varafréttastjóri

Atli Ísleifsson

Atli er varafréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Bein út­sending: Lofts­lags­þolið Ís­land

Stýrihópur sem Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, skipaði til að vinna tillögur fyrir gerð Landsáætlunar um aðlögun að loftslagsbreytingum, hefur skilað tillögum sínum og verða þær kynntar á blaðamannafundi sem hefst klukkan 14:30.

Skip­stjórinn dæmdur vegna dauða 27 á Dóná

Dómstóll í Ungverjalandi dæmdi í morgun skipstjóra skemmtiferðaskipsins Viking Sigyn í fimm og hálfs árs fangelsi vegna aðildar sinnar að árekstri skipsins og útsýnisbátsins Mermaid á Dóná í höfuðborginni Búdapest þann 30. maí árið 2019. 27 manns fórust í slysinu.

Kaupir helmings­hlut í Ice Fresh Sea­food ehf.

Samherji og Síldarvinnslan hafa gengið frá kaupum þess síðarnefnda á helmingshlut í sölufyrirtækinu Ice Fresh Seafood en með því lýkur viðræðum sem fyrst var tilkynnt um í lok mars á þessu ári.

Danir slaufa „ní­tján gráðu reglunni“ í opin­berum byggingum

Stjórnvöld í Danmörku hafa ákveðið að slaufa reglunni um að einungis megi kynda opinberar byggingar upp í nítján gráður að hámarki vegna orkusparnaðar. Reglunni var komið á fyrir um ári síðan vegna stöðunnar á evrópskum orkumarkaði í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu.

NCIS-stjarnan David Mc­Callum er látinn

Breski leikarinn David McCallum, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í þáttunum The Man From U.N.C.L.E frá sjöunda áratugnum og í seinni tíð þáttunum NCIS, er látinn. Hann varð níræður.

Ki­el­sen kemur nýr inn í græn­lensku lands­stjórnina

Múte B. Egede, formaður grænlensku landsstjórnarinnar, kynnti í dag breytingar á landsstjórninni. Einna hæst ber að Kim Kielsen, fyrrverandi formaður landsstjórnarinnar, tekur við embætti sjávarútvegs- og veiðimála og ráðherrum fjölgar um einn.

Sjá meira