„Ég held að hann sé með einhverja sýniþörf“ Rostungurinn sem gerði sig heimakæran í smábátahöfninni á Sauðárkróki á föstudaginn í síðustu viku er mættur aftur. Hann kom sér aftur fyrir á bryggjunni í morgun. 6.7.2023 11:33
Sætanýtingin 86 prósent en stundvísin undir markmiðum Heildarfjöldi farþega Icelandair var 519 þúsund í nýliðnum júnímánuði, 20 prósent fleiri en í júní í fyrra þegar farþegar voru 431 þúsund. Samtals hafa 1,8 milljónir farþega ferðast með félaginu á fyrri helmingi ársins, 31 prósent fleiri en á sama tímabili í fyrra. 6.7.2023 09:00
Söngkonan Coco Lee er látin Bandaríska söngkonan og leikkonan Coco Lee, sem fæddist í Hong Kong og naut mikilla vinsælda í Asíu, er látin, 48 ára að aldri. 6.7.2023 08:21
Hiti að átján stigum sunnan heiða Lægð vestur af Skotlandi veldur því að norðaustlægir vindar verða ríkjandiá landinu í dag, en heldur austlægari á morgun. 6.7.2023 07:37
Rafleiðni í Múlakvísl óvenju há Rafleiðni í Múlakvísl mælist nú óvenju há miðað við árstíma. Gasmælir á Láguhvolum mælir sömuleiðis jarðhitagas á svæðinu. 6.7.2023 07:19
Segist ekki hafa gert sér grein fyrir aldri Kólosseum Enskur ferðamaður, sem skar á dögunum nafn sitt og kærustu sinnar á vegg ítalska hringleikahússins Kólosseum, segist ekki hafa gert sér grein fyrir aldri mannvirkisins. Hann hefur nú beðið borgarstjóra Rómarborgar afsökunar á athæfinu og segir það „vandræðalegt“ að hann hafi ekki verið meðvitaður um háan aldur Kólosseum. 5.7.2023 13:13
Óvissustigi lýst yfir vegna skjálftanna Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrina hófst að kvöldi til 4. júlí og er enn í gangi. 5.7.2023 10:05
Stærsti skjálftinn 4,8 að stærð Fjórir skjálftar við Fagradalsfjall hafa mælst stærri en 4 frá klukkan 7:30 í morgun. Stærsti skjálftinn hefur mælst 4,8 að stærð en hann varð klukkan 8:21. 5.7.2023 08:40
Skjálftar fundust vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar Skjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar klukkan 7:30 í morgun. Stórir skjálftar urðu einnig klukkan 7:42 og 7:46. Klukkan 8:21 varð skjálfti í kringum 4 að stærð. 5.7.2023 07:38
Ákveðin norðanátt með rigningu norðan- og austanlands Veðurstofan gerir ráð fyrir ákveðinni norðanátt í dag með rigningu eða súld norðan- og austanlands, en að það dragi úr vætu síðdegis. Bjart verður með köflum og þurrt að mestu um landið suðvestanvert. 5.7.2023 07:06