Fimm látnir eftir að vinnupallar hrundu í Hamborg Fimm iðnaðarmenn létust og einhverra er enn saknað eftir að vinnupallar hrundu á einu af stærstu iðnaðarsvæðum Hamborgar í Þýskalandi í morgun. 30.10.2023 10:05
Fimm ráðin til Maven Þjónustu- og ráðgjafafyrirtækið Maven hefur ráðið til sín fimm nýja starfsmenn. Erna Guðrún Stefánsdóttir hefur verið ráðin nýr mannauðs- og skrifstofustjóri, Ragnar Stefánsson sérfræðingur í gagnavísindum og þau Sigrún Inga Ólafsdóttir, Darri Rafn Hólmarsson og Einar Þór Gunnlaugsson sem gagnasérfræðingar. 30.10.2023 09:43
Bein útsending: „Reynslunni ríkari“ – málþing um skólamál Samband íslenskra sveitarfélaga stendur fyrir málþingi um skólamál í dag þar sem fjallað er um reynsluna að yfirfærslu grunnskóla frá ríkisins til sveitarfélaga. Málþingið hefst klukkan 9:30 og verður hægt að fylgjast með í spilara að neðan. 30.10.2023 09:00
Vilja að Kjósarhreppur verði ekki lengur kenndur við Mosfellsbæ Sjö þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar sem miðar að því að sveitarfélagið fái nýtt póstnúmer og verði ekki lengur kenndur við Mosfellsbæ. Íbúar í Kjósarhreppi hafa lengi kvartað yfir póstnúmerinu 276 Mosfellsbær og sagt það um árabil hafa valdið ruglingi. 30.10.2023 08:36
Rólegheitaveður en stöku skúrir við sjávarsíðuna Veðurstofan gerir ráð fyrir rólegheitaveðri og skýjuðu með köflum eða bjartviðri í dag. Þó má gera ráð fyrir stöku skúrum eða slydduéljum úti við sjávarsíðuna. 30.10.2023 07:21
Björguðu smalahundi úr sjálfheldu Björgunarsveitin Bára á Djúpavogi bjargaði smalahundi sem var í sjálfheldu og fastur í klettum í Hofsdal í gærkvöldi. 27.10.2023 11:25
PayAnalytics hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands 2023 Hugbúnaðarfyrirtækið PayAnalytics hlaut í gær Nýsköpunarverðlaun Íslands 2023. Fyrirtækið hefur þróað jafnlaunahugbúnað sem gerir launagreiðendum kleift að mæla launabil, loka launabilum og halda launabilum lokuðum. 27.10.2023 11:08
Ráðin sviðsstjóri sölusviðs Hreint Sólrún Björk Guðmundsdóttir hefur verið ráðin sviðsstjóri sölusviðs hjá ræstingafyrirtækinu Hreint. Hlutverk hennar verður að efla og samræma sölustarf og auka ráðgjöf til viðskiptavina. 27.10.2023 10:24
Ákærður fyrir morð og tilraun til morðs við Neuschwanstein Þrjátíu og eins árs gamall Bandaríkjamaður hefur verið ákærður fyrir morð á konu og tilraun til morðs á annarri konu nærri Neuschwanstein-kastalanum í Bæjaralandi í Þýskalandi fyrir um fjórum mánuðum. 27.10.2023 08:50
Fyrrverandi forsætisráðherra Kína látinn Li Keqiang, sem gegndi embætti forsætisráðherra Kína frá árinu 2013 til marsmánaðar á þessu ári, er látinn. Hann varð 68 ára gamall. 27.10.2023 07:25