Landsbankinn hækkar vextina Landsbankinn tilkynnti síðdegis í gær um hækkun á vöxtum hjá bankanum í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans og tekur ný vaxtatafla gildi í dag. Arion banki tilkynnti sömuleiðis um vaxtahækkanir í gær. 1.9.2023 07:29
Stormur og rigning skella á landið seinni partinn Landsmenn mega margir búa sig undir mikið hvassviðri og rigningu sem munu skella á landið síðdegis í dag. Gular viðvaranir taka gildi síðar í dag. 1.9.2023 06:54
Einn leiðtoga Proud Boys fær sautján ára fangelsisdóm Dómstóll í Bandaríkjunum hefur dæmt einn leiðtoga bandaríska hægriöfgahópsins Proud Boys í sautján ára fangelsi fyrir hlut hans í árásinni á bandaríska þinghúsið í ársbyrjun 2021. Þetta er einn lengsti dómurinn sem fallið hefur vegna árásarinnar. 1.9.2023 06:40
Höfðu afskipti af ungmennum að veiða dúfur Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út eftir að tilkynnt hafði verið um ungmenni að reyna að lokka til sín dúfur og handsama þær í miðborg Reykjavíkur. 1.9.2023 06:12
Stjórnarflokkarnir undirbúa hrókeringar í fastanefndum þingsins Hrist verður upp í fastanefndum Alþingis fljótlega eftir að þing kemur saman þann 12. september þar sem nefndarformennska í einstaka nefndum mun flytjast á milli stjórnarflokka. Þannig mun formennska í fjárlaganefnd samkvæmt heimildum fréttastofu færast til Framsóknarmanna og Sjálfstæðismenn taka við formennsku í utanríkismálanefnd. 31.8.2023 16:38
„Mjög sorglegur dagur fyrir okkar samfélag“ „Mér finnst þetta mjög sorglegur dagur fyrir okkar samfélag,“ segir Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, aðspurð um þá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að heimila hvalveiðar á ný. 31.8.2023 12:35
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum á Bylgjunni verður fylgst með gangi mála á Egilsstöðum þar sem ríkisstjórnarfundur var haldinn í morgun. 31.8.2023 11:42
Róberti Aroni falið að markaðssetja Miðborgina Róbert Aron Magnússon hefur verið ráðinn sem markaðs og verkefnastjóri Miðborgin – Reykjavík – Félagasamtök, nýs markaðsfélags miðborgarinnar sem var stofnað í mars síðastliðnum. 31.8.2023 10:17
Fyrstur stóru viðskiptabankanna til að tilkynna um vaxtahækkun Arion banki hefur tilkynnt um hækkun vaxta á inn- og útlánum hjá bankanum í kjölfar stýrivaxtaákvörðunar Seðlabankans í síðustu viku. Breytingarnar taka gildi í dag. 31.8.2023 08:59
Fimm viðgerðarmenn látnir eftir að hafa orðið fyrir lest á Ítalíu Fimm verkamenn, sem unnu að viðgerð á lestarteinum á lestarstöðinni í bænum Brandizzo, létust þegar þeir urðu fyrir flutningalest í nótt. 31.8.2023 08:44