu frumvarp um hækkun skuldaþaksins Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti með miklum meirihluta að hækka skuldaþak bandaríska ríkisins í nótt. Er talið að með þessi verði hægt að komast hjá greiðslufalli bandaríska ríkisins. 1.6.2023 06:40
Lögregla kölluð til vegna deilna um flokkun í grenndargáma Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til vegna ágreinings nokkurra einstaklinga um hvers konar sorpi mætti henda í endurvinnslugáma. Atvikið átti sér stað í hverfi 104 í Reykjavík og var „leyst með samtali“. 1.6.2023 06:12